6.9.2010 | 11:02
Örn Bárður Jónsson prestur fer með rangt mál úr prdikunarstóli
Nú eru menn að reyna að ná vopnum sínum í Þjóðkirkjunni til að verja hana og réttlæta. Mér brá sannarlega þegar Örn Bárður prestur í Nessókn í Reykjavík birtist á Sjónvarpsskjá og hikaði ekki við að fara með rangt mál í sunnudagspredikun sinni. Örn Bárður hélt því blákalt fram að fjölmiðlar hefðu rekið áróður fyir því að fólk segði sig úr Þjókirkjunni. Ég fylgist nokkuð vel með fjölmiðlum og ég hef ekki orðið var við slíkan áróður í nokkrum fjölmiðli. Hins vegar hafa einstaklingar birt greinar í prentmiðlum og á blogginu þar sem skorað hefur verið á fólk að segja sig úr þjóðkirkjunni eða krafist aðskilnaðar Ríkis og Þjóðkirkju. Það er ekki hægt að halda því fram með rökum að þetta sé á ábyrgð viðkomandi fjölmiðla. Slíkar greinar eða bloggpistlar eru ekki á ábyrgð neins nema höfundanna sem birta skoðanir sínar. Er það krafa Arnar Bárðar að upp verði tekin ritskoðun og öllum sem blaka við þjóðkirkjunni meinaður aðgangur að fjölmiðlum? Er það sæmandi presti að fara með rangt mál af predikunarstóli?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.