Margt er gott sem gamlir kveða

Í gær var stutt viðtal við þann aldna hagspeking Jónas Haralz í Speglinum, fréttasýringarþætti Ríkisútvarpsins. Þar rifjaði Jónas upp ummæli Ásgeirs Ásgeirssonar, sem síðar varð Forseti íslands, ummælin að ég held frá árinu 1929. Þar benti Ásgeir á að krónan, gjaldmiðill okkar, getur ekki staðið ein sér, þá hafði hún gullfótinn til að styðjast við. En gullfóturinn er löngu týndur og tröllum gefinn og Jónas sagði að þessi örmynt okkar, íslenska krónan, gæti aldrei staðið ein og óstudd. Krónan yrði að minnsta kosti að komast í myntbandalag með öðrum sterkari þjóðum og það lægi beinast við að það yrðu ríki á meginlandi Evrópu, m. ö. o. að við gengjum í Evrópusambandið og tækjum upp Evruna, þannig skyldi ég Jónas Haralz í viðtalinu í gær.

Annað mikilvægt atriði sem Jónas kom inn á var sú mikla breyting sem orðið hefur á bakgrunni þeirra sem sitja á Alþingi og ekki síður sú mikla breyting sem hefur orðið á bakgrunni embættismann ríkisins. Alþingismenn fyrr á árum voru langflestir sterkir og reyndir einstaklingar sem voru valdir til að fara með umboðsvald þjóðarinnar vegna þess að þeir höfðu sannað sig í atvinnulífinu. Þetta voru bændur, útgerðarmenn, iðnrekendur og auk þess var það nánast algilt að á Alþingi sátu forystumenn úr verkalýðsfélögum og sveitarstjórnum. Þeir sem voru það sem kalla má atvinnustjórnmálamenn voru í minnihluta. Nú er allt breytt. Risið hefur upp stétt "atvinnupólitíkusa" sem fara blautir á bak við eyrun frá skólagöngu (mjög líklega með lögfræðipróf) hafa hvergi tekið til hendi í atvinnulífinu. Þessir "atvinnupólitíkusar" eru til í öllum flokkum og eru svo heillum horfnir að þeir skilja það ekki að það sé nokkuð athugavert við það að skófla til sín milljónum og milljóntugum króna til að ryðjast fram fyrir samherja og flokksbræður og systur, nánast til að kaupa sér atkvæði. Því miður hafa almennir kjósendur gleypt þetta agn og fylgt sér á bak við þá sem skrapað hafa saman mestu fjármununum til að kaffæra félaga sína.

En það er sjálfsagt að láta alla njóta sannmælis. Það hafa komið fram einstaklingar alla tíð sem hafa á ungra aldri farið beint í stjórnmál frá prófborðinu en þeir eru í miklum minnihluta. Flestir sem létu að sér kveða á Alþingi áður fyrr komu frá hinum ýmsu afkimum þjóðfélagsins með mikla reynslu að baki.

En hvað um embættismennina? Áður fyrr var mikið lagt upp úr því að embættismenn væru valdir vegna óumdeilanlegra hæfileika sinna en á síðari árum hefur flokksskírteini verið mikilvægara en meðfæddir eða áunnir hæfileikar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband