Vilborg G. Hansen hikar ekki við að fara með rangt mál varðandi viðræður Íslands við Evrópusambandið

Ég veit af fyrri reynslu að það er skörp sía hjá Vilborgu á athugasemdum, þó hefur hún birt athugasemd Sigurðar Grétarssonar þar sem hann leiðréttir rangfærslur hennar sem eru þær sömu og Jón Bjarnason ráðherra setti fram í forsíðuviðtali Morgunblaðsins; að við séum í aðlögunarferli í viðræðunum við ESB. Ég tek mér það bessaleyfi að afrita athugasemd nafna míns og líma hana hér inn. Þetta eru orð í tíma töluð:

Þetta er rangt hjá þér. Hér er aðeins verið að greina hvað þarf að gera til að íslensk stjórnsýsla standist ESB reglur auk þess að gera tímasetta áætlun um  það hvernig henni skuli hrint í framkvæmd fari svo að aðild verði samþykkt. Ef aðild verður ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verður áætluninni ekki hrint í framkvæmd. Þetta kemur meðal annars skýrt fram í viðtali Kastljóss þann 1. semptember við Stefán Hauk Jóhannesson aðalsamningamann Íslands í samningunum við Evróusambandið. Viðtalið má sjá hér:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544920/2010/09/01/0/

Í þessu viðtali kemur skýrt fram að samningaferlið og aðlögunarferlið eru sitthvort ferlið. Aðlögunarferlið hefst eftir að búið er að samþykkja aðild Íslands að ESB og getur tekið allt að tvö ár. Það er fyrst eftir að því er lokið, sem við göngum formlega í ESB. Þetta ferli feri hins vegar ekki í gang ef aðild verður ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það að þjóðaratkvæðagreiðslan verði ekki formlega bindandi gefur okkur ekkert tilefni til að óttast að við göngum samt inn í ESB þó aðild verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í fyrsta lagi þá er mjög ólíklegt að ESB myndi vilj okkur inn ef aðild er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðsl og í öðru lagi þá munu væntanlega flokkar með það kosningaloforð að segja okkur aftur úr ESB sigra í næstu þingkosningum þar á eftir ef ESB hefði geð í að taka okkur inn gegn vilja meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því fengi ESB einfaldlega úrsögn frá okkur eftir næstu þingkosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.

Hættu að láta þessa óreyndu konu fara í þínar fínustu taugar. Er hún ekki erindreki frá Sjálfstæðisflokknum þeirra sem vilja ekki aðild að Evrópusambandinu ég sjálfur er á móti því að ganga inn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.9.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jóhann Páll, ég mun örugglega ekki láta þessa óreyndu konu fara neitt að ráði í taugarnar á mér. Hins vegar mun ég hvar og hvenær sem er gera athugasemdir þegar farið er með rangt mál.

Ég get engan veginn sagt fyrir um það hvort ég muni greiða atkvæði með eða móti inngöngu í Evrópusambandið. Það er engan veginn hægt að meta það fyrr en við sjáum hvað samninganefnd okkar leggur fyrir okkur. Þess vegna finnst mér þessar aðildarviðræður lífsnauðsynlegar fyrir Ísland, þegar það liggur fyrir getum við fyrst tekið afstöðu. 

Ég tek ekki afstöðu fyrr en það liggur fyrir hverjir kostirnir verða. En að ætla að draga aðildarumsóknina til baka er slík reginheimska og tækifærispólitík að ég er gáttaður á þeim sem róa að því öllum árum. Að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti slíka tillögu sýnir að flokkurinn er í heljargreipum Davíðs Oddssonar.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 16:55

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.

Tek undir með þér varandi Vilborgu, það á enginn að láta fólk komast upp með að fara með rangt mál.

Varandi málefni Evrópusambandsins þá vil ég ekki láta þessar þjóðir sem töpuðu stríðinu komast yfir okkar auðlindir. Ég þekki þessi mál hvernig þessar þjóðir haga sér, enda búa margar þjóðir við fáttækt og ekki síður atvinnuleysi síðan þessar þjóðir gengu inn.

Ég er ekki sammála þér varandi Davíð Oddsson hvað sem menn segja. Ég þekki innviði Sjálfstæðisflokksins. Ég var þar inni þar til ég sagði mig úr flokknum í vor vegna klíku sem ræður ríkjum í flokknum og er um leið að koma flokknum niður í 20% fylgi. Enda þarft ekki nema að skoða skoðunarkannanir þar sýnir að fylgið hefur ekkert aukist, enda hafa þingmenn flokksins ekkert gert. Þess vegna má ekki kenna öðrum um.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.9.2010 kl. 17:33

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jóhann Páll, ég er viss um að það er vart finnanlegur sá Íslendingur sem vill fórna auðlindum okkar. Ef við höldum ekki fullri eign á auðlindinni fiskurinn í sjónum kýs ég ekki með aðild. En mér finnst hreint út sagt skelfilegur þessi þjóðrembingur að útlendingar megi hvergi koma að nokkrum atvínnurekstri hérlendis og við á sam tíma látum útgerðarauðvaldið, örfáar fjölskyldur, eignast fiskinn í sjónum og réttinn til að veiða hann, veðsetja þessa okkar gífurlag verðmætu auðlind ekki aðeins innanlands heldur til útlendra bankaa og fjármálamanna.

Hefur þú aldrei gert nokkra athugasemd þar að lútandi, hefur þú mótmælt þessum þjófnaði sem hefur verið vafinn inn í löglegar flíkur en er brot á okkar stjórnarskrá?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 18:04

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.

Það er alveg á hreinu ef við göngum í Evrópusambandsins þá munu allar þjóðir sem eru meðlimir að Evrópubandalaginu hafa fullaheimild að veiða í íslenskri fisveiðilögsögu. Varandi útgerðamenn og fisveiðakerfið þá er frjálsa framsalið sem hefur eyðilagt kerfið. Hinsvegar á ekki að eiga sér stað að veðsetja kvótann sem er í eigu þjóðarinnar.

Ég er ekki með þjóðarrembing útaf útlendingum, hinsvegar hef ég áhyggjur af hugsanlegum yfirtökum erlendar auðkýfinga og þjóða sem eiga eftir að ryðja sér rúm í ríkjum sem þeir telja framtíðina vera bjarta og búa yfir miklum auðlindum þar nefi ég vatn, fiskur, rafmagn, og hugsanleg olía sem dæmi. Þess skal getið Íslendingar eiga besta vatn, og fiskimið í heiminum. Ég veit til þess að Kínverjar hugsa stórt þegar þeir heyra um Ísland. Það væri ekki úr vegi að skoða ef Kínverjar myndu kaupa íslensk fyrirtæki, þeir myndu koma með sitt fólk í þau störf þetta hefur gerst víða þar sem Kínverjar eru.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 4.9.2010 kl. 18:28

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jóhann Páll, aðeins stutt athugasemd fyrir lágnættið. Ég hef áður sett fram þá staðföstu skoðun mína að það liggur í augum uppi að hvert ríki á þau gæði sem í lögsögu þess er hvort sem er á landi eða sjó. Ég hef oft bent á að engum dettur annað í hug annað en að Danir og Skotar eigi þær auðlindir sem felast í hafsbotni lögsögu þessara ríkja svo sem olía og gas. Sama er upp á teningnum hvað varðar auðlindir á og í landi. Engum dettur í hug að nokkurt ríki geti gert tilkall til járngrýtis Svía, kola Þjóðverja eða olíu Rúmena.

Þetta er það sem okkar samninganefndarmen munu halda fram af mikilli einurð, staðbundnir fiskistofnar eru okkar eign svo sem þorskurinn, um flökkustofna svo sem síld, kolmunna eða makríl verður að semja og það er svo sannarleg engin nýlunda, það höfum við gert í fjölda ára.

Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er engin fyrirmynd að þeim samningum sem við munum gera. Þess vegna er það alrangt það sem þú og fjölmargir halda fram að ef við göngum í Evrópusambandið þá "munu allar þjóðir sem eru meðlimir að Evrópubandalaginu hafa fullaheimild að veiða í íslenskri fisveiðilögsögu" eins og þú segir í þinni athugasemd. Slíkan samning mun enginn gera fyrir Íslands hönd, ef einhverjum dytti í hug að leggja fyrir þjóðina slíkan samning yrði hann kolfelldur. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að halda áfram og ljúka þessu samningaferli, þar gæti margt óvænt og jákvætt fyrir Ísland komið í ljós.  

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 23:54

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.

Ég sé það á þínum skrifum að þú er Evrópusinni og vilt þar með ganga inn í það samband það liggur ljóst fyrir. Megið af þjóðinni hefur ekki tíma til að skoða þá hluti. Þú talar um samningsferli það er mín skoðun að Samfylkingin mun reyna hvað þeir geta að koma okkur inn í það samband og ekki má gleyma Sjálfstæðisflokknum þar á bæ er um ca 20% sem vilja ganga inn í það samband. Eins eru innrekendur sem vilja ganga inn.

Þú getur sagt að það sé ekki rétt hjá mér að fiskveiðiskip veiði í íslenskri fiskveiðilögsögu. Þarna ferð þú ekki með rétt mál Sigurður.

Enn hvað öðru líður þá er ég á móti að ganga inn í þetta Evrópusamband með þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Okkur væri nær að taka upp dollar í stað krónu ef þjóðin vill það.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.9.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband