23.7.2010 | 09:21
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Ég er vissulega einn af þeim sem hef verið gáttaður á því að slökkviliðsmenn hafi verið án samnings í heilt ár og hef talið að þarna væri á ferðinni einhver óbilgirni samninganefndar sveitarfélaga, við slökkviliðsmenn hefði átt að vera búið að semja fyrir löngu.
En nú er ég farinn að efast um að þarna valdi einungis óbilgirni samninganefndarinnar og sveitarfélaganna.
Ástæðan er sú að samninganefnd slökkviliðsmanna, eða talsmaður þeirra, hefur alltaf farið undan á flæmingi þegar spurt hefur verið þeirrar sjálfsögðu spurningar:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmana?
Það hefur lítið heyrst frá samninganefnd sveitarfélaganna fyrr en í gærkvöldi. Þá kom formaður nefndarinnar í viðtal í Sjónvarpsfréttum og fullyrti að kröfur slökkviliðsmann væri upp á tugi prósenta launahækkun. Talsmaður slökkviliðsmanna var spurður um þessar fullyrðingar formannsins. Þar fullyrti hann að þetta væri fjarri sanni en þá fékk hann að sjálfsögðu þá spurningu sem hann hefur margoft fengið:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Hvert var svar hans? Aðeins óljóst tafs um að þær væru innan skynsamlegra marka en enn á ný standa allir frammi fyrir því að hafa ekki hugmynd um hverjar kröfurnar eru.
Slökkviliðsmenn hafa notið mikils trausts og velvilja en nú er svo komið að við sem greiðum þeim laun eigum heimtingu á því að vita:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Óneitanlega fer sá grunur að vakna að þetta ástand sem skapast hefur, samningsleysi í eitt ár og áskollið verkfall, sé ef til vill vegna kröfugerðar slökkviliðsmanna sem engin leið sé til að ganga að.
Slökkviliðsmenn, það hlýtur að vera krafa okkar allra að þið leggið spilin á borðið:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Löggæsla, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður, ekki veit ég hverjar kröfur þeirra eru nákvæmlega en grunnlaun þeirra eru um 167,000 kr á mánuði. Til að geta fengið vinnu í slökkviliði þarf iðnmenntun.
Það er háttur gagnsamningamanna, í þessu tilfelli samninganefndar ríkis og sveitafélaga, að koma með hæðstu hugsanlegu tölur. Hún nefndi að mig minnir meðallaun upp á um 260,000 kr. inn í þeirri tölu er þá væntanlega vaktaálag og hugsanlega einhver önnur álög. Vaktaálag fá menn fyrir að vinna á kvöldin, nóttinni, um helgar og á stórhátíðum, eða á þeim tímum sem aðrir eru í fríi. Vaktaálag kemur því ekki umræðunni um laun neitt við, það er greiðsla fyrir að vinna á afbrigðilegum vinnutíma. Vaktaálag er mun lærra en en næturvinnuálag.
Hún nefndi líka að heildartekju væru að meðaltali yfir 400,000 kr. Heildartekjur koma kjarasamningum heldur ekkert við!! Þar sem sveitafélögin hafa verið dugleg að halda fjármagni frá þessum rekstrarlið, hafa slökkviliðin þurft að draga úr mannskap, það leiðir til meiri yfirvinnu og þá um leið hærri heildartekna hvers starfsmanns. Varla eiga starfsmennirnir að gjalda þess með lærri grunnlaunum!!
Í kjaradeilu skiptir aðeins ein tala máli; grunnlaun. Allt annað er sýndarkjör, en undanfarna áratugi hafa allskyns sporslur og kaupaukar verið vinsælir til viðskipta. Það hefur sýnt sig nú eftir hrun að allar slíkar greiðslur hafa ekki staðist, grunnlaunin ein halda og eru þau því eina stærðin sem þarf að horfa á við samninga. Aðrar kröfur sem einnig er hægt að líta til snúa að vinnuumverfi, vinnutíma og ymissa annara hluta. Má þar nefna til dæmis að vaktarálög eru almennt allt of lág, vinnuskylda vaktavinnumanna er of mikil, en hún ætti ekki að vera nema í mesta lagi 80% af vinnuskyldu dagvinnufólks, þar sem félagslegt rask sem af vaktavinnu hlýst er mjög mikið, auk þess sem læknisfræðilegar staðreyndir segja að vaktavinna sé mjög óholl fyrir mannslíkamann, óháð starfinu sem unnið er.
Það er greinilegt af viðtölum við formann samninganefndar sveitafélaga að hún hefur ekki umboð til að ganga til samninga. Þá vaknar upp sú spurning hvort sveitafélögin séu yfirleitt í stakk búin til að hafa með þennan málaflokk að gera!
Það verður að segjast alveg eins og er að slökkviliðsmenn hafa farið varlega með verkfallsrétt sinn, það eru sennilega ekki margar starfsstéttir sem líða það að þær séu hundsaðar í fleiri mánuði og ár án þess að við þá sé talað af viti. Því á þetta verkfall ekki að koma neinum á óvart!
Gunnar Heiðarsson, 23.7.2010 kl. 10:29
Gunnar, þú rekur þetta mjög rétt og málefnalega. Sérstaklega vil ég taka undir með þér þegar þú segir að í kjarasamningum á aðeins að ganga út frá grunnlaunum. Það er aftur og aftur verið að halda á lofti hver GETI orðið laun stétta með svo og svo mikilli yfirvinnu og tilheyrandi álagi.
Slíkt kemur málinu ekkert við, það sem gildir eru umsamin grunnlaun.
En við erum komin að þeim punkti að við vitum ekki um hvað er deilt og það vil ég fá upplýst en það virðist vera einhver óútskýrð tregða hjá slökkviliðsmönnum að upplýsa hverjar kröfurnar eru og það er farið að skaða málstað þeirra.
Þú segir að grunlaun þeirra séu 167.000 kr á mánuði. Satt best að segja finnst mér þetta frámunaleg lág laun og þó miðað sé við það sem formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í sjónvarpinu í gær þá nefndi hann eitthvað rétt yfir 250.000 kr sem heldur er ekki laun sem hægt er að segja að séu boðleg miðað við þá ábyrgð sem á þessum stéttum liggur, slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum. Það hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem eru skyldaðir til að vinna vaktavinnu, sem er í rauninni í andstöðu við mannlegt eðli, fái laun samkvæmt því.
En ég vil enn og aftur spyrja:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.7.2010 kl. 11:29
Sæll aftur Sigurður, það er rétt hjá þér að talsmenn slökkviliðsmanna hafa verið tregir til að gefa upp sínar kröfur en það skapast fyrst og fremst af því að þeir eru væntanlega að efna þá kröfu sáttasemjara að halda kröfugerðinni leyndri meðan reynt er að ná samningum. Hins vegar kom fram í fréttum í kvöld að kröfur þeirra væru nálægt 7%. Varla teljast það háar kröfur fyrir þessa menn.
Formaður samninganefdar sveitafélaga nefndi að föst meðallaun væru rétt innan við 250,000 kr á mánuði. Til fastra launa telst meðal annars vaktaálag, bónusar eða önnur föst álög, liðstjórnar og stjórnunarálög auk starfsaldurshækkunar. Því getur vel staðist að grunnlaunin séu nálægt 167,000 kr. Hún hélt því fram að kröfur slökkviliðsmanna næmu tugum prósenta kostnaðarauka fyrir sveitafélögin, hvernig væri að fá rökstuðning hennar fyrir því. Þessi kjaradeila er hjá sáttasemjara og kröfugerðin er leynileg sem stendur, því verða menn að geta í eyðurna. Það er slæmt mál, en þó er með góðu móti hægt, útfrá því sem þegar hefur komið fram, að trúa því að slökkviliðsmenn séu ekki að fara fram á óeðlilegar launahækkanir.
Gunnar Heiðarsson, 23.7.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.