6.2.2010 | 14:27
Gúlag í Austri og Vestri, nær aldrei minnst á Gúlag Bandaríkjanna í Nið- og Suðurameríku
Skandinavíukratar eru það vitlausasta sem gengur á tveimur fótum, svei mér þá.
Þetta segir maður að nafni Jón Ásgeir Bjarnason hér á blogginu og segist tala af reynslu vegna þess að hann hefur leitað í skjól hjá þessum sömu krötum og þarf að þakka fyrir sig.
É held að það hljóti að vera til eitt eintak sem er enn vitlausara en Skandinavíukratar og það ert þú Jón Ásgeir.
Það segir hins vegar ekki að þú getir ekki skilað góðu verki. Skandinavíukratar hafa byggt upp réttlátustu og búsældarlegustu ríki á hnettinum. Þetta tókst þeim á sama tíma og kommúnistum í Austri og kapítalistum í Vestri mistókst hrapalega að byggja upp réttlát ríki. Kommúnistar byggðu upp hið skelfilega Gúlag, þrælabúðir þar sem saklaust fólk þrælaði þar til það féll niður hálfdautt eða dautt. Bandaríkjamenn gerðu það sama í Mið-Ameríku og fjölmörgum löndum Suður-Ameríku, þessi lönd voru í raun þrælabúðir Bandaríkjanna.
Þessar þrælabúðir í Austri og Vestri voru mikilvægir hlekkir í hagkerfum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Heimspressan hefur sem betur fer haldið rækilega á lofti skelfingum Gúlagsins í Austri en mér kæmi ekki á óvart þó ég verðu úthrópaður fyrir róg um okkar "besta" vin, Bandaríkin, með því að benda á að framferði þeirra, aðallega í Mið-Ameríku, sem var engu betra en framferði Stalín og og hans meðreiðarsveina Síberíu.
Jón Ásgeir, þú þarft ekki að taka það sem illa mælt að þú sért jafnvel "vitlausari" en Skandínavískir kratar. Þeir hafa byggt upp þjóðfélög sem eru fjölmörgum öðrum löndum fyrirmynd. Þó að þú sért eitthvað örlítið vitlausari en Skandínavískir kratar geturðu jafnvel verið góðum gáfum gæddur og hæfur til góðra verka.Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.