19.9.2010 | 16:31
Svandís á að segja af sér, lögbrjótur á ekki að sitja í ráðherrastóli
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd fyrir lögbrot. Hún neitaði að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps, ástæðan sú að Landsvirkjun hafði kostað skipulagsvinnuna að hluta. Þarna hljóp Svandís illilega á sig og það af pólitískum ástæðum. Þó hún sé á móti virkjunum í neðri Þjórsá mátti hún ekki að brjóta lög til að koma í veg fyrir það. Úrskurður hennar um aðalskipulag Flóahrepps hefur verið felldur úr gildi enda var hann lögbrot.
Svandís á að sjá sóma sinn í að biðjast lausnar sem Umhverfisráðherra
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Sveitarstjórnarkosningar, Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engar áhyggjur næsti Landsdómur tekur á þessu.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 04:01
Höfundur hefur rétt fyrir sér. Þingmenn og ráðherrar verða einfaldlega að kunna skil á því sem ætlast er til af þeim í sinni vinnu, rétt eins og hver annar verkamaður! Það verður hver að kunna sitt fag, ráðherrar geta ekki verið undanskildir þeirri einföldu stefnu, alþingi er ekki vettvangur fyrir þá sem teljast treggáfaðir, það eru til aðrir og betri staðir fyrir þá sem þar eiga heima. Er alls ekki að meina að það sé neitt verra, bara að segja að best sé fyrir hvern og einn að finna sér sinn stað í lífinu.
assa (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 05:26
það besta sem hefur hent íslenska náttúru í langan tíma er Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.Ansi margir sem þurfa að víkja áður en hún segir af sér.
þórður (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 08:16
Sammála þér Sigurður Grétar.
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2010 kl. 09:09
Jamm er sammála þér Sigurður. Ótækt er þegar stjórnmálamenn og ráðherrar blanda embættisgjörning og persónulegum skoðunum saman.
Það eru reyndar fleiri sem sem ættu að huga að hvort þeir standist skoðun.
Gylfi Björgvinsson, 20.9.2010 kl. 13:32
Núna er ráðherraábyrgð mál málana. Þetta mál Svandísar sýnir í hverskonar skötulíki öll siðferðisvitund er í Íslenska stjórnkerfinu. Ekkert mun breytast meðan sá hugsunarháttur ríkir að ráðherrar geti stjórnað án eftirmála að geðþótta og gerræði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 18:13
Þórður, fylgir þú gömlu stefnunni "tilgangurinn helgar meðalið"? Þetta mál Svandísar er miklu alvarlegra heldur en flest það sem ráðherrar hafa brotið af sér. Komið hefur fyrir að ráðherrar hafa verið á gráu svæði, oft vegna slæmrar ráðgjafar eða flumbrugangs. En Svandís brýtur lög beinlínis í pólitískum tilgangi. Hún er á móti virkjunum í neðri hluta Þjórsár og er ekki ein um það. Hún hlýtur að hafa vitað að hún væri að brjóta lög en hélt fast við það gamla sem oft hefur tröllriðið íslenskri stjórnsýslu "ég hlýt að komast upp með það".
Var ekki ætlunin að innleiða siðbót í íslenska stjórnsýslu? Hafa ekki Vinstri grænir haft uppi háværar kröfur í þá veru?
En þá kemur gamla "spakmælið" "tilgangurinn helgar meðalið"
Mé er algjörlega hulið hvað gullmoli það er fyrir íslenska náttúru að Svandís Svavarsdóttir er Umhverfisráðherra. Hún er reyndar þriðji "gullmolinn" sömu gerðar, fyrrirennarar hennar voru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir.
Er engin von til þess að í þetta ráðherraembætti veljist einstaklingur með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.9.2010 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.