9.3.2010 | 10:21
Vil ég að Ísland gangi í Evrópusambandið?
Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður eru framundan. Ég er mjög jákvæður fyrir inngöngu í Evrópusambandið en er þó engan veginn búinn að gera upp við mig hvernig ég muni kjósa ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur um inngöngu. Það er gert mikið úr því að mikill meirihluti landsmanna sé andvígur inngöngu en satt að segja get ég ekki skilið hvernig hægt er að ákveða það fyrirfram hvað afstöðu menn hafa til inngöngu þegar það liggur engan veginn fyrir hvaða það muni færa okkur jákvætt eða neikvætt. Ég veit að þeir eru nokkuð margir sem eru sannfærðir um að Ísland eigi aldrei að ganga í Evrópusambandið. Það eru þeir sem eru eindregnir í gamla tímanum og sjá í inngöngunni að við séum að afsala okkur sjálfstæði landsins eða næstum því.
Mér fannst það mikið fagnaðaefni þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðildina, undirstrika enn og aftur að það þýðir ekki það að við höfum samþykkt að ganga í Evrópusambandið. Mér finnst mikil ástæða til að undirstrika það en aðildarumsóknin og sá samningur sem út úr því kemur sýnir mér ljóslega hvaða afstöðu ég mun taka. það liggur ekki fyrir í dag.
Vanstilling
Eins og í flestum pólitískum málum þá gætir mikillar vanstillingar í umræðunni um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Þar eru nú þegar tínd til öll rök sem finnanleg eru gegn aðild, ég ætla hér að nefna nokkur sem mér finnst allt að því fáránleg. Flestir vita að Grikkland er á barmi þjóðargjaldþrots. Sú furðulega rökleysa skýtur víða upp kollinum að ástandið í Grikklandi sé aðild landsins að ES að kenna! Langt þykir mér seilst þegar því er haldið fram að ef Grikkland væri utan ES væri ástandið þar í landi mun betra. Grikkland er land sem um langan aldur hefur lifað um efni fram og landlæg spilling hefur alltaf leikið fjárhag þess grátt. Eina skiptið sem þeir tóku sig nokkuð á var þegar þeir aðeins hreinsuðu flórinn til að verða tækir í Evrópusambandið. En síðan féll allt í gamla farið, eyðslu og spillingu. Þetta sýnir einnig að ríki innan sambandsins hafa sjálfstæði innan þess bæði til góðra og slæmra verka. Það hefur mikið verið bent á að atvinuleysi sé mikið innan ES og það er vissulega rétt. En á móti mætti spyrja; væri ástandið betra ef ekkert Evrópusamband væri til og hvert ríki berðist eitt fyrir tilveru sinni? Er atvinnuleysið minna utan ES hvað um stórveldið Bandaríki N-Ameríku?
Landhelgin og fiskurinn
Það eru miklar hrakspár í gangi um hvað verði um landhelgina sem við börðumst fyrir með kjafti og klóm. Hvað verður um fiskinn í íslenskri landhelgi, munum við sjá það eftir að við erum gengin í ES að fiskiflotar frá öðrum ES löndum komi inn í okkar fiskveiðilögsögu og hirði frá okkur aflann?
Ég spyr; hvaðan ætti þeim að koma réttur til þess. Það er gjarnan bent á að þannig sé fiskveiðistefna Evrópusambandsins, ríki hafi sögulegan rétt til að fiska í fiskveiðilögsögu annarra ríkja. Þá spyr ég á móti; hvaða ríki eiga þann rétt í íslenskri fiskveiðilögsögu? Mér sýnist í fljótu bragði að þau séu ekki til nema þá með einni lítilli undantekningu og það væru Færeyjar sem hafa haft sérstak undanþágu til fiskveiða í íslenskri fiskveiðilögsögu. Hvað um hvalveiðar? Ég er engan veginn tilbúinn til að gangast undir það Pempíurök að hvalir séu heilög dýr sem ekki megi drepa undir nokkrum kringumstæðum.
Eitt vil ég spyrja mér fróðari menn; hvernig stendur á því að það gilda ekki sömu reglur um gæði í hafsbotni og yfir hafsbotni hjá Evrópusambandinu. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að nágrannar Breta og Dana, svo dæmi sé tekið, geti vaðið inn á þeirra hafsvæði og borað eftir gasi eða olíu.
Hversvegna skyldi ekki það sama gilda um staðbundna fiskistofna sem synda í sjónum? Við verðum að semja um flökkustofna svo sem síld og makríl meira að segja við Evrópusambandið. Ég sé ekki að það muni breytast í framtíðinni, það er langt síðan við þurftum að beygja okkur fyrir því.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tja - eitt sem vert er að hafa í huga, er að ákveðið endurmat, er í gangi innan ESB varðandi Evrusamstarfið. En, ljóst er að skilyrði og reglur verða hertar, sem og eftirlit aukið.
Það getur, haft áhrif á þann tímaramma, sem hugsanleg Evruaðild, getur skilað sér fyrir Ísland.
T.d. liggur frammi fyrir hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins, frá Framkvæmdastjórninni, tillaga um stofnun nokkurs konar "Gjaldeyrissjóðs Evrópu".
Mikil gerjun þarna.
----------------------------
Persónulega, hallast ég að því að salta umsóknina, þangað til að rikið sem þyrslast hefur upp, hefur sest, og ljós komið, hvort Evran lifir - sem mér finnst reyndar líklegt en er ekki öruggt - og síðan, hvaða reglur munu gilda í framtíðinni, um inngöngu í Evru.
Síðan að auki, hvernig reglum um innra markaðinn verður breytt.
-----------------------------
Að mínum dómi, getur þetta haft umtalsverð áhrif, á hvort hagstætt sé að ganga í ESB.
Að auki, er samningsaðstaða okkar, veik á meðan efnahagsástandið er svo slæmt sem þ.e.
Okkar staða er sterkari, ef við lögum mál okkar fyrst, skoðum málið svo í góðu tómi, þegar við höfum einnig nægt fjármang, til að gera þetta almennilega.
En hættan, er að fjárskortur, valdi því, að ekki sé nægilega lagt í samningamál, svo samningur verði lélegur, og því felldur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 12:49
Fínn pistill hjá þér. Spjöllum við báknið, sjáum hverju það skilar okkur. Síðan gefur Alþingi þjóðinni kost á að segja sitt álit.
Björn Birgisson, 9.3.2010 kl. 16:25
Það gilda aðrar reglur um olíu og gas en fisk hjá ESB. Olía og gas eru undanþegin valdi ESB og eru að fullu á valdi þjóðríkjanna.
Magnús (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:00
Ég þakka ykkur Einar Björn, Björn og Magnús fyrir mjög málefnalegar undirtektir. Ég lít svo á að þar sem vitað er að samningaferlið getur tekið 3 - 4 ár sé sjálfsagt fyrir okkur að nota tímann og halda áfram að sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum. Það sem ég hef heyrt styrkir mig í þessari skoðun. Það er ýmislegt sem hefur komið fram, já ótrúlega opinskátt, að Evrópusambandið lítur á það sem stóran plús að fá Ísland inn í sambandið t. d. nýlega ræddi stækkunarstjóri ES hvað það væri eftirsóknarvert að fá nánari tengsl við norðurslóðir. Ég undirstrika aftur það álit mitt, og Björn tekur undir það, að það er tilgangslaust að þrasa endalaust um Evrópusambandið, hvað þar sé allt fráleitt eða algott. Við fáum aðeins skorið úr því hverra kosta við eigum völ með umsókn og aðildarviðræður. En ég tek enn og aftur undir það að úr inngöngu eða ekki verður skorið með aðildarviðræðum, um inngöngu tekur þjóðin ákvörðun.
Magnús, þú kemur inn á viðkvæmasta punktinn í væntanlegum viðræðum. Það er nokkuð ljóst að ES ætlar að endurskoða sína fiskveiðistefnu og þar á Ísland og getur haft áhrif í aðildarviðræðum. En ég segi; stenst það alþjóðalög að strandríki eigi ekki sama rétt í sinni lögsögu í hafinu sem og á hafsbotni?
Hversvegna ætti að vera munur á þeim réttindum?
Hve harðir verðum við í samningum við EB? Ég get alveg séð það fyrir mér að það verði krafa okkar að það sama gildi í hafinu og í hafsbotninum, að við þessi litla þjóð í N-Atlantshafi segi að þannig skuli þjóðarréttur vera. Var það ekki þetta sama litla land sem var forysturíkið í því að alþjóðalögum var breytt á þann eftirminnilega hátt að lögsaga hafsins var breytt frá því að vera 3 mílur frá strönd í það að var 200 mílur frá grunlínupunktum?
Ég sá það með eigin augum eftir að ég flutti til Kópavogs 1947 að sovéskur fiskifloti, með stórt móðurskip í miðjunni, á Faxaflóa að mokaði upp þorski, ýsu og flatfiski. Þessi floti var sem heil borg að sjá í haustmyrkrinu, það fór lítið fyrir Keflavík og Akranesi sitt hvoru megin við ferlíkið.
Það er hollt að muna það, í þeim samningum sem framundan eru, að allt er breytingum undirorpið.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.3.2010 kl. 21:08
"Hvað verður um fiskinn í íslenskri landhelgi"
Stutta svarið við þessari spurningu Sigurður er þetta. Hann mun enda á eldhúsborði íbúa ESB ríkja... og hann mun fara þangað líkt og hann gerir í dag með gámum - ýmist ferskur, frosinn eða saltaður.
Atli Hermannsson., 10.3.2010 kl. 00:05
það mun gerast, óháð því hvað annað gerist - en, útflutningur stóð m.a. yfir í gegnum alla heimskreppuna, sem dæmi.
Erfitt að ímynda sér aðstæður, þ.s. Evrópumenn hætta að kaupa fiskinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.3.2010 kl. 14:53
Okkur veitir ekkert af að losa okkur við dálítinn pening í svona góðu árferði, til að borga aðildar-umsóknarferlið, svo maður tali nú ekki um hergagnakosnað-og þáttöku barnanna okkar í ESB stríðinu sem mun verða ef ESB veldinu verður ógnað af öðrum veldum? Þá verður ekki hlustað á pottaglamur, heldur munu byssukúlur tala!
Gangi okkur vel að troða okkur inn í ESB-rányrkjuna með vilja þriðjungs þjóðarinnar! Getur þessi þriðjungur ekki bara farið til einhvers ESB-ríkisins og látið okkur hin í friði M.kv.Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.