Batnandi manni er best að lifa

Framsóknarmenn hafa sett fram nýja stefnu, ekki hef ég fengið plaggið til yfirlestrar en inntakið er "samvinna" og einhverntíma hefði það ekki þótt saga til næsta bæjar að það væri höfuðinntak í stefnu Framsóknarflokksins. Ég ætla nú ekki að vera svo sjálfhverfur að halda því fram að Sigmundur Davíð hafi lesið pistilinn minn hérna á blogginu sem bar þá þungu fyrirsögn "Sigmundur Davíð rassskelltur í skoðanakönnun" ef ég man rétt. Ég benti Sigmundi Davíð á það að hann hefði haft gullið tækifæri til að hefja sig og Framsóknarflokkinn upp úr skotgröfunum og starfa og tala af víðsýn,i en það hefur þessi maður aldeilis ekki gert, en sé svo að pistillinn minn hafi haft þessi áhrif á hann til betri manns þá er það vel

Ég við benda Sigmundi Davíð og öllum sem áhrif hafa í stjórnkerfinu á grein Magnúsar Orra Schram í Fréttablaðinu í dag. Málefni dagsins í dag er einmitt það sem hann bendir á; við verðum að komast að samkomulagi við Breta og Hollendinga um ICESAVE og það strax. Ætlum við að halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda í einhveri óskhyggju að við komumst að betri kjörum en okkur stóðu til boða efir áramótin? Ætlum við að halda áfram að berja höfðinu við steininn og bíða í algjörri óvissu eftir kosningum í báðum löndunum sem eru okkar viðsemjendur?

Það sem við eigum að gera núna er að ná sambandi að nýju við Breta og Hollendinga á æðsta stjórnstigi (ráðherrastigi) og segja eignfaldlega "við göngum að ykkar tilboði sem þið settuð fram eftir áramótin og undirritum samkomulag um áframhaldið", þannig sleppum við eins vel og hægt er úr því sem komið er. Það hefur alltaf verið kristalstært að ICESAVE skuldina yrðum við að greiða á einhvern hátt.

Öll bið á lausn málsins er okkur miklu, miklu dýrari en að semja á grundvelli síðasta tilboðs Breta og Hollendinga. Ég tel það fullvíst þrátt fyrir stjórnmálaástandið í þessum löndum (starfsstjórn og kosningar framundan) að sitjandi stjórnir geta sem best gengið frá málinu eins og þær lögðu það upp eftir áramótin.

Ég hef ásakað Sigmund Davíð fyrir að hafa verið sá sem kom í veg fyrir samninga. Ég er ekki í nokkrum vafa að ég hef rétt fyrir mér. En nú hefur Sigmundur Davíð það gullna tækifæri að rísa upp fyrir argaþrasið, koma upp úr skotgröfunum og starfa af víðsýni út frá þjóðarheill, en ekki lágkúrulegum atkvæðaveiðum.

Hann ætti að sjá það manna best að þau veiðarfæri sem hann hefur notað hafa ekki fangað eina einustu bröndu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SAMVINNA? 

Aaahhh...Framsóknarspillingarflokkurinn á thá audvitad vid SAMVINNU MED LÍU. 

Vinna saman med LÍÚ GEGN thjódinni. 

SAMVINNA gegn thjódarhagsmunum. 

SAMVINNA Í SPILLINGU. 

SAMVINNA SÉRHAGSMUNA. 

Kabinenjunge (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 09:44

2 Smámynd: Ár & síð

Það er líka athyglisvert að lesa að Framsóknarmenn álíti Seðlabankann vera orðinn pólitískan NÚNA. Var hann það þá ekki áður þegar flokkurinn átti fast sæti bankastjóra? Er hann kannski bara orðinn pólitískur í þeirra augum vegna þess að Framsóknarflokkurinn á þar ekki lengur mann í æðstu valdastöðu?

Ár & síð, 26.3.2010 kl. 13:55

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fyrir nokkru síðan var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur ríkissjónvarpinu. Það viðurkenndi hún að það hefði verið betra í ljósi sögunnar að senda fagmenn til að semja um Icesave. Þetta verkefni sem ríkisstjórnin réð ekki við hefur orðið til þess að enn er ekki búið að semja um þetta vandræðamál. Það hefur ekkert með Sigmund Davíð að gera. Mér skilst að hann hafi eitthvað örlítið lækkað í skoðanakönnunum, en vel á minnst var það ekki Jóhanna Sigurðardóttir sem hafði stuðning yfir 65% þjóðarinnar, en sá stuðningur er nú kominn undir 20%.

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2010 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband