4.9.2010 | 17:53
Heita vatnið hækkar umtalsvert frá Orkuveitu Reykjavíkur, nú er lag að fara í endurbætur á hitakerfum
Fyrst skulum við gera okkur ljóst að þeir sem kaupa heitt vatn frá Orkuveitu Reykjavíkur (þar áður Hitaveitu Reykjavíkur) hafa í mörg ár keypt ódýrustu orku til húshitunar sem fáanleg er sem fáanleg er hvarvetna á byggðu bóli. Heita vatnið hefur meira að segja ekkert hækkað síðustu ár og satt að segja hefur það ekki verið skynsamleg stefna hjá OR að láta ekki verðið á heita vatninu fylgja verðlagi.
En þetta lága orkuverð hefur haft einn leiðan fylgikvilla. Vegna hins lága verðs hafa húseigendur haft litinn áhuga á að endurnýja sín hitakerfi og stýritæki þeirra, allt í lagi þó vatnið renni til muna of heitt út í skólplagnir, allt í lagi þó hitinn í íbúðinni fari upp úr öllu valdi, þá bara að opna alla glugga og svalhurðir upp á gátt. En húseigendur skynja oft ekki að þetta viðhaldsleysi gerir hitakerfin léleg, hiti í húsum ójafn, hitaþægindin engan veginn eins og þau ættu að vera ef viðhald t. d. stýritækja hitakerfa væri í lagi. Svo er gott að muna þetta: Það er ekki verið að kaupa heitt vatn, það er verið að kaupa varma, um að gera að kreista sem flestar hitagráður úr vatninu.
Nú er lag
Endurnýjun stýritækja hitakerfa fylgir auðvitað talsverður kostnaður aðallega vegna þess að það útheimtir talsverða vinnu fagmanna, fagmanna sem vita hvað þeir eru að gera og vita að þeir eiga ekki að fara frá verkinu fyrr en hitakerfið hefur verið stillt (því það þarf ekki síður að gera þó sett séu upp ný stýritæki) og húseigandi fengið í hendur stuttar leiðbeiningar um hvernig hann á að nýta sér kosti nýrra stýritækja.
Eyðirðu of miklu af heitu vatni?
Það geta flestir húseigendur gert sér grein fyrir með því að fá frá OR upplýsingar um eigin eyðslu, svokallaða "álestrarsögu" hvers kerfis. Það eru til einfalt og gott dæmi um að hver og einn á að geta lesið út úr þeim gögnum hve mikið hann eyðir af heitu vatni, hvort það er eðlileg eyðsla eða bruðl sem kostar ennþá meira hér eftir en hingað til. Þetta er hægt að sjá á nýtingartölunni.
Hana er hægt að finna með einföldu dæmi sem byggist á hlutfallinu milli stærðar hússins í rúmmetrum og hvað margir rúmmetrar af heitu vatni hafa verið keyptir á 1 ári. Segjum að hús sé 500 rúmmetrar að stærð og hafi keypt 500 rúmmetra af heitu vatni frá OR á ári. Þá er nýtingartalan 1. Slík hitakerfi og hús eru finnanleg en þau eru líklega ekki mörg, lengra verður tæpleg komist í nýtingu á keyptu heitu vatni. Annað dæmi: húsið er jafnstórt eða 500 rúmmetrar en kaupir og notar 1000 rúmmetra af heitu vatni á ári. Þá er nýtingartalan 2 og þá geturðu verið viss um að það er eitthvað að í hitakerfi hússins, þú eyðir of miklu af heitu vatni.
En hvað er eðlileg notkun á heitu vatni í 500 rúmmetra húsi. Ekki ástæða til að hrökkva við þó notaðir séu 650 rúmmetrar af heitu vatni, þá er nýtingartalan 1,3. En því hærri sem nýtingartalan verður er ennþá meiri ástæða til að fara að huga að lagfæringum sem í mörgum tilfellum þurfa ekki að vera svo kostnaðarsamar.
En það er þörf á sérfræðiþekkingu, það ættu allir að muna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir upplýsingarnar og áminninguna, menn ættu almennt að huga að þessu þó ekki væri nema af prinsipástæðum að nota ekki meiri orku en þörf er á. Rétti tíminn til að ráðast í svona framkvæmdir er líka núna ef fjárhagurinn leyfir.
Gagnvart OR skiptir það hins vegar kannski ekki máli, þeir þurfa fasta krónutölu í kassann og munu bara hækka meira ef notkun minnkar, það sannaði Alfreð "vinur okkar" Þorsteinsson hér um árið. Ég sé ekkert að því að orka til okkar sé ódýr ef ódýrt er að afla hennar (það gerir búsetu hér bara enn áhugaverðari). Ef arðsemin er of mikil þá verður bruðlið bara enn meira en hjá OR síðustu áratugi.
Björn (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 21:27
upphitun húsa í rvk er einn stærsti plúsinn við klakann....
Óskar Þorkelsson, 5.9.2010 kl. 07:35
Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.
Þörf ábending til þjóðarinnar. Við hjónin fórum í fyrra í ferðalag í 3 vikur þegar heim var komið að vetri til þá var húsið sjálfsagt búið að kæla sig niður og var komið að hættu mörkum þegar heim var komið. Ég sjálfur fór að vinna í þessu þá kom í ljós að þrýstijafnari var ónýtur og talverðan tíma tók að koma húsinu í lag á ný.
Mér þætti vænt að heyra frá þér hvað þarf að skipa út á eimbýlishúsi sem er um 17 ára gamalt. þætti vænt að heyra þína afstöðu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.9.2010 kl. 12:02
Það hefur verið reynslan að ef vatn er sparað hefur veitan hækkað verð, sbr. ákvörðun Alfreðs Þorsteinssonar. Eða voru þeir þá bara að ná sér í aura í útrásina. Hitt er annað mál að ég hef alltaf litið á þig, Sigurður Grétar, sem fulltrúa pípulagningarmanna/meistara sem er lögvernduð stétt og því tela ég að skrif þín í þessa veru séu einungis til að reyna að auka vinnu þeirra.
Hervar Gunarsson
Hervar Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 13:17
Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson
Hervar Gunnarson fyrrverandi verkalýðsleiðtogi gerir athugasemd við skrif Sigurðar að hann sé einungis að auka vinnu þeirra sem eru fagmenntaðir á sínu sviði.
Ég tel gott ef menn geta bent á hættur sem starfa af vatnrennsli eða ef fólk notar og mikið þar er munur á. Það á ekki að gera lítið úr sem vel er gert. Sigurður er fagmaður þess vegna eiga menn að hlusta ekki reyna að gera lítið úr öðrum. Ég þakka Sigurði fyrir þessar ábendingar.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 5.9.2010 kl. 14:20
Jóhann Páll, það var ágætt að fá spurningu frá þér um hvað gera þurfi varðandi lagnir í 17 ára gömlu húsi, þetta er svolítið eins og að vera kominn inn í fortíðina á daga "Lagnafrétta". En eins og oft áður þá þyrftu helst að veru tiltækar upplýsingar svo sem a) hvar er húsið, þar með á hvað veitukerfi, b) hvaða hitakerfi er í húsinu, ofnar eða gólfhiti (líklega ofnar held ég) c) úr hvað efni eru neysluvatnslagnirnar.
Lítum fyrst á neysluvatnslagnirnar. Ef þær eru úr galvaniseruðun stálrörum getur komið upp slæmt vandamál í kaldavatnslögninni. Ber nokkuð á ryðlit þegar þú skrúfar fyrst frá kalda vatninu á morgnana? Sjálfvirk hitastillt blöndunartæki í baði þarf að hreinsa helst ekki sjaldnar en á 5 ára fresti. Útfellingar úr vatninu geta orsakað stirðleika í tækinu, þá virkar það ekki 100%. Þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni á að vera sá sami báðum megin eða nálægt því, þannig vinnur tækið best. Ef þrýstingsmunur er umtalsverður er hægt að jafna hann með því að setja þrýstiminnkara þeim megin sem þrýstingurinn er hærri. Ofnkrana þarf einnig að yfirfara og vonandi hefur hitakerfið verið jafnvægisstillt sem sem er föst stilling á vatnsmagni, litli ofninn í forstofunni á ekki að fá sama vatnsmagn og stóri ofninn í baðinu, hver ofn á að fá það vatnsmagn sem hann ræður við að kæla eða vinna varmann úr. Nú veit ég ekki hvernig ofnkranar eru í þínu húsi (ef þú ert með ofnakerfi) það geta ýmist verið retúrkranar sem vinna eingöngu eftir hitanum á vatninu sem út af ofnunum rennur eða túrkranar sem vinna eftir lofthitanum í rýminu þar sem þeir eru.
Þetta eru almennar sundurlausar ábendingar þar sem mig vantar forsendur í þínu tilfelli Jóhann Páll. Ég vona að þrýstijafnarinn hafi verið endurnýjaður af fagmanni með þekkingu til að velja rétt. Ég er stöðugt að verða áskynja um að þrýstijafnarar er æði oft valdir of stórir, of afkastmiklir og eru því ekki nægilega nákvæmir.
Hervar, það má gefa öllum upp eitthvað neikvætt. Ég get ekki séð að það sé svo slæmt þó vinna pípulagningamanna ykist í kjölfar minna skrifa ef sú vinna verður til að bæta hag húseigenda. Hins vegar get ég sagt þér Hervar að ef það er einhver stétt sem hafði horn í síðu minni fyrir mín 16 ára skrif Lagnafrétta í Morgunblaðið þá voru það kollegar mínir, pípulagningameistarar. Þetta gekk svo langt að ég varð fyrir stöðugu einelti stjórnar Félags pípulagningameistara um fjögurra ára skeið sem endaði með því að ég sagði mig úr því félagi sem ég hafði verið í yfir 40 ár. Ég get talið fingrum annarrar handar þá stéttarbræður mína, pípulagningameistara, sem tóku upp hanskann fyrir mig þá.
Ef einhver er EKKI fulltrúi "pípulagningarmanna/meistara" eins og þú heldur fram þá er það ég.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.9.2010 kl. 10:36
Heill og sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.
Þakka þér fyrir þín svör. Enn þau vekja mig til umhugsunar hvað má fara betur. Ég veit að þú er sérfræðingur á þínu sviði enda hef ég lesið þínar greinar í mbl og þær voru fræðandi fyrir íbúðareigendur. Ég legg það til að þú skrifir það sem þú getur fengið inngöngu fyrir þitt efni. Ekki veitir af.
Með kveðju fyrir fræðandi efni.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.9.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.