7.9.2010 | 11:16
Eru ekki allir til í að lækka hitareikninginn?
Eru einhver töfrabrögð í boði til þess að lækka hitareikninginn? Kannski ekki töfrabrögð en það er Íslendingseðlið sem vert er að skoða, þar í liggur möguleiki til lækkunar.
Hvernig má það það vera?
Ein afleiðingin af því hve heita vatnið hefur verið ódýrt er að hjá okkur Íslendingum hafa skapast hitavenjur sem hvergi í nokkru öðru landi þekkjast. Þetta er sá vani að hafa hita á heimilum mun hærri en nokkurs staðar á byggðu bóli. Hönnuðir hitakerfa vinna út frá þeirri forsendu að hitakerfi húsa sé fært um að halda 20°C hita innandyra þó úti sé mínus 15°C. Þetta er arfleifð þess tíma að innihiti þótti hæfilegur 20°C. En mikið vill oft meira og í dag þekkist vart að innihiti sé undir 22°C, 24°C búa margir við .
Þarna er verið að sóa peningum. Fyrir hverja °C sem þér tekst að lækka stöðugan innihita lækkar þú hitareikninginn um 5%.
En til þess að það takist þurfa stýritæki hitakerfisins að vera í lagi og rétt valin. Stýritækin þurfa þá að stjórnast af lofthitanum inni, ekki af hita vatnsins sem út af ofnunum rennur.
Annar ótrúlegur ósiður Íslendinga er að láta glugga standa upp á gátt daglangt ef ekki allan sólarhringinn. Þetta er gert þó enginn sé heima frá morgni og langt fram eftir degi. Að sjálfsögðu er loftræsing mikil nauðsyn en ef enginn er heim eiga gluggar að vera lokaðir. Loftræsingu á að framkvæma með fullri opnun glugga og kröftugum loftskiptum í nokkurn tíma, hafa glugga svo ekki opnari en þörf krefur þegar verið er heima, þetta getur skilað þó nokkrum krónum. Margir vilja sofa við opinn glugga, það eiga menn að sjálfsögðu að veita sér.
Tvennt á að vera til á hverju heimili a) vandaður hitamælir sem segir þér hve heitt er inni b) rakamælir sem sýnir hve mikill raki er í vistarverum, á ekki ekki að vera undir 40%. Yfirleitt er of lágt rakastig í íbúðum og öðrum vistarverum hérlendis.
Hvernig á að auka rakann í íbúðum? Nota úðakönnur eða/og setja grunnar skálar með vatni á ofna. Svo eru einnig til tæki sem sjá um rétt rakastig og hreinsa loftið. Hjá tækjaóðri þjóð er ekki svo vitlaust að fjárfesta í slíku tæki.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Lífstíll | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brr. Já þegar ég bjó í Berlín með kolakyndinguna, þá var ég hissa á því í kuldanum á Íslandi þegar vinur minn tók á móti mér í stuttermabol.
Ég sem gekk um í peysu heima hjá mér.
En í Þýskalandi eru rök orkufyrirtækja fyrir hækkunum þau að orkunotkun er að minnka. Þess vegna þarf að hækka verðið því grunnnetið þarf að standa undir sér.
Áhugavert að fylgjast með fréttum frá mismunandi löndum um sama hlutinn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:26
SÆLL VERTU.
Ja við hitum húsin of mikið. Ekki skal því mótmælt.
En það er sama þótt ekki se hiti á einum einasta ofni- hitareikningurinn er alltaf sá sami.
Kv.
Erla magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.9.2010 kl. 12:05
Erla, OR gerir upp einu sinni á ári og áætlar greiðslur næsta árs út frá uppgjöri síðasta árs. Þess vegna er það rétt hjá þér að upphæð reiknings fyrir heita vatnið er sá sami út árið. En þegar að uppgjöri kemur er sá sem lækkaði hitann og hafði sín stillitæki í lagi oftar með inneign, en sá sem hitaði stöðugt upp í 24°C með skuld. Að lækka hitann kemur til góða eftir næsta uppgjör sem orsakar það að mánaðargreiðslur lækka.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 7.9.2010 kl. 15:32
Brrrrr. Mér er kalt hérna á Íslandi;) .....
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:44
Sælir.
Enn nær ekki fólk góðum sparnaði með því að búa í húsum með gólfhita og eingrun utan á útveggjum ?
Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:56
Nei;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 16:16
Einangrun húsa skiptir að sjálf sögðu megin máli, það er einnig ljóst að einangrun utan á útveggjum er betri, þó ekki sé nema vegna minni hættu á leiðni inn um gólf og loftaplötur.
Varðandi gólfhitun eru skiptar skoðanir. Þar skiptir meira máli hitastýringin eins og Sigurður Grétar segir. Oft er verið að bera saman tvö sambærileg hús, annarsvegar ofnahitun og hinsvegar gólfhitun, oftar en ekki kemur gólfhitunin betur út. Hitastýring við gólfhitun er nánast alltaf stjórnað af lofthita, en ofnstýringar eru oftar en ekki svokallaðar retúrstýringar, þ.e. vatnshitanum frá ofninum er haldið í ákveðnu hitastigi. Því er spurning hvort mismunurinn liggur í því eða hvort gólfhitun sé í raun betri.
Ég skil hinsvegar blogg þitt Sigurður um hvernig hægt sé að lækka hitareikninginn með litlum eða engum tilkostnaði og eru ábendingar þínar góðar. Að lækka hita í húsum niður í 20 gráður getur varla talist mikið mál. Að einangra hús sitt upp á nýtt eða skipta yfir í gólfhita eru miklar og dýrar framkvæmdir og því varla raunhæft að tala um slíkt.
Gunnar Heiðarsson, 7.9.2010 kl. 19:14
Hvers vegna? við almennir notendur erum í samkeppni við stórnotendur eða stóriðju, því eigum við fólkið í landinu að skerða lífsgæði fyrir útlenska stóriðju með því að fara í bað einu sinni í viku, lækka hitann í híbýlum okkar yfir vetrartímann, hvað helvítis bull er þetta! NEI TAKK! mælalestur hjá orkufyrirtækjum er reiknaður út frá meðaltali einu sinni til tvisvar á ári, þannig að hækka hitann vel yfir vetrartímann og síðan lækka vel yfir sumartíma breytir orkureikningi lítið, ALDREI mun ég breyta notkun minni fyrir Álskítseiðin.
Lárus Baldursson, 7.9.2010 kl. 19:45
Gunnar, þú skilur hárrétt hvað fyrir mér vakir með þessum pistli; að lækka hitakostnaðinn með því að lækka hitastig í íbúðinni kostar ekkert. Það er hárrétt hjá þér að bestur árangur næst með því að nota lofthitastýrða ofnloka.
Er gólfhitinn ódýrari í rekstri en ofnakerfin?
Það er ekki hægt að segja að þar sé marktækur munur nema að eitt atriði er vert að benda á við gólfhitann. Sé gólfhiti í íbúðinni er hitinn miklu jafnari frá gólfi til lofts en þar sem ofnakerfi er. Þess vegna má segja að við getum "blekkt" okkur nokkuð, séum við með gólfhitakerfi upplifum við 19°C hita eins o 20°C hita með ofnum. Og auðvitað hefur einangrun hússins mikið að segja og eins og Gunnar segir er utanhússeinangrun mun betri.
Lárus, ekki gera sjálfum þér það að sökkva í pytt rökleysu og reiði. Álverin kaupa og nota raforku, ég er að fjalla um heitt jarðvatn til að hita upp hús, þar á meðal þitt. Með því að sóa heitu vatni, eins og þú segist ætla að gera, ertu í raun að hjálpa álverunum til að fá rafmagnið á lægra verði. Því meiri ábata sem orkufyrirtæki fá frá húseigendum af sölu heita vatnsins, því lægra getur verðið verið á raforkunni til stóriðjunnar skyldi maður ætla. Lárus, sértu með góð og rétt sjálfvirk stýritæki á þínu ofnakerfi þarftu ekki að HÆKKA hitann á veturna eða LÆKKA hann á sumrin, stýritækin sjá um að skila þér réttum hita, t. d. ef það er glampandi sól þá taka rétt stýritæki tillit til þess og loka fyrir notkun á heitu vatni.
Allur sparnaður á orkunotkun (heitu vatni) skilar þér að lokum í þína eigin buddu. Svo gæti ég komið með nýjan pistil um að það er skylda okkar gagnvart umhverfinu og ekki síður afkomendum okkar að far sparlega með þessa stórkostlegu auðlind, heita vatnið í iðrum okkar lands. Svo mikið getum við dælt upp og sóað að það fari að ganga á auðlindina, heita vatnið, Við eigum að nota það þannig af varkárni til að auðlindin sé og verði sjálfbær.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 00:22
Sæll Sigurður,
ég notaði tækifærið og nældi mér í pistilinn þennan og setti hann á Fésbók. Kærar þakkir.
Eygló, 8.9.2010 kl. 02:35
Það er mikið atriði að vera með lofthitastýrða ofnkrana, en þeir eru yfirleitt á efri hluta ofnsins.
Í mörgum húsum eru eingöngu ofnkranar sem gæta þess að vatnið frá ofninum fari ekki of heitt út, eða svokallaðir retúrkranar. Fólk freistast þá til að opna glugga til að kæla, í stað þess að lækka stillinguna á ofnkrananum. Það er skiljanlegt, þvi það er mikil vinna að vera að eltast við þessar stillingar. Ein lausn gæti verið að setja einnig lofthitastýrða krana á fáeina ofna til að jafna sjálfvirkt út sveiflur í lofthita.
Sjálfur er ég með sambland af lofhitastýrðum (túr-) og vatnshitastýrðum (retúr-) ofnkrönum. Það virkar mjög vel. Á einum stað er ég með fjóra ofna samtengda inn á einn lofthitastýrðan krana, en allir ofnarnir eru með vatnshitastýrða krana. Það virkar mjög vel, en þetta eru allt mjög lágir ofnar og því gott að hafa einnig retúrkrana á þeim.
Það er svo annað mál, að allir þessir ofnkranar þurfa viðhald. Þeir eiga það til að standa á sér. Á hverju hausti þarf ég að liðka suma og jafnvel skipta um pakkdós í þeim. Það er lítið mál en borgar sig fljótt að hafa ofnkranana í góðu lagi.
Það væri örugglega vel þegið ef Sigurður fjallaði meira um þessi mál .
Ágúst H Bjarnason, 8.9.2010 kl. 06:55
Sæll Sigurður, takk fyrir einstaklega góðan og þarfan pistil. Ég þurfti að "læra" rétta meðferð á hita- og rakastigi við komu mína til Þýskalands fyrir fjölmörgum árum. Svo einfalt! Það er alveg nóg að lofta vel út tvisvar á dag í 3-5 mínútur. Hitinn helst í veggjunum, rakastigið batnar og loftinu verður skipt út. Að hafa opna glugga allan daginn í upphituðu herbergi er bannað, punktur! Allt kerfið í húsinu er lofthitastýrt, (hér hef ég ekki einu sinni heyrt minnst á retúrkrana (?)), og er einungis notast við gólfhita. Kostir gólfhita eru fjölmargir, en aðalókosturinn er að það tekur lengri tíma að hita upp kalt herbergi en með venjulegum ofni.
Valgeir (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 14:28
Sæll Sigurur Grétar
Mig langar að minnast aðeins á það ástand sem skapaðist fyrir nokkrum árum:
Orkuveitan sagðist neydd til þess að hækka verð á heitu vatni vegna milds
vetrarveðurs! Sama mun verða upp á teningnum ef við rekum of mikinn
áróður fyrir lækkun innanhúshitastigs ,sem sagt gömlu góðu dyggðirnar
eru til einskis nýtar í glímu neytenda við batterí eins og OR.
Bestu kveðjur
Hallgrímur T Jónasson
Hallgrimur T Jonasson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.