12.5.2010 | 23:33
Mættu nýnasistar haga sé á sama hátt á þingpöllum og í dómssal?
Lára Hanna Einarsdóttir er einn öflugasti bloggari hér á þessum síðum. Oft æði skörp en nú hefur hún tekið að sér að safna um sig hópi álitsgjafa sem eru henni hjartanlega sammála um "píslarvætti" óeirðaseggjanna sem ruddust inn á svalir á Alþingi, efndu þar til slagsmála og slösuðu starfsmenn þingsins.
Ég læddi þessari athugasemd inn hjá henni en ætla að láta hana koma hér fram í mínu eigin bloggi.
Þið ágætu álitsgjafar að framan. Snúum dæminu við og segjum sem svo að Alþingi hafi verið að fjalla um réttindi þeldökkra aðfluttra borgara með jákvæðum hætti, auka réttindi þeirra. Þá ræðst hópur nýnasista inn á svalir þingsalarins með háreisti og á endanum kemur til átaka milli starfsmanna Alþingis og nýnasistanna sem endar með að því nýnasistarnir slasa starfsmenn.
Væruð þið flest hér að framan tilbúin til að verja framgang nýnasistanna og þá einnig framgöngu þeirra í dómssal þegar mál þeirra yrði tekið fyrir þar?
Það hlýtur að vera, ef þið teljið ofbeldi og yfirgang við Alþingi, dómstóla og lögreglu réttlætanlegt þá hljóta allir að hafa sama rétt til slíkra aðgerða án tillits til skoðana, sama hver málstaðurinn er.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Löggæsla | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er engan veginn sambærilegt dæmi.
Þegar þessi innrás á þingpalla var gerð hafði Alþingi og íslenskt stjórnkerfi setið sem lamað og horft á íslenskt hagkerfi hrynja. Mótmælendur voru að mótmæla því að Alþingi eða ríkisstjórn virtist ekki neina burði hafa til að gera neitt sem máli skipti í stöðunni. Það var að mörgu leyti mjög skiljanlegt að fólki var heitt í hamsi. Skýrsla RNA sýnir að stjórn landsins brást algjörlega. Þannig má segja að mótmælendur hafi að vissu leyti haft rétt fyrir sér. Ég er þó ekki að verja einstakar athafnir eða aðgerðir og allra síst handalögmál, en það hefur nú komið til handalögmála í mun minni deilum, t.d. verkfallsátökum. En dæmi um nýnasista er algjörlega ósambærilegt.
Skeggi Skaftason, 13.5.2010 kl. 00:12
Ég er algjörlega sammála Sigurði. Það breytir engu hvort mönnum hafi verið heitt í hamsi.
Ég man nú eftir því þegar vörubílstjórar voru að mótmæla og einn þeirra (eða hugsanlega stuðningsmaður þeirra) lamdi lögreglumann. Honum var heitt í hamsi. Enginn reyndi að réttlæta það.
Af hverju er þá í lagi að þessir menn brjóti lögin? Það á bara að dæma þessa menn samkvæmt lögum eins og alla aðra.
Andri (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 00:21
Þú ættir að skammast þín fyrir að bera svona tvo hluti saman!! þeir eru svo gersamlega ólíkir að í engu verður samlíkingin!! ertu algerlega dofin fyrir því sem hér átti sér stað þegar að svokölluð búsáhaldabylting átti sér stað?
Guðmundur Júlíusson, 13.5.2010 kl. 00:25
Sammála Sigurði um að það þurfi að stada vörð um helstu stofnair lýðveldisins. Það er og verður fordæmisgefandi ef slíkt verður látið óátalið. Í flestum Vestræum lýðræðisríkjum þá hefði lögreglunni verið beitt mun fyrr og mun harkalegri aðferðir hefðu verið viðhafðar víða. Það er svo sem ekki mælkikvarðinn hversu hart á að taka á mönnum heldur hvar liggja mörk skynseminnar. Það virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan á meðan á mótmælunum stóð og það að menn eru farnir að safnast saman fyriri utan hjá embættismönnum verður sennilega ekki til þess að hæft fólk gefi fram til opinberra starfa. Velkomin á nýtt Ísland þar sem að glæpir og harka eru daglegt brauð, mótmæli af ýmsu tagi líka og það þarf að grípa inn í atburðarrásina og draga línuna í sandinn og ég finn til með því fólki sem fór yfir línuna en athöfnum fylgja afleiðingar.
Lifiði heil á Íslandinu góða
Mummi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 09:04
Að standa vörð um stofnanir lýðræðisins er miklvægt verkefni sem nauðsyn er að ævinlega sé framarlega í forgangsröð.
Þetta deiluefni er af þeim toga að spurning vaknar:
Hvort eru þeir að standa vörð um þessar stofnanir sem misnota þær og storka þegnum landsins með því að misbeita valdinu og bregðast á öryggisvaktinni?
Eða eru það þegnarnir sem krefjast þess að óhæf stjórnvöld hverfi af vettvangi, en fá ekki áheyrn og sjá ekki aðrar leiðir en þær sem vissulega eru ekki viðurkenndar?
Nú hefur það komið í ljós í opinberri rannsóknarskýrslu að stjórnsýslan brást á öllum mikilvægustu stöðum og þjóðin verður að borga skaðann.
Sumir eru búnir að borga hann með eigin lífi!
Voru það kyrrlát mótmæli sem dugðu í Rúmeníu til að losna við spillta harðstjórn?
Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 09:54
Ég er algerlega sammála þér Sigurður. Þetta snýst um lýðræðið og virðingu fólks fyrir því. Í fullu og raunsönnu lýðræði eru allar skoðanir leyfðar, líka nasismi. Þó ekki þurfi að fara í grafgötur með hvað skoðun við flest höfum á þeim félagsskap.
Um hvað snúast mótmæli? Jú, hópur fólks er ósáttur við eitthvað og mótmælir framgöngu þess, í þessu tilfelli var fólk ósátt við það sem framfór á Alþingi og mótmælti fyrir utan þinghúsið. Enda lýðræðislegur réttur fólks.
Eitthvað svipað myndu nýnasistar gera væru þeir ósáttir við störf þingsins og vildu sýna það. Við erum öll sammála um að við myndum aldrei líða þeim árás á þinghúsið eða inn í það, enda væru þeir þá komnir langt út fyrir sinn lýðræðislega rétt.
Þegar Skeggi og Guðmundur segja þetta ekki sambærileg dæmi viðurkenna þeir í raun að þeir myndu ekki líða Nasistum árás á Alþingi. Það er verknaðurinn sem slíkur sem gildir ekki pólitískar skoðanir geranda. Þeir sem vilja flokka glæpi eftir pólitík eru komnir út á verulega hálan ís svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 10:14
Guðmundur Júlíusson, átt þú engin sterkari rök ef þú ræðir mál en segja að viðmælandi þinn eigi að skammast sín. Ég mun ekki hafa slík eða sambærileg orð um þig, þú átt fullan rétt á því að hafa skoðanir og ef þú vilt að "sumir"megi brjóta lög og hefðir en "aðrir" ekki, allt eftir skoðunum, ertu vissulega á hálum ís. Þá ertu á sama grunni og bankamennirnir sem töldu sér allt leyfilegt, líka að gefa skít í lög og reglur, einnig að setja alla banka þjóðarinnar á hausinn sem alþýða landsins verður nú að blæða fyrir.
Búsáhaldabyltingin var mjög skiljanleg og flestir létu þar hressilega í sér heyra. En eins og alltaf þegar til sterkra mótmæla kemur, sem borgararnir hafa fullan rétt á, þá læðast ýmiskonar öfgaöfl í kjölfarið og þau öfgaöfl vita oft ekki um hvað málið snýst. Þessir angurgapar sem ruddust með ofbeldi á Alþingi og starfsmenn þess eiga engan rétt á því að teljast til búsáhaldabyltingarinnar, ungir ofbeldisseggir sem vita nákvæmlega ekkert hvað lífsbaráttan er og hve hörð hún oft á tíðum er.
Við verðum að vera samkvæm sjálfum okkur; annaðhvort er óheimilt að ráðast á Alþingi og starfsmenn þess eða ekki. Ef þessum hópi er það leyfilegt og hann kemst upp með það erum við komin út af braut lýðræðis og réttarfars, þá hljóta allir mega gera það sama, þá skiptir ekki máli hvort angurgaparnir kalla sig anarkista, nýnasista, vitleysinga eða ofbeldisseggi sem vilja komast í hasar.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.5.2010 kl. 12:08
Vont ef mat á því hvað er lögbrot fer eftir því hvaða stjórnmálaflokkar eru í ríkisstjórn hverju sinni, eða hvaða málstað afbrotamenn eru að presentera.
Aðsúgur að heimilum útrásarvíkinga kallaði til dæmis ekki á hneykslan alþýðu manna. Varla heldur mótmælastaða við heimili fyrrum menntamálaráðherra. Þegar hins vegar þingmanni Samfylkingarinnar var boðið upp á sömu trakteringar, reis múgur manns upp og hneykslaðist stórum.
Þetta er allt mjög vond uppskrift og vonandi að núverandi málarekstur gegn fyrrum stjórnendum bankanna verði til þess að færa mönnum heim sanninn á því að enginn er hafinn yfir lög.
Flosi Kristjánsson, 13.5.2010 kl. 13:05
Flosi, fyrr í mínu bloggi er lítill póstur með fyrirsögninni "Umsátur um heimili fólks er siðleysi". Þar áður hafði ég krafist þess að Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís segðu af sér þingmennsku vegna siðblindu þegar þau söfnuðu milljarðatugum til að troða sér fram fyrir samherja sína. Ég var ekkert síður hneykslaður á því að heimilisfriði Þorgerðar Katrínar og Guðlaugs Þórs er spillt á sama hátt og heimilisfriði Steinunnar Valdísar. Satt best að segja hélt ég að þú værir sá karakter að geta risið upp yfir smásmugulega flokkadrætti. Ég hef aldrei dregið dul á það að ég er Samfylkingarmaður, en ég krefst sömu siðferðislögmála fyrir skoðanabræður og systur sem aðra.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.5.2010 kl. 14:14
Ég er búinn að búa erlendis síðustu árin og horfið á hrunið allt utan frá og það tók á mig, jafnt andlega sem líkamlega. Ég landinu mínu Íslandi og það hryggir mig og börnin mín að sjá hvernig er komið er fyrir okkur. Þjóð sem hefur allt til alls, allar forsendur til þess að skapa farsæla framtíð þar sem að þegnarnir geta lifað í sátt og samlyndi, sýnt umburðarlyndi, samvinnu og skilning. Í aðdraganda hrunsins fengu ungir sem gamlir fyrirmyndir jafnvel frá stjórnmálamönnum sem að fóru í fylkingarbrjósti við aðfarir á hendur helstu stofnunum lýðveldisins og var það slæmt mál. Það má ekki gleyma því að sú atlaga og framferði sem þar var sýnt gaf slæm fordæmi en það má heldur ekki gleyma því að lýðræðið er ekki bara hjá þeim sem mótmæla og láta illa eins og myndin sem að fjölmiðlar hafa dregið upp. Get ég spurt með réttmættum hætti hvort að þeir sem að hafa ráðist gegnum helstu stofnunum lýðveldisins hafði nauðgað mér? Hvar í hinum Vestræna heimi myndum við sjá alþingismenn út á meðal mótmælenda eða í fylkingarbrjósti. Mér finnst þetta mál ekki súast um pólitík heldur heilbrigða skynsemi og þegar að menn keppast við að hafa dómstólana í gegnum þingsályktunartillögur þá er rétt að spyrja hvar við séum?
Mummi lýðveldissinni
Mummi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 16:35
Rétt og rangt getur aldrei verið tækifærissinnað.
Málið er komið á dómsstig - og valdið er þrískipt, löggjafarvald, framkvæmdavald, dómsvald.
Það eina sem þolendur þessarar atburðarrásar verða að gera - er að sýna dómnum og dómurum hina mestu kurteisi og virðingu.
Sé það ekki gert - versnar bara staða viðkomandi - hafi hann brotið lög í ógáti - í hita leiksins.
Að sýna þá iðrun og kurteisi - er jafn mikilvægt í smáum málum sem stórum. Það er engin önnur leið fær - úr því sem komið er.
Kristinn Pétursson, 13.5.2010 kl. 21:09
Sæll Sigurður Grétar. það er alltaf gott að búa til dæmi og reyna þannig að sjá málin frá öðru sjónarhorni.
Búum til annað dæmi:
Hvað ef nýnasistar hefðu verið kosnir á þing og væru þar að vinna að því að rústa samfélaginu. Hvað ef nú dóttir þín og dóttir mín og sjö önnur reið ungmenni, sem hefðu af því verulegar áhyggjur að allt væri að fara fjandans til og að Alþingi sæti algjörlega sofandi að horfa á samfélagið hrynja, ef þessi ungmenni höfðu haldið uppá þingpalla (með látum og offorsi og hrint einum þingverði) og látið þá skoðun sína í ljós að þingmenn skyldu "drulla sér út" ?
Myndi þér finnast hæfilegt að dæma þær í 1 árs fangelsi hið minnsta og allt að átta ár?
Einar Karl, 13.5.2010 kl. 22:12
Athugum það að í Þýsku stjórnarskránni sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina var einmitt gert ráð fyrir því að fólkið (borgararnir) hefðu bæði rétt og skyldur til þess að verja lýðræðið fyrir svona fýrum eins og sátu á alþingi á þessum tíma. í 2. kafla 20. gr 4.mgr. Þýsku stjórnarskrárinnar segir 1. mgr. segir Sambandslýðveldið Þýskaland er lýðræðislegt og félagslegt samband og í 4. mgr.
(4) Séu önnur ráð ekki fyrir hendi hafa allir Þjóðverjar rétt til þess að veita andspyrnu hverjum þeim sem hyggst kollvarpa þessari skipan.
Vær ekki ráð að við settum svona ákvæði í stjórnarskrá okkar til þess að verja þá sem vilja verja lýðræðið!
Hj. (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:54
Einar Karl, réttur eða frekar réttleysi þegnanna til innrásar á Alþingi breytist ekki eftir því hverjir hafa þar setu. Þjóðin kýs þingmennina, sem sitja í umboði hennar, hvort sem þeir heita nasistar eða eitthvað annað. Hvert sækja unglingarnir umboð sitt til að ráðast inn á þingið til að breyta því með handafli sem þjóðin ákvað í frjálsum kosningum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2010 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.