8.9.2010 | 10:54
Engir útlendingar fá veiðiréttindi í íslenskri lögsögu þó við göngum í Evrópusambandið
Ég hef lengi vonað að umræðan hérlendis um hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði málefnaleg. Ég hef ekkert við það að athuga að margir séu andvígir inngöngu í ESB, en ef litið er á það sem frá andstæðingum inngöngu hér á blogginu kemur er ekki hægt að neita því að þar hafa komið fram allskyns fullyrðingar sem eiga enga stoð í veruleikanum. Ungir bændur vara við herskyldu ungra Íslendinga ef við göngum í ESB og fjölmargir hanga endalaust á fiskveiðistefnu ESB sem eitthvað sem sé óumbreytanlegt. Það er örugglega algjör samstaða um það hérlendis að við munum ALDREI gefa eftir yfirráð okkar yfir fiski og fiskveiðum í okkar lögsögu. Það get ég fullyrt sem fylgismaður inngöngu ef við fáum svo hagstæðan samning að það tryggi betur tilveru og efnahag Íslands auk margra annarra kosta.
Ég hef oftar en einu sinni skrifað um þessi mál á blogginu og haldið því fram að við gætum náð samningum við ESB um inngöngu Íslands og jafnframt haft tryggt yfirráð yfir auðlindum hafsins, bæði í botni og sjó í okkar lögsögu.
Það er ánægjulegt að hlusta á aðalsamningamann okkar við ESB þegar hann segir:
Stefán sagði það vera á kristaltæru að aðrar þjóðir hefðu ekki veiðiréttindi við Ísland, því hér hefðu engir aðrir verið að veiða í yfir 30 ár! Hann sagði þetta mæta skilning innan ESB og að framkvæmdastjórnin myndi t.d. ekki styðja kröfur Spánverja um fiskveiðiréttindi hér við land. ,,Enginn annar en við eigum rétt hér við land," sagði Stefán á fundinum.
Er þetta ekki kristalstært, þurfum við að halda áfram að fullyrða að við verðum við inngöngu að gangast undir stórgallaða fiskveiðistefnu Evrópusambandsins sem þeir eru þar að auki að gefast upp á?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Átti fyrirsögnin ekki frekar að vera svona.:
ÚTLENDINGAR FÁ FULL VEIÐIRÉTTINDI Í ÍSLENSKRI VEIÐILÖGSÖGU EF VIÐ GÖNGUM Í EVRÓPUSAMBANDIÐ.
Númi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:18
Sko - menn eru of hatrammir í þessu og koma með fullyrðingar sem þeir geta ekki fyllilega staðið við.
Staðreyndin er sú, að þetta er hvorki 100% öruggt né 100% óöruggt. Hérna verður einfaldlega að beita líkindareikningi.
Á hinn bóginn er grunnstaðreynd við aðildarsamninga sú, að þeir eru í reynd við aðildarríkin. Þau hafa rétt til að setja eigin skilyrði þ.s. eftir allt saman þá er lokun hvers hinna svokölluðu kafla háð þeirra samþykki.
Við vitum að sjálfsögðu ekkert um það fyrirfram hver þau skilyrði verða. Regla ESB um það, að tekið sé tillit til hagsmuna hvers ríkis fyrir sig á aðallega við þau ríki sem þegar eru orðin aðildarríki.
Þ.e. sennilega rétt að veiðireynsla er ekki fyrir hendi, en samt sem áður, má því ekki gleima að lokun hvers kafla er raunverulega í hvert sinn háð þeirra samþykki, þ.e. skv. prinsippinu "unanimity" þ.e. öll hafa neitunarvald.
Síðan má ekki heldur gleyma því, að eiginlegar viðræður hefjast líklega ekki fyrr en 2011 þ.e. síðla sumars eða um haustið skv.:
------------------------------
------------------------------
Hin svokölluð rýniskýrsla sem er útkoma þess ferlis er fer í gang þetta haust, er einnig háð samþykki aðildarríkjanna. Hin eiginlega ákvörðun um að hefja formlega samingaviðræður, er ekki tekin fyrr en umfjöllun um þessa rýniskýrslu fer fram.
Þá getur verið að einstök aðildarríki tilkynni fyrir sitt leiti skilyrði sem þau setja fyrir samþykki sínu við einstökum köflum.
Ég held reyndar, að einstök ríki setji slík lokunarskilyrði sé mun líklega en ekki.
-------------------------
Það verður einfaldega að koma í ljós hver þau verða.
Ef Spánverjar krefjast veiða sem dæmi, þá er það ósanngjarnt en ekki endilega ólöglegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.9.2010 kl. 12:11
Einar, líklega er best að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðunum en ég endurtek:
Það er örugglega algjör samstaða um það hérlendis að við munum ALDREI gefa eftir yfirráð okkar yfir fiski og fiskveiðum í okkar lögsögu.
Þess vegna þýðir lítið fyrir Spánverja eða aðra að gera kröfur um að koma í okkar lögsögu til veiða.
Númi, vona að þú náir þeim þroska að geta tekið þátt í umræðum án útúrsnúninga, frekar með rökum og yfirsýn.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 17:09
Kæri Sigurður þú ágæti bloggari og pistlahöfundur,mér þykir leitt að hafa verið að snúa einhverju útúr hjá þér,en þarna var bara mín skoðun á ferðinni,(no1)og það er merkilegt hvað þarf lítið til að æsa ykkur ESB-sinna upp.Sigurður í færslu þinni hér ofar(no 3) ritar þú að ''það sé algjör samstaða um það hérlendis að við munum ALDREI gefa eftir yfirráð okkar yfir fiski og fiskveiðum í okkar lögsögu,,..Sigurður segðu mér það í einlægni,,,,trúir þú þessu að við fáum einhverja sérsamninga gagnvart fiskimiðum okkar hjá þessu Mafíubandalagi sem þetta Evrópusamband er.? ? ? ?.Mundu eftir þessu ALDREI orði þínu,því að það verður A L D R E I að við fáum einhverja sérsamninga hjá Brusselmafíunni.
Númi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 00:22
Já Sigurður er þetta ekki svolítið rétt hjá Núma, hvað vitum við eftir 2 ár segjum svo að við gengjum í ESB og þá kemur einhver reglugerðabreyting sem þeir einir ákveða ekki höfum við atkvæðisrétt að tveimur árum liðnum, okkar hlutur er víst 0,07 prósent að mig minnir. Þið bara leiðréttið mig ef þetta er rangt. kv.
Gunnlaugur Gunnlaugsson., 9.9.2010 kl. 03:32
Það er nú svo Númi að í þessu máli held ég að þú sért sá "æsti" ekki ég. Mér finnst sjálfsagt að þú segir þína skoðun í þínu bloggi (eða sem athugasemd með mínu bloggi eða annarra) en útúrsnúningar á því sem aðrir hafa sagt er léleg málafylgja. Ofstæki hefur aldrei verið mín grein hvar sem ég hef borið niður í félagsmálum eða pólitík og ég mun halda mér við það áfram. Að kalla Evrópusambandið Mafíubandalag eru engin rök heldur innihaldslaus upphrópun.
Já, ég trúi því að við fáum það viðurkennt í þeim samningum sem framundan eru að algjör yfirráð yfir landgrunni og hafinu innan okkar lögsögu verði viðurkennd að fullu. Hverjum hefði dottið það í hug 1958, þegar við færðum landhelgina út í 12 mílur frá grunlínupunktum, en hún var áður 3 mílur frá ströndinni, að okkur tækist á tveimur ártugum að fá lögsögu yfir hafinu í kringum Ísland í 200 mílur frá grunnlínupunktum? Ekki aðeins það; þetta er orðið viðurkennd staðreynd hjá öllum strandríkjum um víða veröld og er í alþjóðalögum, það voru Íslendingar sem ruddu brautina.
Af hverju tókst okkur það?
Vegna órofa samheldni allra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og allra landsmanna sem trúðu á að þetta væri hægt. En nú stöndum við í þeim ömurlegu sporum að stjórnarandstaðan telur það vera sitt hlutskipti að gera sífellt hróp að Ríkistjórninni og er á móti öllu sem frá henni kemur aðeins til að vera á móti. Ég hef ætíð viðurkennt Sjálfstæðisflokkinn sem sterkt afl í þjóðlífinu, allt of sterkt afl á stundum, en flokkurinn hefur átt merka forystumen sem létu gott að sér leiða, nefni ég þar Ólaf Thors og Bjarna Benediksson. Ég hef oftast verið þessum mönnum og flokki algjörlega ósammála en það er allt önnur saga. Hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokkum, sem er illa haldinn af hjarðmennsku með tilheyrandi leiðtogadýrkun, er grafalvarlegt mál fyrir land og þjóð. Að það skyldi vera hægt að láta fulltrúa á síðasta landsfundi flokksins samþykkja tillögu með nær samhljóða atkvæðum að hætta við aðildarviðræður við Evrópusambandið er heimskulegasta samþykkt sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur gert.
Gunnlaugur, það eru grndvallaratriði í samningum sem ekki verður hróflað við, svo yrði með það atriði að Ísland hefði ævarandi full yfirráð yfir landgrunni og hafi í sinni lögsögu. En segjum svo að ESB reyndi að beita bolabrögðum að fá því breytt þá eigum við sjálfgefið svar við því; við einfaldlega göngum aftur úr ESB frekar en að lúta valdníðslu. Bæði Færeyingar og Grænlendingar gerðu það á sínum tíma þó engin kæmi fram valdníðslan, sú leið verður alltaf opin.
Mér er gersamlega hulið hvers vegna andstæðingar aðildar að ESB fara margir hverjir hamförum og krefjast þess að aðildarviðræðum verði hætt hið snarasta. Við hvað eru þeir hræddir? Eru þeir hræddir við það að þau sjónarmið sem ég hef rakið að framan náist fram, að okkur standi til boða ævarandi yfiráð yfir landgrunni og hafi út að 200 milum? Þessar viðræður munu gefa mér og landsmönnum öllum möguleiga á því endanlega að svara því hvort við viljum nýta okkur þá hagkvæmnu sem í því felst; að ganga í Evrópusambandi.
Þessar viðræður kunna einnig að gera mér það ljóst að ég muni EKKI greiða atkvæði með inngöngu. En það get ég ekki ákveðið fyrr en samningur liggur fyrir, þá eru staðreyndirnar ljósar og þá fyrst er hægt að ákveða hvernig atkvæðinu, með eða móti, verður varið.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.9.2010 kl. 10:02
Hvað annað er hægt að kalla ESB-veldið í Brussel en Mafíu,en þar er Silvio Berlusconi einn helsti ráðamaður.ESB-veldið er mjög spennt að fá okkur inní klíkubandalag sitt,hugsið ykkur að það er verið að hafa Íslensku Þjóðina að fíflum,hver trúir því að við fáum mjúklega meðferð hjá þeim.Hollendingar og Bretar eiga eftir að koma fram hefndum gagnvart okkur og það er og verður staðreynd ef til inngöngu Íslensku Þjóðarinnar verður inní þetta Mafíuveldi.Þetta er ekki einfeldni Sigurður,og ekki enn halda og hreinlega trúa því að sérmeðferð sé í boði,það er einungis verið að því núna hjá ESB í Brussel að klæðskersauma falskan samning til Íslensku Þjóðarinnar. Hvað heldur fólk er vill þjarma okkur inní þetta ESB að við 320,000 manna þjóð hafi í hundruða milljóna manna Vargsamband að gera.?Sanngirni vegna okkar sérstöðu á jarðarkringlunni verður og er haft að háði og spotti,gömlu nýlenduveldin eiga eftir að éta upp fiskveiðimiðin og hvað þá að hirða aðrar auðlindir.Hér á Íslandi þarf að laga til og koma frá þeim óþverrum sem eru aftur að planta sér að kjötkötlum þjóðarinnar,og eru styrktir af siðblindum ráðamönnum,ekki þarf að ganga inní ESB-Mafíuveldið til þess,við virðumst hafa nóg af svoleiðis kónum í stjórnsýslu landsins okkar og þá þarf ekki að bæta þeim við með inngöngu í áðurnefnt Mafíuveldi.
Númi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.