24.9.2010 | 12:44
Skora á þingmenn Samfylkingarinnar að fella tillöguna um að draga fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm
Ég hef aldrei dregið dul á mínar pólitísku skoðanir og að ég er flokksbundinn, ég er í Samfylkingunni. Líklega munu margir vilja túlka afstöðu mína sem að ofan greinir sem ákall um að hlífa flokksfélögum mínum.
Það er alrangt, ég hef önnur rök fyrir minni afstöðu og skoðum þau rök sem ég legg fram.
Þegar Ríkisstjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórnin, var mynduð um mitt ár 2007 var skaðinn skeður, Hrunið var óumflýjanlegt, þannig höfðu samstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins stjórnað þjóðarbúinu. Það var á ábyrgð þessara tveggja flokka að einkavæða bankana, að afhenda þá fjárglæframönnum sem ekkert kunni í bankastarfsemi og rændu síðan bankana innanfrá, lánuðu sjálfum sér himinháar fúlgur til að kaupa ýmis fyrirtæki á yfirverði og þurftu engar tryggingar að setja fyrir þeim lánum sem þeir pumpuðu út úr bönkunum. Þannig sýndu þeir betri stöðu bankanna og notuðu einkum "óefnislegar eignir" svo sem viðskiptavild til að hækka verðgildi þeirra. Andvirði þessar lána hurfu síðan og álítur Vilhjálmur Bjarnason, sem flestir þekkja, að hvorki meira né minna en 6.000 - 7.000 milljarðar hafi þannig verið sognir út úr bankakerfinu og þjóðarbúinu og séu faldir í skálkaskjólum víða um heim. Ekki má gleyma glæpastarfsemi Landsbankans í Hollandi og Bretlandi þar sem saklausir launamenn m. a. voru lokkaðir til að trúa bankanum fyrir sparifé sínu og það liggur í augum uppi að það stóð aldrei til að skila þessu fé til baka. Hvar liggja þessir fjármunir í dag? Án efa að stórum hluta í skálkaskjólum víða um heim og bíða þess að refirnir komst í forðann.
Þetta eru aðeins helstu ástæður Hrunsins mikla og þó tekið sé tillit til hinnar að alþjóðlegu bankakreppu hefði þetta skelfilega hrun aldrei orðið á Íslandi þó við hefðum engan veginn komist hjá einhverjum skellum vegna þeirra áhrifa.
En fyrir hvað á að ákæra fjóra fyrrum ráðherra úr Þingvallastjórninni? Eftir því sem mér skilst er það ekki síst fyrir vanrækslu þó það liggi í augum uppi að þessi Ríkisstjórn, sem tók við um mitt ár 2007, gat engan veginn komið í veg fyrir Hrunið. Sýndi stjórnin vanrækslu? Vissulega má leiða rök að því þó alltaf sé hægt að vara vitur eftirá.
Á árinu 2007 var öll þjóðin meðvirk í bankabrjálæðinu eða mikill meirihluti hennar. Enginn hlustaði á örfár varnaðarraddir innanlands og því síður þær sem komu frá útlöndum, Danske bank var ekkert annað en nöldur öfundsjúkra Dana og þannig var öll gagnrýni afgreidd, við vorum nánast öll meðvirk. Á þessum tíma lét einn aðalhöfundur hrunsins, Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra og þá Seðlabankastjóri, nánast afnema bindiskyldu fjármagns hjá íslensku bönkum, álíka gjörð og að ausa bensíni á brennandi hús.
Gat Ríkistjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórnin, gripið til einhverra ráðstafana til að koma í veg fyrir hluta af skaðanum?
Já það gat hún vissulega. Hún gat gengið fram og skýrt þjóðinni frá því að glæpaklíkur innan bankanna væru að steypa þjóðinni fram af fjárhagslegum hengiflugi, hún gat afhjúpað skelfilega óstjórn í Seðlabankanum sem leiddi til þess að hann varð gjaldþrota og upplýst um að við værum með handónýtt Fjármálaeftirlit.
Hverjar hefðu afleiðingarnar orðið?
Líklegt að þá hefðu Hrunið mikla orðið samstundis, þá hefði fjármálablaðran sprungið ári fyrr eða haustið 2007. Ekki vafi á að þá hefði skaðinn orðið mun minni fyrir þjóðarbúið en samt hefði hann orðið gífurlegur.
Hvernig hefði alþjóð brugðist við?
Ég tel allar líkur á því að Ríkistjórninni hefði verið kennt um, hún hefði með því aða upplýsa um ástandið, sem var þó staðreynd, fellt íslenski bankana og kallað yfir þjóðina skelfilegt hrun. Glæpamennirnir bönkunum hefðu fengið samúð, þessir lúðulakar sem almenningur leit á að væru "snillingar".
En hefði Ríkistjórn, sem var samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks átt möguleika á að grípa til slíkra verka?
Nei, útilokað. Þarna sátu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þeir Geir Haarde og Árni Mattheisen, menn sem höfðu verið á kafi í því undir forystu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að "einkavæða" bankana í orðsins fyllstu merkingu, afhenda þá Bjrögólfunum, Ólafi í Samskip og Finni Ingólfssyni og álíka kónum á spottprís og síðan að gera Davíð Oddsson að æðsta manni peningamála hjá þjóðinni, Seðlabankastjóra.
Hver eru þá afglöp ráðherra Samfylkingarinar?
Að reyna ekki að berja fram það ómögulega, að upplýsa þjóðina um ástandið sem aldrei hefði náðst fram í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Hverra kosta átti Samfylkingin þá?
Að slíta stjórnarsamstarfinu, en þá hefði hún orðið að upplýsa um ástandið í banka- og fjármálum landsins með sömu afleiðingum og raktar voru að framan, Hrunið mikla hefði orðið haustið 2007 sem hefði þó sparað þjóðinni mikið tap.
Hverjum hefði verið kennt um Hrunið mikla? Að sjálfsögðu flokknum sem sleit Ríkisstjórninni og upplýstu um hið rétta ástand þjóðarbúsins, Samfylkingunni, gegn henni hefðu öll öfl snúist hvort sem það voru stjórnmálaöfl að ég ekki tali um bankaræningjanna sem með því hefðu líklega ekki getað hreinsað fjárhirslur bankanna endanlega.
En hversvegna er ég þá á móti að ráðherrar séu dregnir fyrir Landsdóm?
Þar til liggur fleira en ein átæða. Það eru aðeins ráðherrar úr Ríkisstjórn Geirs Haarde sem á að ákæra og vissulega eru ráðherrar úr Sjálfstæðsflokknum í þeirri Ríkistjórn Geir Haarde og Árni Mattheisen sekir um að vera meðhöfundar að Hruninu mikla haustið 2008. En ég held að flestum sé misboðið hvernig staðið er að þessum ákærum þó eflaust sé þar farið að lögum. Að þeir sem þyngsta sökina bera af að hafa undirbyggt Hrunið, Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson, sitji á friðarstóli og að við þeim sé ekki blakað er eins og blaut tuska framan í hvern þjóðfélagsþegn. Það má heldur ekki gleyma þeim Finni Ingólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur.
Þið, sem sátuð í þingnefndinni fyrir hönd Samfylkingarinnar, unnuð mjög margt ágætt í þeirri nefnd eins og nefndarmen allir, þið hafið unnið kappsamlega og margt sem frá nefndinni kom er vandað og orð í tíma töluð. En þið hafið látið draga ykkur inn í lævíst samsæri. Það hefur verið massífur áróður fyrir því undir forystu Morgunblaðsins, og allir vita hver ritstýrir því, að kom allri sök af Hruninu mikla á Þingavallastjórnina, í dag eru það aðeins veikar raddir eins og mín sem andæfa og rekja með rökum hverjir eru sekastir af því að Hrunið varð úr hópi stjórnmálamanna.
Ætla menn að það sé tilviljun að útgerðarauðvaldið hafi komist yfir Morgunblaðið og gert höfuðskúrk Hrunsins, Davíð Oddsson, að ritstjóra og einvaldi yfir. Með því vinnst svo margt, það er auðvelt að trylla þjóðina og leiða athyglina frá Davíð, Halldóri og þeirra líkum, það er hægt að ónýta endurbætur á fiskveiðikerfinu og þeir vona einnig að þeim takist að trylla þjóðina enn frekar og eyðileggja umsóknarferil Íslands að Evrópusambandinu.
Allt er þegar þrennt er, Íslands óhamingju virðist verða allt að vopni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heimspeki, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek fram að mér finnst skoðanir þínar oft réttlátar og hispurslausar.
En alls ekki í þessu máli, þarna ertu meðvirkur Flokkshestur- og flokksfauskur !
Hér ráfar þú um blindaður af flokkshollustu þinni.
Rökin fyrir að ekkert hafi verið hægt að gera eftir 2006 standast enga skoðun.
Ertu að meina að það hafi engu máli skipt þó svo að við hefðum enga Ríkisstjórn ? Eða hvað ?
Málið var að það var heilan helling hægt að gera hjá ríkisstjórn og ráðamönnum landsins þó svo að þetta alheims hrun og óhjákvæmilegt fall íslensku græðgisbankanna væri eflaust ekki umflúið strax árið 2006.
Þá hefði verulega mátt draga úr tjóninu og gera lendinguna bærilegri fyrir fyrirtækin og almenning ef að stjórnvöld hefðu ekki verið steinsofandi á SAGA CLASS og einkaþotum Elítunnar fram af brúninni og inní sjálft HRUNIÐ !
Til dæmis var ICESAVE klúðrið mest allt stofnað til á vakt samfylkingarinnar í banka og viðskipta málaráðuneyti Samfylkingarinnar og undir forsæti Samfylkingarinnar í FME.
ICESAVE í Hollandi var stofnað á vormánuðum 2008 með fullri vitund og með samþykki og fulltingi bankamálaráherrans og Fjármálaeftirlitsins undir forysu Samfylkingarinnar.
Formaður og Oddviti Samfylkingarinnar sjálfur utanríkisráðherrann Frú ISG sýndi fádæma ábyrgðarleysi ásamt Björgvini G. svokölluðum viðskipta- og bankamálaráðherra en þau þeystust um heiminn í ýmindarherferð fyrir glataða og ónýta einkabankanna og fyrir bankaglæponana sem þar réðu og höfðu ruplað og rænt fram á síðasta dag í skjóli þessara ráðamanna.
Formaður SF og utanríkisráðherra SF Frú ISG voru steinsofandi og algerlega meðvirk með Mr. Haarde og "góðu og óskeikulu" bankaglæponunum og góðu gæjunum í Sjálfstæðisflokknum sem hún sýndi hollustu sína og trúði á og dýrkaði og dáði.
Inigbjörg Sólrún Gísladóttir er einhver allra mest misheppnaðasti stjórnmálamaður gjörvallrar lýðveldissögunnar og á miklu frekar og meira skilið að sitja nú á sakamannabekk fyrir glæpi sína gegn þjóðinni og aðgerðarleysi sitt og meðvirkni heldur en allir 9-menningarnir til samans, þ.e. ungmennin sem nú eru hundelt og dreginn fyrir Hæstarétt fyrir að hafa mótmælt óréttlætinu sem þetta gerspillta stjórnmálapakk með Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde í broddi fylkingar kallaði yfir þjóðina !
Þú ert á miklum villigötum ágæti maður.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 17:59
Það þarf að draga þá og þær til ábyrgðar sem ábyrgðina báru og láta þá/þær svara til saka án undanbragða. Vanræksla þessa liðs var svo svæsin að beita ætti hörðustu refsingu, sex ára óskilorðsbundnum fangelssdómi og missi allra eftirlauna.
Hoppandi (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 20:28
Sigurður - þú skautar alveg yfir tiltekin og mjög mikilvæg afglöp:
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.9.2010 kl. 00:05
Ég er búinn að lesa pistil Sigurðar og andsvör við honum. Í andsvörunum kemur ekkert fram sem er í sjálfu sér mótrök við máli Sigurðar.
Ég er sammál Sigurði. Það gengur ekki að afgreiða málið með hefndarhug í stað yfirvegunar.
Hví skyldum við hengja bílstjórann, þegar vélvirkinn leyndi biluninni?
Jón Halldór Guðmundsson, 25.9.2010 kl. 09:12
Gunnlaugur, seint mun ég skilja af hverju þeir sem blogga þurfa að grípa til innihaldslausra skammaryrða, þú segir:
En alls ekki í þessu máli, þarna ertu meðvirkur Flokkshestur- og flokksfauskur !
Hér ráfar þú um blindaður af flokkshollustu þinni. (tilv. lýkur)
Er það af flokkshollustu að ég tel ekki rétt farið að þegar draga á aðeins ráðherra úr Ríkisstjórn Geirs Haarde til ábyrgðar?Er það af flokkshollustu þá við Sjálfstæðisflokkinn að ég tel ekki rétt ð draga Geir Haarde og Árna Mattheisen, sem ráðherra eftir mitt ár 2007, til ábyrgðar?
Mér er misboðið að ráðherra úr ÞESSARI ríkisstjórn eingöngu, Ríkisstjórn sem stóð frammi fyir gerðum hlut því eftir 2006 varð nálega engu bjargað, skuli dregnir til ábyrgðar. Þetta er eins og þegar drukkinn bílstjóri ekur út af og í mógröfina þá álita allir Davíð bílstjóra sýknan saka og Halldór sem sat frammí hjá honum og hvatti hann ákaft til ofsaakstur, enda fullur líka, þá skuð þeir lausir allra mála en ráðast skuli á þá sem nú berjast við að ná bílnum upp úr mógröfinni. Að draga eingöngu ráðherra úr Þingvallastjórninni fyrir Landsdóm en sýkna í raun þá sem Hruninu ollu er í mínum augum hrikalegt brot á jafnréttisreglu.
Einar Björn, þú ert rökfastur maður og oft góður greinandi. En þú segir:
Sigurður - þú skautar alveg yfir tiltekin og mjög mikilvæg afglöp: (tilv. lýkur)
Það er nákvæmlega það sem þú gerir sjálfur, þú skautar algerlega framhjá þeim sem Hruninu ollu með sínum gerðum. Því miður ert þú kominn inn á brautina sem sem byggð er í Hádegismóum;
að klína öllu á þá sem voru í Ríkisstjórn frá miðju ári 2007, og þó aðallega á Samfylkinguna, og breiða endalaust yfir afglöp Davíðs, Halldór og þeirra samverkamanna og glæpalýðsins í bönkunum.
Jón Halldór, þakka þér fyrir þinn stuðning. Þú gafst mér innblásturinn af því að nota líkinguna við akstur og bílstjóra
Sigurður Grétar Guðmundsson, 26.9.2010 kl. 11:42
Sigurður - vandinn við deilurnar, eru að þeir sem eru bundnir af flokkslínum, þverneita að horfa á brestina í eigin fólki.
--------------
Þ.e. enginn að draga í efa, að Þingvallastjórnin gat ekki komið í veg fyrir hrun. En, þ.s. fer í mínar fínustu, er þegar fólk lætur sem að það þíði, að Þingvallastj. sé laus allra mála.
---------------
Ég benti þér á tiltekin atriði, sem sannarlega voru henni að kenna - þ.e. Hollenska Icesave sem hún raunverulega gat komið þjóðinni frá þ.s. það hófst ekki fyrr en í mái 2008.
Síðan var það breska Icesave sem breska ríkisstj. reyndi að fá fram að væri fært yfir í Heritage bankann. Bretar höfðu ítrekað samband við ríkisstj. síðustu mánuðina fyrir hrun.
Ég bendi á þessi atriði þ.s. mín skoðun er að þau séu alvarleg - og alveg næg ástæða til að taka þau sem þá sátu, og draga fyrir dóm.
Þ.e. ekki hægt að fullyrða að fall KB banka hafi verið öruggt, þ.s. hann var áður en Bretar tóku hann niður, nýbúinn að fá fjárinnspýtingu sem var sameiginleg aðgerð Seðlabanka Ísl - Danm. og Noregs. Það voru mjög verulegar upphæðir samanlagt.
-------------------
Hugsa sé - engin Icesave deila - og jafnvel hugsanlega að stærsti bankinn hefði lafað.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.9.2010 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.