15.8.2010 | 11:07
Jón kemur ekki á óvart en Svandís svo sannarlega
Fjölmargir kalla núverandi Ríkisstjórn "vinstri stjórn" og eftir gömlum viðmiðunarreglum er þetta satt og rétt, eða hvað? Það er því lyginni líkast að einn ráðherra þessarar vinstri stjórnar er eitthvert rammasta afturhald sem sest hefur í ráðherrastól og er þó við marga að etja í þeirri samkeppni.
Maðurinn heitir að sjálfsögðu Jón Bjarnason, fyrrum skólastjóri Bændaskólans á Hólum og þótti standa sig vel í því starfi. En hugur Jóns stóð til frama í pólitík og hann valdi að starfa í Samfylkingunni. Ekki minna en þingsæti kom til greina í framapoti Jóns og hann hellti sér út í prófkjör en varð að lúta í lægra haldi fyrir öðrum núverandi ráðherra, Kristjáni Möller.
En Jón dó ekki ráðalaus, hann snaraði sér yfir landamæri flokka og dúkkaði upp í prófkjöri Vinstri grænna fyrir þá komandi Alþingiskosningar. Hvað fleyið hét sem Jón sigldi á skipti ekki máli, aðalatriðið var að ná landi við Austurvöll.
Og það tókst, síðan hefur Jón verið þingmaður Vinstri grænna og ekki nóg með það; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í núverandi Ríkisstjórn. Ekki geri ég mér grein fyrir á hvað vegferð Jón er sem sjávarútvegsráðherra en sem landbúnaðarráðherra er hann líklega að slá met í íhaldssemi og varðhundastöðu. Hann lýsir yfir af tröppum stjórnarráðins að hann standi vörð um Bændasamtökin og alla þá innmúruðu íhaldssemi sem þar þrífst og hefur lifað á miklum styrkjum frá landsmönum öllum, telur alla gagnrýni á eigin íhaldsmennsku árás á íslenska bændastétt.
Íslenskur landbúnaður getur átt góða framtíð, ekki síður innan ESB en utan, og öll viljum við halda landinu sem mest í byggð. En til að svo geti orðið verður að losa bændastéttina við það helsi sem afturhald allra tíma hefur hengt á hana. Margskonar nýjungar hafa sprottið upp hjá sumum bændur í úrvinnslu eigin afurða, er það ekki leiðin ásamt mikilli fjölbreytni í ferðaþjónustu bænda?
En er ekki hinn íhaldssami ráðherra Jón Bjarnason svo upptekinn af verndum gamalla þröngra sjónarmiða að hann er jafnvel tilbúinn til að bregða fæti fyrir vaxtarsprotana?
Konur hafa prýtt sæti Umhverfisráðherra í síðustu Ríkisstjórnum. Allir muna framgöngu Þórunnar Sveinbjarnardóttur í ísbjarnamálunum og sem betur fer sat Kolbrún Halldórsdóttir ekki lengi á stóli. Þá kom til skjalanna hin skelegga Svandís Svavarsdóttir sem hafði staðið vel vaktina sem borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
En nú nýverið bárust hrikalegar fréttir frá valdstofnunum sem undir Svandísi heyra svo sem Umhverfisstofnun og Landgræðslu ríkisins.
Sú óheyrilega gjörð að útrýma lúpínu í Þórsmörk með EITRI hefur tæplega verið gerð án samþykkis þess sem æðstur er í valdapíramídanum, Svandísar Svavarsdóttur ráðherra.
Í hvað veröld lifum við? Á hvaða landi lifum við? Er það ekki á Íslandi þar sem við þurfum lífnauðsynlega á öflugustu landgræðslujurt sem fyrirfinnst, lúpínunni, að halda?
Eitt er að hefta útbreiðslu þessarar þörfu jurtar en að fara út í íslenska náttúru og hefja eyðingu gróðurs með EITRI er ekkert annað en glæpsamlegt athæfi.
Þeir sem bera ábyrgð á slíku eiga að svara til saka að fullu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur gilt einu hvaða snillingar hafa sest á stól landbúnaðarráðherra, allir hafa þeir, sökum kjarkleysis, lagst á árar með bændaforystunni að viðhalda forneskjunni og afreka það eitt að njörva bændur enn frekar á klafa fátæktar. Jón karlinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum, satt er það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.8.2010 kl. 11:45
Lykillinn þess að fá að vera landbúnarráðherra á Íslandi er að styðja óbreytt kerfi og þá sem því stjórna...því miður.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2010 kl. 14:39
Ef Lúpínan væri rauð þá...
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 04:07
Hafið þið heyrt um að meirihluti bænda sé á móti Bændaforystunni. Haldið þið að bændastéttinn þekki ekki fortiðina sína þegar þeir voru algerlega háðir kaupmannavaldinu. Hverja er verið að styrkja með vaxtabótum,húsaleigubótum og niðurgreiddum leikskjólagjöldum. Er það bankakerfið eða byggingarverktakar Væri nú ekki skynsamlegt eftir að þjóðin getur ekki lengur lifað á loftbólu fjármagni frjálshyggjufábjánaháttarins að byrja á að lækka launin hjá ofurlauna fólkinu í landinu. Hvað á forsætisráðherrann hvort sem hann heitir Jóhanna eða eitthvað annað að gera við kr. 950 þús.á mánuði ef hægt er að ætlast til að fólk lifi á lægstu launum sem eru 165 þús. á mánuði. Á ég til að selja beint frá býli að bíða efti því að þið komið til mín í dag eða hinn daginn eða kanski eftir mánuð eða tvo mánuði. Haldið þið að hægt væri að halda landinu í byggð með því.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 08:36
Góðan daginn ég er sekur um að vera einn af þessum bændum sem langar að framleiða mjólkina á mínum forsendumog án ríkisstyrkja og fullvinna hana og selja ,ég veit ekki hvort fólk í landinu sem tengist þessari atvinnugrein gerir sér grein fyrir því að það fara um 10 milljarðar til bændasamtakann á ári í formi styrkja og um 5 til kúabænda, vegna þess eru bændur ekki sjálfstæðir og raun undir hælinum á Bændasamtökum Íslands og Ríkisstjórnar Íslands og haldið við fátækramörk . Mig langar að þakka þér fyrir greinina þína hér að ofan Kv Axel Oddsson Kverngrjóti Dölum
Axel Oddsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 09:59
Það er vert að taka fram að afturhald í pólitískum skilningi er síður en svo einkaeign s.k. hægri manna; í sögulega samhengi eru vinstri menn allt eins líklegir til þess að bera fram afturhald af ýmsu tagi. Fyrir ekki margt löngu var helsta róttæknin falin í frjálshyggju en íhaldsemi í því sem kalla mætti skandinavíska félagshyggju. í raun tilheyrir "afturhald" mun meira félagshyggju á okkar dögum og því er heimilisfang þess fremur til vinstri í stjórnmálum. Jón Bjarnason er því vel staðsettur í þessari "tæru vinstri stjórn", þó svo að sumir kratískir sveinar og meyjar vilji ekki kenna sig við afturhald JB.
Í enn einu sögulegu ljósinu er vert að taka fram að andstaða sumra krata og sjalla við þessi og eldri búvörulög; hafa viljað opna fyrir frekari innflutning og samkeppni, hefur í raun ekki skilað miklu - ja, nema menn vilji kalla það árangur að geta verslað ítaslkan gráðost og hollenskan Emmentaler á uppsprengdu verði í Hagkaup. Sé horft til síðustu 20 ára hafa kratar verið í stjórn nær átta ár og sjallar yfir sautján, saman í tæp 6 ár. Á þessu tímabili hafa "frelsisraddir" frjálshyggjudeildar sjálfstæðisflokksins og sumra krata litlu áorkað hvað þennan málaflokk varðar.
Fyrir kosningar hafa kratar meira að segja verið nokkuð háværir í óskum sínum um aukið frelsi hvað þetta varðar en lítið orðið um efndir þegar í ráðherrastólana var komist. Og svo vilja kratar gagnrýna aðra fyrir stefnuna í landbúnaði í stað þess að líta í eigin barm og heimta aðgerða af eigin fólki - sem, eins og fyrri daginn, þegir sínu þunna hljóði. Er það ekki dálítið kratalegt einkenni ... ha?
Ólafur Als, 16.8.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.