Hælbíturinn Grétar Mar ræðst á Ingibjörgu Sólrúnu

Aldrei hef ég haft mikið álit á Grétari Mar fyrrum alþingismanni, skipstjóra og fyrrum formanni Farmanna- og fiskimannasambandsins ef ég man rétt. En í dag gengur bókstaflega fram af mér hvernig hann reynir að stinga Ingibjörgu Sólrúnu í bakið a ósvífinn og rætinn hátt. Það hefur  oft komið í ljós að Grétar Mar er karlremba sem þolir ekki sterkar og ákveðnar konu. Satt best að segja hélt ég að Ingibjörg Sólrún fengi að vera í frið eftir að hún hætti þingmennsku og dró sig í hlé,  m. a. vegna veikinda.

En í Fréttablaðinu í dag upplýsir nefndur Grétar Mar að hann hafi sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem hann mótmælir því að Ingibjörg Sólrún verði valin til að stýra rannsókn á meintum mannréttindabrotum Ísraela í morðæði þeirra og eyðileggingu á Gasa. Hann tilgreinir í þessu óþokka bréfi sínu til Mannréttindanefndarinnar að Ingibjörg Sólrún hafi ekki brugðist við mannréttindabrotum í íslenska   fiskveiðistjórnunarkerfinu meðan hún var formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra!

Stundum verður manni orða vant, í hvaða ástandi var Grétar Mar þegar hann skrifaði bréfið til Mannréttindanefndarinnar?

Fiskveiðistjórnunarkerfinu, þar sem hið frjálsa framsal varð að veruleika með kaupum, sölu og leigu og öllu braskinu var komið á áður en Ingibjörg Sólrún hóf þátttöku í stjórnmálum. Hvernig átti henni einni að vera megnugt að endurheimta þessa sameign þjóðarinnar sem misvitrir stjórnmálamenn "gáfu" örfáum mönnum eða fjölskyldum? Er það ekki staðreynd að Samfylkingin var fyrst og jafnan eini stjórnmálflokkurinn sem tók upp baráttuna fyrir því að þjóðin endurheimti þessa auðlind, fiskinn í sjónum, úr höndum sægreifanna í LÍÚ? Var það ekki Samfylkingin sem fyrst kom fram með hugmyndina um fyrningarleiðina, var ekki Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar?

Og hvar varst þú Grétar Mar þegar öll þessi ósköp gengu yfir, LÍÚ klíkunni gefinn kvótinn, varst þú út undir vegg að pissa?

Grétar Mar, ég gef þér það ráð að þú látir renna af þér, sendir annað bréf til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og biðjir auðmjúklegast um að fyrra bréfinu sé þegar stungið í ruslakörfuna.

Svo ættirðu auðvitað að biðjast afsökunar á röfli þínu en það verður tæplega; þú ert ekki bógur til þess!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var reyndar frú Ingibjörg Sólrún ráðherra og formaður Samfylkingarinnar sem sló sig til riddara á þingi LÍÚ með því að segja í ræðu að kvótakerfið væri búið að festa sig í sessi og við því yrði ekki hróflað.

Þetta var rökrétt hjá Grétari Mar og hafi hann þökk fyrir þessa djörfung.

Ætli það sé ekki fátítt í vestrænu lýðræðisríki að stjórnvöld hafi að engu álit Mannréttindanefndarinnar? Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar tók til varna í málinu og sendi forseta lagadeildar HÍ ásamt öðrum háskólaprófessor til að skýra málið fyrir dómstólnum.

Samfylkingin er eins og við vitum félagshyggjuflokkur og berst fyrir jafnrétti þegnanna. Og Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir frelsi einstaklingsins til athafna!

Mannréttindanefndin skildi bara ekki sanngirnina í því að óbreyttir landsmenn leigðu sameiginlega auðlind þjóðarinnar af sægreifunum fyrir 80% af aflaverðmæti.

Árni Gunnarsson, 23.7.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Árna hér. Og segi fyrir mig að þó við Grétar séum ósammála í sumum málum, þá er Grétar jafnréttissinni og vill jafnrétti, en þolir ekki órétt.  Og það er alveg hárrétt hjá honum að senda þessi skilaboð um tvískinnungshátt og framagirni Ingibjargar Sólrúnar, veikindi hennar koma þessu máli nákvæmlega ekkert við, heldur það sem hún gerði... eða gerði ekki á sínum ferli.  Málið er að vinnubrögðin koma oftar en ekki í bakið á okkur, og það gerist með þessa framagjörnu konu, og mætti gerast oftar með óheiðarlega stjórnmálamenn eins og hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það ekki staðreynd að Samfylkingin undir forystu Ingibjargar gerði EKKERT í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum til þess, að farið yrði á einhvern hátt eftir úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um veiðirétt Íslendinga í fiskveiðilögsögunni, og er það ekki staðreynd að Samfylkingin undir forystu Jóhönnu og Össurar hefur í eins og hálfs árs gamalli vinstri stjórn EKKERT gert til að breyta hér lögum um þessi mál, til að færa þau til samræmis við það sem heitir mannréttindi hjá áður getinni Mannréttindanefnd?

Er Ingibjörg yfirhöfuð í stakk búin til að láta setja sig á oddinn í einhverju starfi fyrir þessa Mannréttindanefnd? Hefur hún hæfni og hlutlægni til að veita forystu rannsóknarnefnd um skipstöku Ísraelsmanna, með tilheyrandi mannfalli, úti fyrir ströndum Gaza? Hefur hún hingað til sýnt óhlutdrægni í málum Ísraela og Palestínumanna? – Nei, það vill ekki svo til, og því lít ég á hana sem vanhæfa til starfans – og líka vegna þess, sem Gretar Mar talaði um!

Engin ástæða til upphrópana hér, Sigurður Grétar, – lestu frekar hann Árna okkar Gunnarsson!

Jón Valur Jensson, 24.7.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Sigurður,

mikið þykir mér þú viðkvæmur í garð fyrrum stjórnmálamannsins IG, sem nú vill sækja sér upphefð á erlendri grund. Vera má að hún sé hæf til þess, ég geri ekki athugasemd við það, öðruvísi en að benda á að uppgjafa stjórnmálamenn virðast eiga greiðari aðgang að feitum embættum en ég tel eðlilegt.

Alvarlegra þykir mér þó aðfinnslur þínar um manninn Grétar Mar. Ég hélt ekki að fullorðnir og grandvarir menn létu hafa svona lagað eftir sig. Þú kallar manninn karlrembu, ósvífinn og rætinn og bætir við óþokki. Þetta með að þú hafir aldrei haft mætur á manninum, hélt ég að ætti við um hinn pólitíska feril mannsins en svo beinist tal þitt að manninum sjálfum. Ég veit að svona hafa menn talað í kjölfar hrunsins um fjölmarga menn en ég var að vonast til þess að þetta festist ekki við venjulegt og grandvart fólk. Ætli mér hafi ekki skjátlast.

Það hafa sumir stjórnmálamenn farið í taugarnar á mér í gegnum tíðina, aðallega pólitískir andstæðingar (!). Þar á ég við þá hlið sem snýr að stjórnmálunum. Þetta á ekkert skylt við hvers lags menn þeir hafa haft að geyma; hvort þeir hafi verið skemmtilegir eða leiðinlegir, fautar eða ljúfmenni, einstrengingslegir eða víðsýnir. Getum við ekki snúið okkur öll til þess tíma á ný ?

Ólafur Als, 24.7.2010 kl. 11:06

5 identicon

Hafi Grétar Mar heiður og þökk fyrir þessa hreinskiptni. Það að afhjúpa, benda á, svona tvískinnung eins Grétar Mar er að gera er of fátítt meðal stjórnmálamanna.

Ég hef aldrei heyrt það fyrr að Grétar sé maður rætinn eða hafi staðið að óþokkaverkum. Þvert á móti hefur hann á sér það orð að vera einlægur maður og góðgjarn.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband