Þór, Birgitta, Margrét og Þráinn hafa öll svikið sína kjósendur

Ég sá þá meinloku á blogginu  að Þráinn Bertelsson hefði verið kjörinn á þing á vegum Hreyfingarinnar.

Hreyfingin var ekki til við síðustu kosningar og því enginn á hennar vegum í framboði hvorki Þráinn Bertelsson né nokkur annar. Þráinn, og þau þrjú sem flutu með honum á þing voru kjörin sem frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar. Þrjú þeirra yfirgáfu Borgarahreyfinguna og skildu Þráin eftir einan, nú er hann einnig horfinn frá þeirri hreyfingu sem kom honum á þing, Borgarahreyfingin á þar með engan þingmann. 

Þessir fjórmenningar töldu sig fremsta og heiðarlegasta af öllum pottlokaberjurum og fóru inn undir merkjum heiðarleika og endurnýjunar. Öll hafa þau svikið sína kjósendur. Að vera kosinn á þing af ákveðnum hópi kjósenda, hlaupa frá þeim kjósendum í aðra flokka er ekkert annað en lágkúra og svik. Þessir fjórmenningar hafa afhjúpað sig sem spillta stjórnmálamenn.

Var ekki að  þeirra áliti  nóg af þeim fyrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Sigurður Grétar.  Ósamlyndi Borgarahreyfingarinnar varð henni að falli og vissulega má gagnrýna þingmenn framboðsins fyrir að hafa brugðist kjósendum og ekki byrgt brunninn í tæka tíð.   Innanflokkserjur þessar vörðuðu þó ekki þjóðarhag heldur voru einungis þessum tiltekna flokki og fylgismönnum hans til vansa.  Spilling er þegar stjórnmálamenn fara að þénusta sérhagsmuni og hljóta sjálfir af því einhvern ábata.  Því finnst mér þú teygja þig of langt í umsögn þinni um þingmennina fjóra.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 01:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér Sigurður

Óskar Þorkelsson, 9.9.2010 kl. 03:48

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Merkileg túlkun. Var ekki málið að haldinn var aðalfundur Borgarahreyfingarinnar þar sem inn kom nýr hópur til stjórnar með önnur áherslumál en höfðu verið í gildi fyrir kosningar, og þessi hópur vildi hafa virk áhrif á störf þingmanna, og ekki á sömu forsendum og fyrir kosningar? Ég sá ekki betur en að reynt var að hafa þannig áhrif á þingmennina að þeir yrðu að brjóta eigin kosningaloforð ætluðu þau að fylgja flokkinum - sem var reyndar aldrei skilgreindur sem stjórnmálaflokkur.

Ég tel þau þrjú hafa gert hið eina rétta í málinu þegar þau klufu sig frá "flokkinum" og styð þau til dáða, þó að ekki sé ég alltaf sammála þeim. Þau hafa unnið fyllilega í samræmi við loforð sín og finnst mér atkvæði mínu til þeirra hafa verið vel varið, þó að þó hafi haft einn Þráinn í götu. 

Hrannar Baldursson, 9.9.2010 kl. 05:25

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dálítið einstrengingsleg túlkun - en eins og allir vita, þá sköpuðust miklar deilur innan Borgarahreyfingarinnar. Hún tvístraðist síðan, þ.e. 4menningarnir sögðu allir skilið við sinn upphaflega flokk. Einungis Þráinn stóð með þeim hópi sem náði völdum þar innan i stjórnarkjöri.

Ég fylgdist með því þegar verið var að stofna Borgarahreyfinguna, og eitt af sérkennum hennar var að hver þingmaður fyrir sig þ.e. framjóðandi fyrir hennar hönd, hafði eigin stefnu.

Hann var síðan kosinn fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar, einmitt útá þá persónulegu stefnu.

Borgarahreyfingin sjálf á þeim tíma, hafði einungis mjög óljósa sameiginlega stefnu, þannig að ég hugsa að í fullri sanngyrni hafi þingmenn hennar flestir, - fyrir utan Þraín klárlega, talið sig eingöngu bundna þeirri persónulegu stefnu er þeir auglýstu þegar þeir voru í framboði innan Borgarahreyfingarinnar og félagar þeirra þar innan kusu þá skv.

Ég verð að reikna með, að þú hafi ekki vitað þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.9.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband