Hvað sagði Mark Flanagan um árangur íslenskra stjórnvalda eftir hrun?

Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið umdeilt hér á landi. Ekki hefur þó tekist að benda á nokkuð sem sýni  að AGS segi íslenskum stjórnvöldum fyrir verkum og ég álít að við værum í dag ver stödd ef við hefðum ekki tekið upp samstarf við AGS. Mark Flanagan hefur frá upphafi verið formaður sendinefndar AGS hér á landi frá því samstarfið hófst en lætur nú af því starfi.

Hann metur ástand efnahags- og þjóðmála á eftirfarandi hátt og ég held að álit hans sé öllum holl lesning:

 „Það var fullt tilefni til að ætla að ástandið yrði slæmt á meðan
kreppan stæði yfir. En íslenska hagkerfið virðist hafa náð jafnvægi
fyrr en við reiknuðum með. Ég veit að það mat kann að vera umdeilt á
Íslandi, en ef við horfum á alla helstu hagvísa þá sýna þeir þann
árangur. Neysla virðist hafa náð jafnvægi í lok síðasta árs,
vinnumarkaður hefur náð jafnvægi, verðbólga hefur lækkað mikið og
gjaldmiðillinn hefur jafnað sig frábærlega á síðustu mánuðum. Margir
þeirra lykilþátta sem eru nauðsynlegir til að ná efnahagslegum
stöðugleika hafa orðið að veruleika á síðustu tveimur árum.“

„Það hefur því mjög margt náðst fram hvað varðar aðlögun íslenska
efnahagslífsins að nýjum veruleika. Ísland er að mörgu leyti langt á
undan öðrum löndum í sínum bata sem hafa lent í svona vandræðum"

„Það er líka mikið afrek að íslenskum stjórnvöldum hefur tekist að
fara í gegnum þessa aðlögun á sama tíma og þeim hefur tekist að
viðhalda meginundirstöðum norræns velferðarkerfis og án þess að gera
eðlisbreytingu á því sem við hjá AGS teljum vera mjög einfalt og
afkastamikið skattkerfi.“

„Það er ekki hægt að vinna sig upp úr svona stórri kreppu á skömmum
tíma. Þar er enn margt sem þarf að gera til að gera efnahag landsins
stöðugan á ný og það tekur tíma að vinna úr skuldabagga af þeirri
stærðargráðu sem Ísland glímir við.“

“Reynslan úr fyrri kreppum segir okkur að endurskipulagningarferli
fyrirtækja taki vanalega á bilinu 18-36 mánuði. Núna erum við stödd
nokkurn veginn í miðju þess tímaramma.”
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband