Stundum nær bullið nýjum hæðum

Ég ætla að birta hér á mínu bloggi pistil eftir konu eina (ætla ég) sem nefnir sig "Benedikta". Mér finnst ekki úr vegi að sýna hverskonar bull kemur frá þeim sem hæst láta í djöfulgangi gegn núverandi Ríkisstjórn. Hvort þessi "Benedikta" gefur mávum við Stjórnarráðið eða lemur pottlok við Seðlabankann veit ég ekki, en mér finnst hún smellpassa inn í  rugluliðið sem þar emjar, veinar og æpir.

Pistillinn er svar hennar við athugasemd sem ég setti inn á hennar blogg. Ég mun láta það vera framvegis enda vesalings manneskjan ekki viðræðuhæf.

Og hefst þá lesturinn:

Benedikta E: Sæll Sigurður. Svo þú ert ánægður með svikráð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Þeim fækkar óðfluga kjósendum þeirra sem þakka þeim sviknu kosningaloforðin. Hefur þú orðið var við - Skjaldborg heimilanna - NEI - svikið kosningaloforð Jóhönnu -  en aðeins eitt af mörgum. Skjaldborg Jóhönnu fór yfir nýríka einkavini Jóhönnu úr útrásinni - banka og fjármögnunarfyrirtæki. Slagorðapólitíkusinn Jóhanna efnir engin loforð - það hefur hún víst aldrei gert á sínum 30 ára stjórnmálaferli. - Fólk flýr land í þúsunda vís - ekki er það vegna velsældar ........... - Síðustu tölur atvinnulausra 16 þúsund - burt flúnir atvinnulausir eru ekki inni í þeirri tölu - Holskefla uppboða á heimilum fólks - Eignaupptaka í stórum stíl á bílum - atvinnutækjum og  vélabúnaði - smá fyrirtæki og meðalstór keyrð í þrot Höfuðstóll lána myntkörfu og verðtryggða lána stökkbreyttir ekkert aðhafst frá stjórnvöldum í því. Lýðurinn á - "Bara borga". Aðför stjórnvalda að öldruðum og öryrkjum - lögbundnar tengingar  lífeyris við launa og verðhækkanir afnuminn með einu pennastriki fyrir 2009 og 2010 af ríkisstjórn Jóhönnu. Atvinnu uppbygging engin - Vaxta og verðhækkanir stjórnlausar. Fátækt fer ört vaxandi - stækkandi hópur fólks sem ekki hefur í sig né á. Enginn niðurskurður hjá stjórnsýslunni en stöðugt hert að lýðnum. Forgangsröðun verkefna hjá Jóhönnu stjórninni  er vægt sagt mjög óábyrg og skrítin - ESB - Æsseif - AGS Það eru til peningar fyrir öllum hugðarefnum Jóhönnu  - ef ekki þá bara að taka lán - skuldsetja þjóðina upp í rjáfur fleiri kynslóðir til framtíðar. Lygina - blekkingarnarog hræðsluáróðurinn sem sífellt  er steypt yfir fólk sýna best vanhæfni stjórnvada sem valda ekki verkefninu og eiga að víkja - STRAX - Þetta eru staðreyndir Sigurður - þú getur varla mótmælt því þar sem þú lifir í þessu landi. 

Nei Benedikta, ég mun ekki mótmæla þessu bulli þínu, þú mátt eiga það óskert fyrir mér.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Kall ég sé ekkert rangt við þetta svar og gott að þú settir þetta inn annars hefði fólk misst af þessu sem er sannleikur í málinu. hún skrifar það sem margir hugsa.

Valdimar Samúelsson, 19.8.2010 kl. 11:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður gaman að heyra tóninn í Benediktu þegar henni hefur orðið að þeirri ósk sinni að Íhaldið komist til valda og það byrjar að kreysta úr henni líftóruna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Benedikta E

Sæll Sigurður: Ég vil hér með benda þér og öðrum á - Pistil - Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag - með yfirskriftina - Starfsöm ríkisstjórn:

Niðurlag pistilsins hjá Kolbrúnu hljóðar svo:

" Ríkisstjórnin segist vera að gera margt og mikið og það er alveg rétt hjá henni.

Hún er mjög starfsöm. Gerir vitleysur á hverjum einasta degi.

Verst hvað hún er stolt af sínum vondu verkum."

Pistill Kolbrúnar er þess virði að lesa hann allan.

Sigurður - þú værir vís til að skella pislinum hér inn á síðuna hjá þér - hann er þess virði - að vera sýnilegur.

Benedikta E, 19.8.2010 kl. 13:50

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kolbrún Bergþórsdóttir og Agnes Bragadóttir eru tryggustu snápar Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi  forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, sem ber mesta ábyrgð á hruninu í október 2008 ásamt Halldóri Ásgrímssyni. Þú ert ekki síðri flaðrandi þessari tveggja manna og villt greinilega ekki ræða hvernig þeir kveiktu í fjárhag þjóðarinnar okkur öllum til mikils skaða og sálarkreppu.

Það má líkja þér Benedikta við  þá sem ráðast á slökkviliðið en dásamar um leið brennuvargana og þá skiptir engu máli um skömm eða heiður í þínum máflutningi, aðeins að þú getir skaðað slökkviliðið.

Kolbrún er skíthrædd og skjálfandi að sanna sig fyrir húsbónda sínum og hefur hent út í hafsauga öllum sínum blaðamannsheiðri hafi hann einhvern tíma verið til.

Agnes hefur aldrei haft nokkurn einasta blaðamannsheiður.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.8.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband