29.5.2010 | 10:26
Mun sjónvarsumræðan einhverju breyta?
Foringjar framboðanna í Reykjavík fengu mikinn tíma hjá Sjónvarpinu í gær til að láta ljós sitt skína. Ég verð að hrósa Sjónvarpinu fyrir það að láta alla foringja framboða í Reykjavík koma til umræðunnar. Þannig stóð Stö2 ekki að máli, hjá þeim fengu aðeins þeir, sem spáð er að ná fulltrúa í Borgarstjórn, að koma en hinir voru útilokaðir. Vægast sagt mjög ólýðræðisleg gjörð.
En má ætla að þessari umræða í gærkvöldi í Sjónvarpinu breyti einhverju um niðurstöður kosninganna? Líklega hefur ekki stór hópur horftekki á þennan umræðuþátt, sérstaklega held ég að það eigi við yngra fólk og það er eflaust hagstætt Jóni Gnarr og Besta flokknum.
Það er freistandi að gefa umsögn um hvernig foringjarnir stóðu sig í umræðunni. Hanna Birna er mjög frambærilegur stjórnmálamaður og ekki kæmi mér á óvart ef Sjálfstæðisflokknum tekst að endurheimta traust að hún verði innan fárra ára orðin foringi flokksins. Hjá Hönnu Birnu fer tvennt saman sem fáir stjórnmálmenn hafa til brunns að bera; hún er bæði mælsk og rökföst. Ef Sjálfstæðisflokknum tekst að halda nokkru fylgi er það ekki vafi að það er borgarstjóranum núverandi að þakka, mér sýnist ekki að það lið sem hún hefur með sér geri mikla lukku.
Dagur B. Eggertsson komst vel frá umræðunni og honum tókst að skýra stefnu Samfylkingarinnar í borginni, en flokkurinn leggur höfuðáherslu á atvinnumál. Það liggur í augum uppi að atvinna, að fólk hafi atvinnu, að til séu fyrirtæki með góðu starfsliði sem skapa verðmæti, er undirstaða alls þess sem gera skal og gera verður því þar liggur grunnurinn að tekjum borgarinnar og allra sveitarfélaga. Ég þurfti nokkurn tím til að átta mig á þessari stefnu; hvernig kjörnir fulltrúar í borgarstjórn geta haft afgerandi áhrif á aukningu atvinnu en Degi tókst ágætlega að skýra það.
Þessir tveir foringjar stóðu sig áberandi best í gær en auk þeirra við ég nefna Baldvin foringja Reykjavíkurlistans. Baldvin komst ekki mikið að en hann benti rækilega á "sárið" í borginni, Reykjavíkurflugvöll. Það er sérstakt að það skuli jafnvel vera meirihluti fyrir því í Reykjavík að flugvöllurinn verði festur í sessi um ókomin ár. Baldvini tókst að benda á fjárhagslega þýðingu þess að flugvöllurinn fari sem fyrst, þar sé vissulega mikill og góður grundvöllur fyrir bættum fjárhag borgarinnar, jafnvel strax og ákvörðun er tekin um að flugvöllurinn fari.
Helga frá Frjálslyndum komst nokkuð vel frá umræðunni þó hún hefði sig ekki mikið í frammi.
En síðan fór að halla undan fæti. Vinstri grænir eru stöðugt að verða einkennilegra fyrirbrigði í íslenskri pólitík. Hins vegar þekki ég vel þennan óm sem kom fram hjá Sóleyju Tómásdóttur frá árum mínum í Alþýðubandlaginu. Löngum var ég þar litinn illu auga frá "vinstri deildinni" sem leit hornauga alla þá sem ekki voru opinberir starfsmenn eða háskólafólk. Þeir sem ráku eigin fyrirtæki voru álitnir kapítalistar af "últraliðinu" og þar gyllti umfram allt að vera nógu "harður" og berja á allt og öllu sem ekki samrýmdist þeirra últra skoðunum. Sóley féll rækilega í þann fúla pytt í gær. Tuggði stöðugt um umönnunarstéttir, svo mikilvægar sem þær eru, en gaf ekkert upp um baráttu fyrir aukinni atvinnu og útrýmingu atvinnuleysis. Ég endurtek enn að án þess að lagður sé grunnur verður ekkert hús byggt. Ég man vinstra liðið í Alþýðubandalaginu sem ætíð hafði allt að því fyrirlitningu á grunninum en vildi endilega byggja hátimbraðar hallir og byrja helst á efstu hæð og turninum!
Og hvað með Gnarr og hans flokk, Besta flokkinn. Jóni tókst ekki einu sinni að vera skemmtilegur, margtuggði um hvítflibbafangelsi á í Arnarholti fyrir útlendinga, uppskar smá hlátur þegar hann sagði að "hann hefði aldrei flutt flugvöll". Ég býst við að Besti flokkurinn fái talsvert af atkvæðum en ef almennt hefur verið horft á umræðuna þá getur tæplega verið að fylgi flokksins hafi haldist uppi, þvílíkur fíflagangur.
Þá er sögu Framsóknarflokksins lokið að sinni í Borgarstjórn Reykjavíkur. Einar Skúlason var mjög lélegur í umræðunni og reyndi stöðugt að tyggja um hina miklu "endurnýjun" Framsóknarflokksins. Hvað á hann við. Sigmund Davíð formann? Ef hann er endurnýjunin þá byggist hún á því að fara aftur til fortíðar, ef tekið er mið af SD á Alþingi þá hefur þessi nýi foringi fært alla umræðu þar aftur til þeirra tíma fyrir áratugum sem orðhengilsháttur og þras þótti helsti aðall málafylgjumanna .
Og þá er aðeins eftir eitt furðulegasta fyrirbærið í borgarstjórnarpólitíkinni, Ólafur Magnússon. Mottóið í hans rökhyggju, bæði þegar hann fékk orðið eða gjammaði stöðugt fram í hjá þeim sem orðið höfðu, var "ég, um mig, frá mér, til mín". Satt best að segja fannst mér framganga Ólafs vera dapurleg og það er kominn tími til að hann fái endanlega lausn frá borgarmálum í Reykjavík. allavega lausn frá því að verakjörin fulltrúi. Það var ekki uppbyggjandi að sjá fyrir sér mann með Messíasar komplex á háu stigi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hjá Hönnu Birnu fer tvennt saman sem fáir stjórnmálmenn hafa til brunns að bera; hún er bæði mælsk og rökföst ".
Ertu ekki að grínast, konan virkar á barmi taugaáfalls í hvert skipti sem hún opnar munninn og titrandi tjáir sig. Nálgun Gnarr dró aðeins enn skýrar fram hversu fastir dindlar fjórflokkanna eru fastir í djúpum skotgröfum sem þeir munu aldrei ná að skríða upp úr, óbærilegt að hlusta á margtuggða frasana og loðmullulegar klisjurnar sem ullu upp úr þeim í umræðunum, fólk er komið með ofnæmi fyrir morfíslegu og gagnslausu þrefi og puttabendingum...þótt fyrr hefði verið. Vonadi bara að Besti flokkurinn nái hreinum meirihluta, gerir útspúlun spillingaraflanna úr Ráðhúsinu einfaldari í framkvæmd, borgin mun einungis fúnkera betur þegar afæturnar eiga ekki lengur frítt spil og Gnarr og hans góða fólk mun örugglega eiga gott og farsælt samstarf með reynsluríku starfsfólki borgarinnar...þótt vissulega þurfi að hreinsa aðeins til þar líka og losa borgina við embættismenn sem tendir eru spillingarpittinum.
SeeingRed, 29.5.2010 kl. 13:27
Mér fannst Jón Gnarr langbestur í þessum umræðum og sýndi rækilega fram á hvers vegna fjórflokkurinn þarf ALLUR að fara í frí frá borgarstjórn á meðan hann framkvæmir innri meindýrahreinsun.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:46
Ég er sammála því að Sjónvarpið eigi hrós skilið fyrir að hleypa öllum að borðinu. Framkoma Stöðvar 2 að forvelja viðmælendur er lákúran uppmáluð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 14:29
Nánast sammála hverju orði í þessari úttekt, Sigurður. Enginn þarna kemst með tærnar þar sem Hanna Birna hefur hælana. Umfram þá kosti hennar sem þú nefndir á hún greinilega gott með að vinna með fólki úr öðrum flokkum, samanber góða samvinna hennar og Svandísar Svavarsdóttur. En með innkomu Sóleyjar Tómasdóttur virðist eitthvað slíkt ekki lengur inni í myndinni. Ég efast um að hún geti yfirhöfuð unnið vandræðalaust með nokkrum manni. Ekki undarlegt þó fylgið hafi hrunið af vinstri grænum þarna í borginni.
Þórir Kjartansson, 29.5.2010 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.