Það stendur hvergi í lögum að þú megir mála húsið þitt, svo láttu það vera, annars geturðu haft verra af!

Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrum umhverfisráðherra sló öll met í Sjónvarpsfréttum nýlega þegar hún var spurð að því hvort úrskurður Svandísar Svavarsdóttir, núverandi umhverfisráðherra, um að staðfesta ekki skipulag þeirra sveitarfélaga þar sem fyrirhugaðar virkjanir munu rísa í neðri Þjórsá, stæðust lög, hvort einhver lög kveði á um að sveitarfélög megi ekki afla fjár til að greiða fyrir skipulag síns sveitarfélags nema beint frá hefðbundnum tekjustofnum.

Þórunn viðurkenndi að það væri ekkert sem bannaði sveitarfélögum að afla fjár til að greiða fyrir skipulagsvinnu  hvar sem væri, en það væri heldur hvergi til lög um það að það væri leyft!

Þess vegna stæðist úrskurður Svandísar!!!

Þvílík hundalógik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Þessi Þórunn Sveinbjarnardóttir er eins og Svandís,dragbítur og niðurrifsseggur!

Haraldur Huginn Guðmundsson, 6.2.2010 kl. 15:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nú tek ég ofan fyrir þér Sigurður Gretar, þetta var vel orðað.  Konur eiga auðvitað að vera með okkur í flestum ráðum, en andlega bilaða karla og konur verndum við, en notum helst ekki í afgerandi stjórnunarstörf. 

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Í frjálsum lýðlræðisríkjum er allt leyft nema það sé sérstaklega bannað.

Í ófrjálsum ríkjum svo sem gömlu Sovíetríkjunum, Albaníu, Kína, Nazista Þýskalandi fyrir seinniheimstyrjöldina, Búlgaríu gömlu, Rúmeníu gömlu o.s.frv., og nú á Íslandi VinstriGrænna og Samsullsins, þá er allt bannað nema það sé sérstaklega leyft.

Svo er annað....;  Hvers vegna fór Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til þessa opinberra leynifundar í Brussels án þess að hafa Svavar Gestsson pabba Svandísar og Icesave samnigasérfræðings sér til stuðnings, fulltingis og ráðgjafar???? 

Með kveðju, Björn bóndi

Sigurbjörn Friðriksson, 6.2.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hún er nú ekki skærasta peran.

Það er fátt leiðinlegra en þegar menntafólk slær um sig með skrúðmælgi s.s. gömlum íslenskum orðtökum án þess að skilja merkingu þeirra.  Þórunn féll nokkrum sinnum  í þessa gryfju en hefur þær málsbætur að hún hefur haldið að hún þyrfti að vera gáfuleg eftir að hún varð ráðherra. Þegar ég stend fólk að þessu hætti ég að hlusta.

Sigurður Þórðarson, 6.2.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þórunn er alveg ekta "Skandinavíukrati"!    

Þessi röksemdarfærsla hennar á stuðningi sínum við Svandísi var með ólíkindum.  Eiginlega merkilegt að það séu ekki fleiri sem vekja máls á þessu á þessum erfiðu tímum fjöldaatvinnuleysis.

Ég er bara alveg sammála þér Sigurður í þessu máli.  Ekki vitlausari en svo! Kveðjur,

Jón Ásgeir Bjarnason, 7.2.2010 kl. 00:12

6 Smámynd: Eygló

Umræddur fv. ráðherra hefur líka tileinkað sér víðtæka slettuslettur. Hlustaði á hana síðast í útvarpi og mátti hafa mig alla við að reyna að skilja útlenskuna hennar.  Íslensku takk, fyrir Íslendinga. Hafi hún líka reynt að nota gömul, íslensk orðtök sem hún hefur ekki vald á, hlýtur að vera lítið "fyrir innan" ef slettur og "skrúðmælgi" eiga að spartla í tómið.

Eygló, 7.2.2010 kl. 03:33

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla, Sigurður.

Hörður Þórðarson, 7.2.2010 kl. 09:42

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við skulum ekki dæma Þórunni.  Það er skárra að nota erlendar slettur sem fáir skilja en íslensk orðtök ef maður skilur ekki merkingu þeirra.

"Það flýgur hver eins og hann er fiðraður til".

Sigurður Þórðarson, 7.2.2010 kl. 10:32

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góð færsla

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2010 kl. 12:05

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með fleirum  hér, góð færsla. Umhverfisverndarstefna vinstrimanna er grátbrosleg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband