26.2.2010 | 12:15
Veit fólk ekki í hvaða landi það býr?
Enn og aftur fáum við fréttir af fólki sem æðir upp um fjöll og firnindi þó spáð sé bandvitlausu veðri og það á þeim árstíma sem búast má við hverju sem er veðurfarslega, ekki aðeins á hálendinu heldur einnig í byggð. Nýlegar hörmungarfréttir eru enn ofarlega í huga og ég minnist fólks sem björgunarsveitir náðu heilu á húfi til byggða á árum áður, fólk sem komið var til jökla með smá börn. Og undantekningarlaust var þessum angurgöpum tekið sem hetjum af fjölmiðlum, sérdeilis þó sjónvarpstöðvum.
Í gærkvöldi kom frétt um að fjölmargir væru strandaglópar í Borgarnesi, ófært með öllu undir Hafnarfjalli og engin leið að komast áfram til norðurs eða vesturs. Það sem þó ótrúlegast var að þarna voru yfir 100 nemendur úr Víðstaðskóla í Hafnarfirði sem voru á leið til Akureyrar.
Ég spyr: Hvað er ámilli eyrnanna á forráðmönnum Víðistaðaskóla að samþykkja að hundrað nemendur skólans og rúmlega það fái að leggja í slíka ferð þó komið hafi fjölmargar veðurspár og viðvaranir um að fólk skyldi halda sig heima og ekki leggja í nein ferðalög. Þessum viðvörunum var sératklaga beint til íbúa á Vesturlandi, Suð-Vesturlandi og Suðurlandi.
Eru forráðmenn Víðistaðaskóla bæði sjón- og heyrnarlausir?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.. hugarfar íslendinga. er : Þetta reddast ! ..
Óskar Þorkelsson, 26.2.2010 kl. 20:50
Hvað er á milli eyrnanna á manni sem lætur sér ekki detta í hug að hugsanlega hafi ferðin ekki verið á vegum Víðistaðaskóla? Enn má spyrja hvað er á milli eyrna manns sem dettur ekki í hug að kalla til ábyrgðar foreldra heldur vill kenna skólanum um.
Talandi um sjón og heyrnarleysi ... er kannski von að maður haldi að ekkert sé milli eyrna hans?
Jón Garðar (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 23:15
Það er þannig með íslendinga og veðurspár, að ef að búið er að ákveða ferð þá er hún farin sama hvernig veðurspáin er.
Ef veðurspáin er slæm, þá finnst sumu fólki hún bara vitlaus, og finnur aðra einhversstaðar í heiminum, sem passar, eins og dæmið um daginn sýnir.
Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.