3.3.2010 | 09:45
Ekki bíða eftir köldu húsi eða ökklavatni á gólfum
Svo er sagt í gömlum sögnum að margir máttu þola það, einkum á efri árum, að þeir færu ekki einir um götur, þeir hefðu eignastfylgjur sem nánast fylgdu viðkomandi hvert fótmál og létu jafnvel finna til sín þegar til hvílu var gengið. Þessar fylgjur gátu verið æði mismunandi, illgjarnar sumar en aðrar góðar og hjálpsamar. Nú er ég svo gamall sem á grönum má sjá svo aldurs vegna ætti ég jafnvel að hafa eignast fylgju, en samkvæmt skynsemistrú nútímans byggðist trú á fylgjur á einfeldni og trúgirni, aðalega undirmálsfólks.
En ég verð þó að játa á mig að fylgju nokkra hef ég eignast og skal ég segja frá því á síðum Morgunblaðsins enda kviknaði hún þar, kveikjan að henni fæddist 1992. Fyrir einhverja tilviljun örlaganna hóf ég þá að skrifa pistla sem nefndust Lagnafréttir. Þetta áttu ekki að verða margir pistlar en oft taka mál aðra stefnu en ætlað er. Þessi skrif stóðu vikulega næstum í 16 ár og urðu pistlarnir nær 700 að tölu. En það bærðist fleira að baki pistlanna en á yfirborði sást. Þeir virtust nokkuð mikið lesnir og þar með varð ég ósjálfrátt ráðgjafi fjölmargra húseigenda og húsbyggjenda.
Og ég fer ekkert leynt með það að líklega hafa 75% sem til mín leituðu verið konur. Þetta sýndi mér og sannaði að konur láta sig meiru varða hvernig heimilið þróast og eru opnari og skilningsríkari á það hvað þarf að lagfæra innan stokks og utan. En allt tekur enda og ég hætti þessum skrifum að mig minnir haustið 2008 og segi gjarnan að það féll fleira þá haustmánuði en fjármálakerfi þjóðfélagsins.
En þá gerist það óvænta. Þó skrifum sé lokið hef ég nokkra samfylgd áfram, það gerist enn að ég fæ póst á netinu, einstaka upphringingu og einstaka bréf þeirra eldri sem ekki eiga tölvu. Nú er það síður en svo að ég sé að kvarta undan því að til mín sé leitað enn, finnst það meira að segja hlýlegt og nokkur sönnun þess að margt sé gott sem gamlir kveða.
Nýlega frétti ég af skemmtilegu framtaki. Dagana 5. og 6. mars nk. verður sýning og upplýsingastefna í Smáralind, kjölfesta þessa framtaks er Múrbúðin. Sýning þessi ber nafnið Viðhald 2010 og er ætlað að veita sem mestri og bestri þekkingu til allra þeirra fjölmörgu sem þurfa á leiðbeiningum og ráðleggingum að halda um viðhald heimila og húseigna. Nú er lag, 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnulið út þetta ár, aldrei fleiri góðir iðnaðarmenn á lausum kili sem klæjar í lófana eftir að fá verkefni og síðast en ekki síst; fjölmörg hús eru að grotna niður.
Þetta varð til þess að ég fékk hugmynd. Ef ég bý yfir einhverri reynslu og þekkingu sem komið getur að gagni þá ákvað ég að mæta á staðinn og rabba við gott fólk á sama hátt og þegar mínir gömlu og góðu góðu lesendur höfðu samband við mig, ég vona að ýmislegt af þeim ráðum hafi komið að gagni.
Ég ætla að vera til taks á sýningunni Viðhald 2010 í Smáralind 5.- 6. mars, kannski er ég undir áhrifum gamallar góðrar fylgju.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 114094
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.