10.3.2010 | 13:54
Á nú að fara að skríða fyrir prímadonnunni Ögmundi?
Það eru þokkalegar fréttir sem berast með fjölmiðlum. Ríkisstjórnin og hennar eindregnu stuðningsmenn telja að það sé haldreipið að taka Ögmund aftur inn í stjórnina. Á ég að trúa því að flokkssystkini mín í Samfylkingunni séu svo skyni skroppin að þau láti sér detta það í hug að það styrki Ríkisstjórnina að gera Ögmund aftur að ráðherra?
Mitt álit á Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri græna er að þar fer egóisti sem fyrst og fremst hugsar um sjálfan sig en reynir að dylja það með hástemmdum orðum um að hann sé svo mikill hugsjónamaður að hann gefi aldrei eftir sín prinsip. Ögmundur hélt hástemmdar ræður á þinginu og sagði að Ríkisstjórnin þyrfti að "skerpa" sína stefnu og tök á vandamálum. Ég held að það þurfi túlk til að koma kjarnanum í máli Ögmundar til skila. Þetta þýðir á mannamáli að Ríkisstjórnin verður að beygja sig í einu og öllu að vilja Ögmundar Jónassonar hvort sem hann verður innan eða utan Ríkisstjórnar. Eitt að því sem hefur gefið Ríkisstjórninni styrk og trúverðugleika er að hafa í sínum röðum tvo ópólitíska ráðherra þau Rögnu dómsmálaráðherra og Gylfa viðskiptaráðherra. Auðvitað er best að taka hvíslinu á götunni með varúð en eittvað hlýtur þetta einhversstaðar hafa komið til álita og umræðu að láta þau víkja. Það væri mikill missir fyrir Ríkisstjórnina að missa þau Rögnu og Gylfa, slæm skipti að fá Ögmund í staðinn, manninn sem hér eftir sem hingað til mun halda öllum í gíslingu svo hrapalega að stjórnin verður nánast óstarfhæf.
Ég held að þessi skrípalega þjóðaratkvæðagreiðsla sem fór fram sl. laugardag hafi ekkert að segja fyrir líf eða dauða Ríkisstjórnarinnar, þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur engin áhrif hvorki hérlendis eða erlendis. Það sem skilur á milli lífs og dauða allra Ríkistjórna er að hún sé samhent og með samhentan meirihluta bak við sig.
Því miður hefur núverandi Ríkisstjórn hvorugt!
Innan Ríkistjórnarinnar á klofningsdeild Vinstri grænna öflugan fulltrúa, Svandísi Svavarsdóttur, og ekki treysti ég Jóni Bjarnasyni yfir þröskuldinn. Klofningsdeildin í Vinstri grænum er orðin óhæf til samstarfs. Það er mikill skaði því innan þess flokks er margt úrvalsfólk og fer þar Steingrímur J. Sigfússon fremstur meðal jafningja. En eggin í hreiðrinu þurfa öll að vera hrein og blómleg en því er ekki að heilsa innan Vinstri grænna, fúleggin eru of mörg.
Ég hef þá trú að við komumst ekki heil út úr þeirri kreppu sem við erum í núna nema undir forystu Samfylkingarinnar.
Verður ekki Samfylkingin að fara að finna sér stuðning hjá öðrum en Vinstri grænum, þeir eru óhæfir til samstarfs vegna fúleggjana, best að viðurkenna það strax og vinna samkvæmt því.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé nú enga á Alþingi sem vilja taka Samfylkinguna í fóstur. Búið er að leita til Framsóknarflokksins og þau héldu að verið væri að taka upp einhvern spaugþáttinn, og höfðu mikið gaman að. Síðan var haldið áfram og þá áttuðu Framsóknarmenn sig á því að þetta var ekki grín og héldu áfram að hlægja. Þá var farið í Hreyfinguna, og þar var óskað eftir því að fá að tala við spunameistara Samfylkingarnar beint, því þeir réðu jú öllu. Loks var talað við Sjálfstæðisflokkinn. Allt sem úrskeiðis hefur farið í þessari ríkistjórn var VG að kenna, og það fáa sem vel hefur verið gert Samfylkingunni. Sjálfstæðismenn sögðust hafa heyrt þessa sögu áður, bara um aðra ríkisstjórn. Klofningsliðið í VG er það sem heldur uppi merki þessarar ríkisstjórnar. Ef þau fara, er ekkert eftir.
Sigurður Þorsteinsson, 10.3.2010 kl. 18:03
VG er við það að vera ósamstarfshæfur flokkur. Það er ekki nema von að Sigurður Þorsteinsson og hans kumpánar mæri og dáist að órólegu deildinni í VG. Við hana er bundin þeirra eina von að stjórnin spryngi svo hrunaflokkarnir komist aftur til valda. Þá hverfur sú aðdáun hraðar en skuldir auðmanna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2010 kl. 22:51
Sigurður Grétar! þú ætlar þó ekki að segja okkur að þú meinir þetta bull,
Þórarinn Baldursson, 11.3.2010 kl. 00:31
Axel í hruninu voru tveir flokkar í stjórn Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin, sem þú getur kallað hrunflokka. Ég held ekki að ríkisstjórn þessara flokka væri góð blanda við að takast á við þá erfiðleika sem nú er við að eiga. Það eru heldur ekki þeir flokkar sem nú eru við völd. Hef verið þeirrar skoðunar lengi að flokkarnir hefðu átt að lyfta sér upp fyrir sína baráttu og takast á við núverandi vanda með þjóðstjórn.
Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 07:21
Við komumst allavega inní kreppuna með góðri hjálp Samfylkingar þannig að það er rökrétt að þeir hjálpi við að komast úr henni. Ég held því miður ekki að neinn innan þeirra raða sé fær um það. Ögmundur var það skásta við þessa stjórn. Hann var í takt við óskir fólksins í landinu.
Dagga (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 07:37
Sigurður.
Eina gangtegundin sem ríkisstjórnin kann, er að skríða. Hvað annað ætti hún að gera?
Hún getur vel skriðið fyrir Ögmundi eins og öllum öðrum. Á nú loksins að fara að krefjast þess að skriðdýrið fari að nota lamaða hryggjaliðina á Ögmund? How silly.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.3.2010 kl. 09:07
Gunnar Rögnvaldsson, satt best að segja er langt síðan ég hef tekið mark á því sem þú lætur frá þér fara hér á blogginu. Það sem þú segir er samhengislaust án nokkurra raka. Ef ég man rétt ert þú maðurinn sem hamast sem mest gegn Evrópusambandinu og rakkar það stöðugt niður með rakalausum fullyrðingum en hefur minnir mig búið í aldarfjórðung á svæði Evrópusambandsins.
Hvers vegna? Er betra að vera þar en annarsstaðar?
Dagga, mér finnst að þú ættir að rökstyðja það sem þú segir að ofan "Við komumst allavega inní kreppuna með góðri hjálp Samfylkingar".
Þitt minni virðist alvarlega brenglað eða er þér sama hvað þú segir, skiptir þig það engu máli hvort þú ferð með rétt eða rangt mál?
Sigurður Þorsteinsson, er nú Framsóknarflokkurinn gleymdur eða nefnir þú hann ekki vísvitandi, kannski er það þinn flokkur. Þá segi ég aðeins:
Góða ferð inn í "velsældina" hjá Ólafi í Samskipum og Finni Ingólfssyni!
Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.3.2010 kl. 10:33
Einhvern tíma var sagt "Það eru flest fífl á sjó dregin"
Það er til lítilla bóta að hafa Ögmund, arftaka hanns eða umhverfisráðherrann sem er í fornari hugsun en eðlilegt er.
Njörður Helgason, 11.3.2010 kl. 11:29
Sigurður.
Þú veist jafnvel og ég að Samfylkingin var í ríkisstjórn á þriðja ár fyrir hrun og sátu þar á rassinum með sjálfstæðismönnum og gerðu ekki neitt af viti.
Dagga (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 13:50
Dagga, er þér sama hvort þú ferð með rétt eða rangt mál?
Samfylkingin myndaði Ríkisstjórn um mitt árið 2007 (Þingvallastjórnin) með Sjálfstæðisflokknum undir forsæti Geirs Haarde. Þetta var í fyrsta skipti sem Samfylkingin tók þátt í Ríkisstjórn. Hrunið varð í byrjun október 2008. Samfylkingin var því búin að sitja í Ríkisstjórn í 16 mánuði þegar hrunið varð. Sextán mánuðir gera 1 ár og 4 mánuði ekki satt? Og eitt er víst; það var ekki þessi Ríkisstjórn, Þingavallastjórnin, sem með gjörðum sínum orsakaði hrunið. Hvort hún hefði getað brugðist öðru vísi við hruninu má lengi deila um. Ég held að hrunið hafi komið flestum á óvart, ég held að flestallir landsmenn hafi trúað á þá sem voru að eyðileggja bankana, hina svokölluðu útrásarvíkinga, allir voru hneykslaðir á gagnrýni Danske bank og danskara fjölmiðla, voru ekki seinir á sér að draga upp myndina af öfundsjúkum Dönum. Kaupþing fór í meiðyrðamál við Extrablaðið og vann það. Síðan hefur komið í ljós að það sem stóð í Extrablaðinu var ákaflega saklaust við hvað raunverulega var að gerast á þessum tíma.
Eigum við ekki öll að temja okkur það að fara með rétt mál?
Orsökin að hruninu var fyrst og fremst sala (eða gjöf bankanna) til fjárglæframanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum auk þessarar skelfilegu nýfrjálshyggju sem þá var stefna þáverandi Ríkisstjórnar. Forystumenn í Ríkisstjórn þá voru Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson en bankamálaráðherra var Valgerður Sverrisdóttir. Davíð Oddson varð síðan seðlabankastjóri en á undan honum hafði einn af fjárglæframönnunum í Framsóknarflokknum, Finnur Ingólfsson, verið bankamálaráðherra og seðlabankastjóri, einn af þeim mönnum sem fékk Búnaðarbankann á silfurfati frá flokksbræðrum og systrum.
Á þessum árum, meðan orsök hrunsins var sköpuð, var Samfylkingin utan Ríkisstjórnar og hafði engin áhrif á framgang mála. Davíð og Halldór réðu öllu sem þeir vildu hvort sem það var að gefa bankana til fjárglæframanna eða flækja Íslandi inn í Íraksstríðið. Hinsvegar er það athyglisvert að þú nefnir ekki Framsóknarflokkinn á nafn í sambandi við hrunið.
Hvers vegna? Er hann alfarið saklaus að þínu áliti?
Dagga, ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá og hef fyrir löngu tamið mér það að reyna að fara með rétt mál þó ég sé að fjalla um pólitíska andstæðinga. Eflaust tekst það ekki alltaf en vonandi ferð þú að temja þér vandaðri vinnubrögð en þú sýnir að ofan.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.3.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.