18.5.2010 | 17:34
Má ekki bjóða þér drullu úr dós?
Ekki veit ég hver fyrstur fann upp það þjóðráð að setja upp heitan pott, var það ekki Snorri Sturluson eða Guðrún Ósvífurdóttir? Heitir pottar urðu til í Kanada, Noregi og líklega í Sviss. Fyrstu heitu pottarnir í þessum löndum fylgdu vetraríþróttum og snjó. Sá galli fylgdi að þetta var dýr lúxus, vatnið varða að hita upp með rafmagni eða viði og þess vegna kom ekki til greina að kasta vatninu eftir hverja pottferð. En þá var hætta á hverskyns sýkingum og lausnin varð sú að setja í hvern pott dælu sem dældi vatninu í gegnum hreinsibúnað eins og gert er í sundlaugum. Þetta var ekki nóg frekar en í sundlaugunum, það þurfti klór í vatnið ásamt ýmsu öðru gumsi svo það er ekki fjarri sem einn góður maður sagði "það kostar mikla peninga að eiga og reka pott, það þarf að kaupa mikið af drullu í dósum". Þess vegna urðu heitir pottar í fyrrnefndum löndum og grannríkjum aldrei almenningseign, það voru aðeins þeir efnameiri sem eignuðust lúxusinn og þá helst þeir sem áttu fjallahús og stunduðu vetraríþróttir.
En svo uppgötvuðu menn að til var land sem hvorki þurfti að borga fyrir rafmagn eða drullu í dósum eða dýran hreinsibúnað. Það var landið þar sem heitt vatn spratt upp úr jörðinni, nær allir hituðu hús sín með heitu jarðvatni, sendu síðan vatnið undir bílastæðið til að halda því snjó- og hálkulausu.
Þetta land er í miðju Norður-Atlantshafi og heitir ÍSLAND.
Í þessu landi varð heiti potturinn almenningseign, stofnkostnaður lágur og reksturinn einnig, kostaði kannski 50 - 60 krónur hver áfylling, Síðan var vatnið látið renna sína leið og fyllt á aftur við næstu pottferð, enginn hreinsibúnaður, engin drulla úr dósum.
Þetta er ófögnuðurinn sem fylgir rafhituðum pottum.
Tveir íslenskir framleiðendur bjuggu til heita potta, svokallaðar skeljar og eru þær mjög víða við íslensk hús. En þessir tveir framleiðendur voru ákaflega lélegir sölumenn og markaðsfræði var þeim lokuð bók, nokkuð sem hefur verið mjög algengt fyrirbæri hér á landi um langan aldur.
Og það var ekki að sökum að spyrja; innflytjendur og seljendur lagnaefnis í hita og neysluvatnskerfi gripu gæsina. Þeir byrjuðu allir að flytja inn rafhitaða heita potta sem nær engin þörf var fyrir hér á landi nema í undantekningartilfellum, aðeins á þeim fáu stöðum sem ekki er kostur á jarðhitavatni. Hver um annan þveran fylltu þeir verslanir sínar af innfluttum rafhituðum pottum sem voru rándýrir, en þetta var að vísu á þeim tímum sem Ísland sigldi inn í þá hátimbruðu höll að verða mesta fjármálveldi heimsins. Og lagnasalar græddu morð fjár á trúgirni og snobbi landans.
Nú var ekki nógu fínt að sitja í skeljum frá Trefjum eða X-Norm sem í var aðeins hreint íslenskt vatn úr iðrum jarðar. Nú vildu allir vera ekki vera minna en "upper middle class" og ekki missa af unaði klórvatnsins.
Já, það er dapurlegt hvernig íslenskir lagnasalar og fleiri lukkuriddarar hafa leikið þessa þjóð. Sannfært hana um að hún verði að sitja í vatni sem er blandað drullu úr dósum og ég spyr að lokum:
Ætlar landinn að halda áfram að láta óprúttnar lagnaverslanir og lukkuriddara hafa sig að fífli?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Höfum við ekki alltaf gert það? Er nokkur ástæða til þess að hætta að vera fífl?
Hamarinn, 18.5.2010 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.