Heill og sæll Björn Valur
Og þakka þér fyrir að svara mér svo fljótt og með skilmerkilegum hætti.
Ég hef lesið tillögu þína, greinargerðina og það sem þú birtir á heimasíðu þinni.
Eftir að hafa kynnt mér þinn málflutning þá er ég hundrað prósent viss um að ég er ekki að misskilja neitt.
Ég tel það dapurlegt að þingmaður, maður sem situr á hinu háa Alþingi, skuli vera tilbúinn til að mæla því bót að gerð sé innrás á Alþingi, störf Alþingis trufluð og starfsmenn þingsins slasaðir.
Á heimasíðu þinni dregurðu nokkuð í land og viðurkennir að ekki sé hægt að láta uppvöðslulýð slasa starfsmenn Alþingis, minna má það tæplega vera. En þú vilt fría uppvöðsluseggina við húsbroti og öðrum brotum, það finnst mér með ólíkindum.
Ég hef sagt á mínu bloggi að búsáhaldabyltingin átti fullan rétt á sér og er þér sammála um að það var engin furða þó almenningur yrði yfir sig reiður og sár vegna hrunsins sem er auðvitað fyrst og fremst fjármála- og bankaafbrotamönnum að kenna en einnig FME og Seðlabanka en grundvöllinn lögðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur. Ég ætla hins vegar engan veginn að sýkna minn eigin flokk, Samfylkinguna, þátttaka hennar í Ríkisstjórn Geirs Haarde (lélegasta forsætisráðherra sem Ísland hefur nokkurn tíma haft) var meira en dapurleg. En því miður; við tókum flest þátta í dansinum í kringum gullkálfinn og höfðum trú á tortúlalubbunum sem nú blessunarlega verða að svara til saka.
En eitt er víst. Þegar almenningur rís upp og mótmælir ranglæti stjórnvalda og stofnana með skipulögðum og yfirveguðum hætti þá safnast að alskyns lýður að sem veit ekkert um hvað málið snýst; nú er komið tækifæri til að fá alvöruhasar. Við sáum í Sjónvarpinu hvernig ýmsir lubbar réðust að lögreglunni, oftast grímuklæddir, ég man eftir einum sem reyndi með klaufhamri að brjóta glugga í Stjórnarráðinu, ég man eftir því þegar bullurnar réðust inn á Hótel Borg á gamlársdag. Ég man líka eftir því þegar yfirvegaðir mótmælendur slógu skjaldborg um lögregluna fyrir framan Stjórnarráðið.
Ég leyfi mér að spyrja þig Björn Valur; hefur þú ekki þá yfirsýn að geta greint á milli þeirra sem mótmæltu hruninu, þjófnaðinum mikla sem brann á hverjum og einum og ruslaralýð sem safnast að heiðarlegum mótmælendum sem tala kröftuglega og hafa hátt. Ertu virkilega tilbúinn að slá skjaldborg um hvað vitleysingahóp sem hafði sig í frammi með ofbeldi?
Þú rekur söguna, segir frá gömlum guðlastdómum og berð þetta saman við óeirðirnar við Austurvöll 30. mars 1949. Ég er nú svo miklu eldri en þú og man þess vegna glöggt eftir því sem gerðist 30. mars 1949. Þá réðst ekki nokkur maður inn á Alþingi. Ólafur Thors, Stefán Jóhann Stefánsson og Eysteinn Jónsson létu dreifa flugriti um allan bæ og skoruðu á fólk að koma á Austurvöll og sýna þar með að Alþingi ætti að hafa starfsfrið. Hins vegar var Alþingishúsið fullt að utanaðkomandi "hvítliðum" en Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafði kallað Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna til starfa og þjálfað þá á laun til að berja á fólki. Þegar merki var gefið þustu þeir út og hófu barsmíðar á öllum sem á vegi þeirra varð og lögreglan byrjaði gasárás.
Þú lítilsvirðir allt það fólk sem þarna kom, og sumir hlutu síðar þunga dóma, með því að bera þá einstaklinga saman við bullurnar sem réðust inn á Alþingi með ofbeldi og sitja nú undir ákærum sem þú vilt að Alþingi skipti sér af, ráðist inn á vettvang dómsvaldsins.
Ég er handviss um að þessar bullur, sem þú vilt nú gerast verjandi fyrir með því að Alþingi fari að skipta sér að störfum dómsvaldsins, eiga ekkert skylt við þær þúsundir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni, þessar bullur vissu ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað málið snérist, óreyndir unglingar sem vita ekkert hvað lífsbaráttan er, en voru komnir á vettvang til að fá "verulega skemmtilegan hasar"
Ég ætlast til að þingmenn hafi þann þroska til að skilja sauðina frá höfrunum og viðurkenni ekki hvaða framferði sem er af því það er undir formerkjum heiðarlegra mótmæla. Af því þú minnist á Þórberg Þórðarson í þinni greinargerð þá vil ég vísa til hans líka. Ég var að enda við að lesa seinni bók Péturs Gunnarssonar um ÞÞ. Þar kemur þessi mannlegi breyskleiki svo greinilega fram að viðurkenna allt svo fremi það sé undir ákveðnum formerkjum. Þórbergur afsakaði allt sem gerðist í Sovétríkjunum, Gúlagið var áróður, réttahöldin miklu fyrir stríð og aftökurnar áttu fullan rétt á sér, innrásirnar í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu réttlætanlegar.
Á sama hátt er mörgum farið. Þeir viðurkenna rétt almennings til að mótmæla á kröftuglegan hátt óréttlætinu sem því er sýnt. En eins og Þórbergi er þér og fleirum ómögulegt að greina á milli hvað eru heiðaleg og réttsýn mótmæli, þið viðurkennið allt sem gert er undir merkjum þessarar hreyfingar, búsáhaldabyltingarinnar, og reynið ekki að greina atburðina.
Ég segi á mbl. blogginu að ef þú telur að þessi hópur, sem nú má sæta ákærum saksóknara, eigi skilið að fá að fara fram óáreittir þá ertu að segja að ef Nýnasistar eða Vítisenglar ráðast inn á Alþingi þá munir þú bregða fyrir þá skildi og vernda þá fyrir ásókn dómsvaldsins.
Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögunum?
Og þakka þér fyrir að svara mér svo fljótt og með skilmerkilegum hætti.
Ég hef lesið tillögu þína, greinargerðina og það sem þú birtir á heimasíðu þinni.
Eftir að hafa kynnt mér þinn málflutning þá er ég hundrað prósent viss um að ég er ekki að misskilja neitt.
Ég tel það dapurlegt að þingmaður, maður sem situr á hinu háa Alþingi, skuli vera tilbúinn til að mæla því bót að gerð sé innrás á Alþingi, störf Alþingis trufluð og starfsmenn þingsins slasaðir.
Á heimasíðu þinni dregurðu nokkuð í land og viðurkennir að ekki sé hægt að láta uppvöðslulýð slasa starfsmenn Alþingis, minna má það tæplega vera. En þú vilt fría uppvöðsluseggina við húsbroti og öðrum brotum, það finnst mér með ólíkindum.
Ég hef sagt á mínu bloggi að búsáhaldabyltingin átti fullan rétt á sér og er þér sammála um að það var engin furða þó almenningur yrði yfir sig reiður og sár vegna hrunsins sem er auðvitað fyrst og fremst fjármála- og bankaafbrotamönnum að kenna en einnig FME og Seðlabanka en grundvöllinn lögðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur. Ég ætla hins vegar engan veginn að sýkna minn eigin flokk, Samfylkinguna, þátttaka hennar í Ríkisstjórn Geirs Haarde (lélegasta forsætisráðherra sem Ísland hefur nokkurn tíma haft) var meira en dapurleg. En því miður; við tókum flest þátta í dansinum í kringum gullkálfinn og höfðum trú á tortúlalubbunum sem nú blessunarlega verða að svara til saka.
En eitt er víst. Þegar almenningur rís upp og mótmælir ranglæti stjórnvalda og stofnana með skipulögðum og yfirveguðum hætti þá safnast að alskyns lýður að sem veit ekkert um hvað málið snýst; nú er komið tækifæri til að fá alvöruhasar. Við sáum í Sjónvarpinu hvernig ýmsir lubbar réðust að lögreglunni, oftast grímuklæddir, ég man eftir einum sem reyndi með klaufhamri að brjóta glugga í Stjórnarráðinu, ég man eftir því þegar bullurnar réðust inn á Hótel Borg á gamlársdag. Ég man líka eftir því þegar yfirvegaðir mótmælendur slógu skjaldborg um lögregluna fyrir framan Stjórnarráðið.
Ég leyfi mér að spyrja þig Björn Valur; hefur þú ekki þá yfirsýn að geta greint á milli þeirra sem mótmæltu hruninu, þjófnaðinum mikla sem brann á hverjum og einum og ruslaralýð sem safnast að heiðarlegum mótmælendum sem tala kröftuglega og hafa hátt. Ertu virkilega tilbúinn að slá skjaldborg um hvað vitleysingahóp sem hafði sig í frammi með ofbeldi?
Þú rekur söguna, segir frá gömlum guðlastdómum og berð þetta saman við óeirðirnar við Austurvöll 30. mars 1949. Ég er nú svo miklu eldri en þú og man þess vegna glöggt eftir því sem gerðist 30. mars 1949. Þá réðst ekki nokkur maður inn á Alþingi. Ólafur Thors, Stefán Jóhann Stefánsson og Eysteinn Jónsson létu dreifa flugriti um allan bæ og skoruðu á fólk að koma á Austurvöll og sýna þar með að Alþingi ætti að hafa starfsfrið. Hins vegar var Alþingishúsið fullt að utanaðkomandi "hvítliðum" en Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafði kallað Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna til starfa og þjálfað þá á laun til að berja á fólki. Þegar merki var gefið þustu þeir út og hófu barsmíðar á öllum sem á vegi þeirra varð og lögreglan byrjaði gasárás.
Þú lítilsvirðir allt það fólk sem þarna kom, og sumir hlutu síðar þunga dóma, með því að bera þá einstaklinga saman við bullurnar sem réðust inn á Alþingi með ofbeldi og sitja nú undir ákærum sem þú vilt að Alþingi skipti sér af, ráðist inn á vettvang dómsvaldsins.
Ég er handviss um að þessar bullur, sem þú vilt nú gerast verjandi fyrir með því að Alþingi fari að skipta sér að störfum dómsvaldsins, eiga ekkert skylt við þær þúsundir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni, þessar bullur vissu ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað málið snérist, óreyndir unglingar sem vita ekkert hvað lífsbaráttan er, en voru komnir á vettvang til að fá "verulega skemmtilegan hasar"
Ég ætlast til að þingmenn hafi þann þroska til að skilja sauðina frá höfrunum og viðurkenni ekki hvaða framferði sem er af því það er undir formerkjum heiðarlegra mótmæla. Af því þú minnist á Þórberg Þórðarson í þinni greinargerð þá vil ég vísa til hans líka. Ég var að enda við að lesa seinni bók Péturs Gunnarssonar um ÞÞ. Þar kemur þessi mannlegi breyskleiki svo greinilega fram að viðurkenna allt svo fremi það sé undir ákveðnum formerkjum. Þórbergur afsakaði allt sem gerðist í Sovétríkjunum, Gúlagið var áróður, réttahöldin miklu fyrir stríð og aftökurnar áttu fullan rétt á sér, innrásirnar í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu réttlætanlegar.
Á sama hátt er mörgum farið. Þeir viðurkenna rétt almennings til að mótmæla á kröftuglegan hátt óréttlætinu sem því er sýnt. En eins og Þórbergi er þér og fleirum ómögulegt að greina á milli hvað eru heiðaleg og réttsýn mótmæli, þið viðurkennið allt sem gert er undir merkjum þessarar hreyfingar, búsáhaldabyltingarinnar, og reynið ekki að greina atburðina.
Ég segi á mbl. blogginu að ef þú telur að þessi hópur, sem nú má sæta ákærum saksóknara, eigi skilið að fá að fara fram óáreittir þá ertu að segja að ef Nýnasistar eða Vítisenglar ráðast inn á Alþingi þá munir þú bregða fyrir þá skildi og vernda þá fyrir ásókn dómsvaldsins.
Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögunum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Löggæsla, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.