Ég get ekki þagað

Óvopnaðir friðarsinnar á skipi með farm af nauðsynlegust hjálpargögnum nálgast Gasatrönd og ætlar að láta reyna á það hvort mögulegt verði að koma nauðsynlegust matvælum og lyfjum í land.

Ísraelar sega ekki nei, þeir segja ekkert. Þeir senda hersveit af stað í þyrlum sem ryðjast niður á þilfar hjálparskipsins. 

Þar eru 19 friðarsinnar myrtir með köldu blóði, aðrir á þriðja tug særðir og skipið hertekið.

Hafi nokkurn tíma verið til ríki á síðari árum sem tekið hefur upp viðbjóðslega starfshætti nasismans, sem drap fjölmarga Gyðinga auk fjölda annarra af öðrum kynþáttum, svo sem sígauna og slava, þá er það Ísraelsríki.

Hve lengi ætla þjóðveldi heims að láta þetta ofbeldisríki komast upp með sínar illgjörðir.

Munu Bandaríkjamenn og Vestræn ríki endalaust skríða fyrir þessum ofbeldismönnum og barnamorðingjum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir sem dirfast að gagnrýna ríkið útvalda er miskunnarlaust kastað út af bloggi Moggans. Vona sannarlegaað þú lendir ekki í því.

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 16:12

2 identicon

Alltaf eru tvær hliðar á flestum hroðaverkum. Reyndar er ég búinn að sjá myndbönd , á netinu, þar sem þessir mótmælendur voru ekkert óvopnaðir, með hnífa , járnstengur og skotvopn, sem þeir beittu gegn hermönnum Ísraels og það á tyrknesku skipi. Held að Tyrkum væri nær, að laga til heima hjá sér, gefa Armenum í Tyrklandi frelsi og viðurkenna fyrir heiminum,  þau fjöldamorð og hroðaverk, sem þeir hafa staðið fyrir, gegn þessum minnihluta.

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist vera þegjandi samkomulag hins vestræna heims að aðhafast ekki neitt í yfirgangi Ísraela. Nokkrar þjóðir taka höfuðið upp úr sandinum andartak, horfa á fórnarlömb Guðs útvaldra með samúð í augum, hósta tvisvar til þrisvar og stynga höfðinu hið snarasta aftur í sandinn uns þeir fá tækifæri til að virkja aftur grevisamúðina eitt augnablik.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er engin skortur á dyggum stuðningmönnum við voðverkum Ísraelsmanna eins og Friðjóni. Hvað féllu margir ísraelskir hermenn, hann hlýtur að vera upplýstur um það.

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 18:17

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Hér má sjá óvopnaða friðarsinna ráðast á sjóliða.

Rauða Ljónið, 31.5.2010 kl. 21:02

6 identicon

Hvernig skilgreinir þú "óvopnaður".

Myndbönd sýna "friðarsinnana" nota eldsprengjur, blossasprengjur, eggvopn og barefli til árása á uppgöngusveit ísraelska flotans (sem sannarlega er jafn stætt á að taka skip á leið á átakasvæði þar sem Ísraelar eiga hlut á máli og LHG er að taka smyglskútur úti á rúmsjó).  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 03:13

7 identicon

Þið greinilega vitið lítið um Ísrael og hvernig það er að búa þarna,ekki láta gabbast af áróðri araba sem þrá ekkert meir en að afmá Ísraelsþjóð af yfirborði Jarðar,og mata okkur á röngum fréttum.sorglegt er líka að segja frá því að Gyðingahatur í mælist í Evrópu í dag sums staðar jafn mikið ef ekki meira en fyrir seinni heimstyrjöld,ekki taka þátt í því,

Jóhann Kristján Valdórsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 04:30

8 identicon

Það er nú ansi áhugavert hversu mikil eyðilegging og ofbeldi virðist alltaf fylgja þessum "óvopnuðu friðarsinnum", t.d. "friðsamlegu" mótmælin í Malmö og Kaupmannahöfn undanfarin tvö ár þar sem heilu hverfin hafa litið út eins og á stríðssvæðum eftir að lögreglan dirfist að "ögra friðsömum mótmælendum".

Gulli (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 06:32

9 identicon

Þú ættir að kynna þér betur um þessa "óvopnuðu friðarsinna". Þvílíkt andskotans bull,, ekki blekkjast með því að trúa þessu rugli frá þessum aröbum. Það eru fleiri myndbönd af þessu atviki sem sýna aðrar hliðar..skoðaðu það.

Gestur (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 09:00

10 identicon

Ekki er þetta sérlega stabílt hugarfar á bak við þennan pistil hjá þér.

 Reyndar merkilegt hvernig forðast hefur verið að sýna hvernig "friðarsinnarnir" tóku á móti þessum ísraelsku mönnum.

Það hefði líklega verið skynsamlegra að taka á móti "friðarsinnunum" þegar komið var inn í landhelgi, en að staðhæfa að þeir hafi aðeins haft með sér lyf og matvæli!

 Af hverju fóru þeir þá ekki bara sömu leið og allar hinar hjálparstofnanirnar?

Ég bara spyr, því ég er mjög, mjög, mjög fegin að þessir fanatísku brjálæðingar búa langt frá Íslandi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 10:01

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://www.youtube.com/watch?v=b3L7OV414Kk

Hryðjuverkamennirnir þakka ykkur örugglega fyrir stuðninginn síðar, þegar búið er að mata í ykkur fréttirnar.

Sjá: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1062395/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 10:44

12 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þið hér að framan sem með ykkar athugasemdum takið eindregna afstöðu með fasistunum Ísrael eruð á nákvæmlegu sömu braut og þeir sem sáu aldrei neitt athugavert við Hitler, Stalín eða Maó og þeirra glæpi gegn mannkyni. Satt best að segja finnst mér það ógnvekjandi að til skuli vera einstaklingar á Íslandi sem telja að Gettóið í Gasa sé hið besta mál, það sama sögðu margir um Gettóið í Varsjá í síðari heimstyrjöld. Þeir er reyndar enn til sem staðhæfa að útrýmingarbúðir Nasista og gasklefarnir hafi ekki verið til, þið sem verjið barnamorðingjana í Ísrael eruð á nákvæmlega sama báti. Þið skuluð ekki reyna að nefna Gyðingahatur þó bent sé á nasistaíska stjórnarhætti Ísraelsmanna. Ísraelsríki er skelfilegur blettur á öllum mannréttindum og á ekkert skylt við kynþátt Gyðinga sem eru borgarar í flestum löndum heims.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 12:57

13 identicon

Þú gleymir því auðvitað Sigurður Grétar að akkúrat þessir menn sem þú telur upp beittu nákvæmlega sömu "rökum" og þú, gyðingarnir áttu sér aldrei neitt til málsbótar, allt illt var allt þeim að kenna og þeir voru alltaf fullkomlega ábyrgir fyrir öllu slæmu sem gerðist, hvort sem ráðist var á þá eða þeir réðust á aðra.

Það hlýtur að vera voðalega þægilegt þegar heimurinn er svona svarthvítur.

Gulli (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 16:17

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta var sjórán og ekkert annað, í sama stíl og sómalskir sjóræningjar ræna skipum og áhöfn.. Þeir sem ekki sjá það eru staurblindir heilaþvegnir sauðir sem fyglja Forystunni hugsunarlaust.. virkilega nytsamir sakleysingjar í baráttu síonista fyrir því að hafa palestínu lausa við palestínumenn... en annars er það magnað hversu margir hægrimenn.. já nær eingöngu hægrimenn taka málstað morðingjanna .

Óskar Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 17:33

15 identicon

Óskar, þeir sem styðja hryðjuverkamenn, raðnauðgara og fjöldamorðingja (venjulega vinstri menn) eru auðvitað með hinn eina sanna sannleik sín megin (svona svo maður noti orðaval í stíl við þitt eigið)?

Ekki halda að ég sé að verja eitt eða neitt - ég er einfaldlega að benda á það augljósa, það eru tvær hliðar á málinu þó þegar kemur að Ísrael virðist alltaf sem bara önnur hliðin megi koma fram og stundum er sú hlið ekki alveg sannleikanum samkvæm.

Gulli (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:37

16 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Gulli, voru þeir sem voru um borð í skipunum með hjálpargögnin hryðjuverkamenn, raðnauðgarar og fjöldamorðingjar. Margir hafa verið yfirgengilega hliðhollir Ísraelum eins og alltaf en ég held, sem betur fer, að engir séu jafn ofstækisfullir og þú að stimpla alla þá sem þarna voru á hjálparskipunum sem slíka.

Það eru ekki nærri því alltaf tvær hliðar á málum. Þeir sem sultu í hel eða voru drepnir í Gúlagi Stalíns höfðu ekkert til saka unnið, þar voru engar tvær hliðar á máli. Þeir sem Hitler lét hungurfalla eða kafna í gasi í útrýmingarbúðum áttu sé enga talsmenn og höfðu ekkert sér til saka unnið. Fangarnir sem Bush lét dúsa árum saman í fangabúðunum í Gvantanamo (og Obama lætur enn viðgangast), vissi nokkur eða veit nokkur enn hvort þeir höfðu eitthvað til saka unnið? Hver var glæpur smábarnanna sem hermenn Ísraels myrtu í innrás sinni á Gasa? Hverjir voru hryðjuverkamennirnir þar, hverjir voru nauðgararnir og fjöldamorðingjarnir?

Það voru einkennisklæddir Ísraelskir hermenn. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 21:02

17 identicon

Sigurður Grétar - ofstækið er svo mikið í þér að þú virðist ekki geta lesið það sem ég skrifaði, ég er ekki að verja Ísraelsmenn á nokkurn hátt og það að kalla Palestínumenn og fólk af þessu svæði hryðjuverkamenn var (eins og ég tók fram) einungis til að nota sams konar orðaval og Óskar notaði um Ísraelsmenn.

Drápin í Gúlagi Stalíns höfðu tvær hliðar, hvort við samþykkjum hlið Stalíns og félaga sem réttmæta eður ei er hins vegar allt annað mál. Það eru ALLTAF amk tvær hliðar á ÖLLUM málum, hvort "hin" hliðin réttlætir það sem gert var getur maður ekki dæmt um fyrr en maður fær að heyra hana. Sumir eru hins vegar alltaf tilbúnir að dæma þegar "þeirra" hlið hefur komið fram og vilja sjá blóð renna áður en "hin" hliðin fær að segja sitt.

Mundu eftir Lúkasi!

Gulli (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband