20.10.2010 | 09:14
Athyglisvert viðtal við Pál Skúlason í Sjónvarpinu í gær
Þórhallur Gunnarsson er að sækja sig með sinn nýja vikulega viðtalsþátt í Sjónvarpinu og í gærkvöldi kom margt merkilegt fram. Greining Páls Skúlasonar fyrrum Háskólarektors á ástandi stjórnmálumræðunnar á Íslandi var gagnmerk. Það er dapurlegt að flest af því sem hann sagði þar um er rétt ályktað; stjórnmálmenn og stjórnmálumræða á Íslandi er í skotgröfum þar sem hver reynir að komast lengra í "málfundaumræðunni".
Það hefði mátt ætla að Hrunið hefði þjappað stjórnmálamönnum saman um að ræða málefnin með rökum og yfirvegun en það er öðru nær; aldrei hefur Alþingi verið eins lágt metið og nú samkvæmt skoðanakönnunum. Ég ætla ekki að hika við að nefna ákveðna einstaklinga til að sýna fram á hve djúpt er hægt að sökkva. Framsóknarflokkurinn hefur velskt í brimskafli stjórnmálanna frá því að Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson skyldu við flokkinn í rúst eftir fjármálsukkið við einkavæðingu bankanna. Nýr formaður fannst, ungur maður að nafni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ekki nokkur maður í stjórnmálflórunni hefur átt önnur eins tækifæri til að lyfta sér og sínum flokki upp úr skotgröfunum.
En það fór á annan veg. Sigmundur Davíð sökk í pytt skotgrafanna á stundinni dyggilega studdur að ungum angurgöpum í flokknum. Þó virðist hann ekki hafa algjöran stuðning. Guðmundur Steingrímsson sýnir að hann vill ekki í pyttinn fara og ekki heyrist mikið frá Siv Friðleifsdóttur. Enginn af nýju þingmönnum Framsóknarflokksins hefur þó valdið eins miklum vonbrigðum og Vigdís Hauksdóttir sem á svipstundu tókst að tileinka sér hernað skotgrafanna eftir að hún komst á þing. Nýjasta ævintýri hennar er að leggja fram tillögu, ásamt ýmsum skoðanasystkinum úr öðrum flokkum, um að þjóðin greiði um það atkvæði þegar kosið verður til Stjórnlagaþings hvort draga skuli umsókn Íslands um inngöngu í ESB til baka. Flumbrugangur hennar og meðflutningsmanna er slíkur að þau voru öll búin að gleyma nýsettum lögum, sem þau tóku þátt í að afgreiða, um að líða skuli minnst 3 mánuðir frá því Alþingi samþykkir þjóðaratkvæði þar til atkvæðagreiðslan fer fram! "Sorry" segir Vigdís, ég flyt bara tillögu um breyta nýsettum lögum um þjóðaratkvæði! Telur Vigdís Hauksdóttir að Alþingi sé sjálfsafgreiðsla þar sem hún og hennar líkar geti valsað um og fengið flýtimeðferð til að þóknast sýniþörf viðkomandi?
Hávær krafa kom fram í búsáhaldabyltingunni um að hreinsa alla sem þá sátu á Alþingi út, burt með þá og reyndar að stjórnmálflokkarnir fykju líka. Mikil endurnýjun varð hjá flokkunum og nýtt afl kom einn á þing, hét þá Borgarahreyfingin, en hinir nýju þingmenn þessarar hreyfingar voru vart sestir á þing þegar Borgarahreyfingin klofnaði, þrír sátu eftir í nýjum flokki Hreyfingunni og einn, Þráinn, labbaði yfir til Vinstri grænna og hefur síðan staðið sig best að fjórmenningunum, hefur ekki sagt orð. En þrímenningarnir Birgitta, Margrét og Þór haf ekki setið auðum höndum en sokkið djúpt í svað skotgrafanna.
Sjálfstæðisflokkurinn er því miður að mestu á valdi síns gamla foringja Davíðs Oddssonar en stóð þó vel að málum við atkvæðagreiðsluna um Landsdóm, voru sjálfum sér samkvæmir. Ekki verður það sama sagt um þó nokkra af þingmönnum Samfylkingarinnar sem sýndu einhverskonar klæki við atkvæðagreiðsluna, voru ýmist með eða á móti. Sem betur fer var meirihluti þingmanna flokksins staðfastur og greiddi atkvæði á móti Landsdómi.
Hvers vegna tel ég að þeir sem greiddu atkvæði gegn því að draga fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm hafi staðið réttar að málum? Því hef ég lýst áður í pistli hér á blogginu og vísa til þess en skal þó endurtaka tvennt. Í fyrsta lagi næst þar engan veginn til þeirra stjórnmálamanna sem mesta ábyrgð bera á Hruninu í okt. 2008, þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, í öðru lagi er Landdómur eins og gamalt skrímsli sem er ónothæft með öllu.
En aftur að vitalinu við Pál Skúlason. Hann benti eindregið á þörf fyrir upplýsingu um flest mál sem hið opinbera fjallar um og þar væri Sjónvarpið kjörinn vettvangur sem svo annarlega væri vannýttur til þeirra hluta. Hann lagði til að gerðir yrðu stuttir hnitmiðaðir fræðsluþættir um margvísleg efni, svo sem Stjórnarskrána og komandi Stjórnlagaþing. Ég hef lengi saknað slíkra þátta, vandaðra fréttaskýringa t. d. Í dag eru aðeins tveir þættir sem standa undir nafni þar. Það er "Spegillinn" í Ríkisútvarpinu og "Silfur Egils" í Ríkissjónvarpinu.
Vona að ráðmenn hafi heyrt þessi sjónarmið Páls Skúlasonar og taki þau alvarlega.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega gódur pistill eins og venjulega. Páll Skúlason er madur sem ég ber mikla virdingu fyrir.
".... Í fyrsta lagi næst þar engan veginn til þeirra stjórnmálamanna sem mesta ábyrgð bera á Hruninu í okt. 2008, þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar....."
Thessu er ég algerlega sammála.
Thakka fyrir ábendinguna. Ég sé ad thátturinn er á vefsídu ruv.is
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565268/2010/10/19/
Takk (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 09:40
"Góðir" stjórnmálamenn hafa einhverskonar sjötta skilningarvit þegar hættumat er annars vegar. Þess vegna komu þeir Davíð og Halldór sér í gott skjól tímanlega áður en hrunið dundi yfir. Það er kannski ekki tilviljun að þeirra ris og fall var tímasett af þvílíkri nákvæmni að maður gæti haldið að þeir hafi yfirskilvitlegar gáfur. Annars er ég sammál því að umræður í fjölmiðlum og þá sérstaklega í Sjónvarpi þarfnist endurbóta. Páll Magnússon hefur ekki verið ríkisstöðinni sú innspýting sem vonir hafa ef til vill staðið til. Ómaklegt að binda miklar vonir við hann en merkilegt að ekki skuli vera hægt að losa sig við hann og fá einhvern sem hefur ferskari sýn á málin. Kastljós er aldrei áhugavert, rekið einog "talkshow" og verður ákaflega yfirborðslegrt fyrir vikið.
Gísli Ingvarsson, 20.10.2010 kl. 10:15
Engin gagnrýni á þingmenn stjórnarflokkanna? Mér sýnist ekki betur en að þau stundi svipað orðfar. Dettur helst í hug Björn Valur og Ólína.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.10.2010 kl. 14:11
Axel Þór, eru þingmenn Samfylkingarinnar ekki stjórnarþingmenn? Ég held að þeir fái mína gagnrýni vegna atkvæðagreiðslunnar um Landsdóm. En eðli málsins samkvæmt eru það þingmenn stjórnarandstöðunnar sem mest hafa sig í frammi með ómálefnalegum ræðum, þannig hefur það alltaf verið. Það er ekki nokkur vafi á því að slíkar ræður eru finnanlegar frá þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna frá þeim tíma að þessir flokkar voru í stjórnarandstöðu. Hinsvegar sé ég glögglega akveðið mynstur í framgöngu stjórnarandstöðunnar. Hún er í samkeppni innbyrðis, enginn þingmaður í minnihluta eða stjórnarandstöðuflokkur vilja lát standa sig að því að vera "linir" þeir verða að sýna "hörku" þess vegna gerist það æði sjaldan að andstöðuþinmaður fari viðurkenningarorðum um tillögur og gerðir stjórnar og þingmanna hennar.
Þannig heldur hið endalaus karp áfram steingelt og engum til gagns!
Axel Þór, hefur þú nokkurn tíma leitt hugann að því að það finnst hvergi stafur um að á Alþingi eða sveitarstjórnum, ekki í Stjórnarskrá, þingsköpum Alþingis eða samþykktum sveitarstjórna að hinir kjörnu fulltrúar skipi sér annarsvegar í meirihluta og hinsvegar í minnihluta?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.10.2010 kl. 10:21
Ég hef nú ekki sérstaklega leitt hugann að því, en það er eðlilegt í þingræðisríkjunum í kring um okkur að stjórnir reyni að hafa meirihluta þings á bak við sig. En ég held að við séum sammála um skort á samstarfi innan þings. Persónulega vill ég meina það að fagleg samráðsvinnubrögð náist ekki á þingi nema fleiri flokkar séu þar inni og að samsteypu- og minnihlutastjórnir sé viðtekin venja líkt og í nágrannalöndum okkar.
Axel Þór Kolbeinsson, 22.10.2010 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.