9.11.2010 | 14:08
KJördæmaskipun landsins hefur alltaf verið vandræðabarn
Sá sem er í framboði til Stjórnlagaþings er að sjálfsögðu orðinn æði upptekinn að velta fyrir sé málefninu sem bíður; að setja Íslandi nýja Stjórnarskrá.
Eitt af því sem þar bíður að fást við er vægi atkvæða sem oft hefur verið æði misjafnt. Aldrei mun það þó hafa verið jafn slæmt og vægið ójafnara en á 4. ártug síðustu aldar. Svo langt gekk það að Framsóknarflokkurinn bar ægihjálm yfir aðra flokka og atkvæðafylgið ekki í neinu samræmi við þingmannafjölda flokksins. Margar tilraunir hafa verið gerðar til jöfnunar á vægi atkvæða með breytingum á kjördæmum en oftast riðlast það jafnvægi fljótlega vegna búferlaflutninga.
Það virðist vera nokkuð almenn skoðun landsmanna að eina ráðið til jöfnunar sé að gera Ísland að einu kjördæmi. Það er vissulega rétt að þá hefur náðst algjör jöfnuður.
En hefur Ísland eitt kjördæmi engar neikvæðar hliðar?
Ég hef alla tíð verið nokkuð gagnrýninn á landið sem eitt kjördæmi og óttast það neikvæða sem fylgir. Það sem ég óttast mest er að með því eflist flokksræðið og finnst víst mörgum að það sé nægilegt fyrir. Við þetta fyrirkomulag, landið eitt kjördæmi, býður hver flokkur fram aðeins einn lista hvort sem það eru gömlu flokkarnir, fjórflokkurinn margumtalaði, eða ef til vill mergð nýrra flokka sem bjóða fram; framboðslistar yrðu settir saman í höfuðstöðvum flokkanna í Reykjavík.
Yrði þetta ekki lyftistöng fyrir flokksræðið?
Þrátt fyrir Ísland eitt kjördæmi er ekki loku skotið fyrir það að til verði sérframboð og þá einkum á landbyggðinni. Þeir listar gilda að sjálfsögðu sem listar bornir fram á landinu í heild. En á þetta má minnast, Ísland eitt kjördæmi er ekki trygging fyrir að ekki verði landshluta togstreita.
En hvernig er hægt að tryggja að kjósandinn geti jafnvel kosið einstaklinga? Verða þeir þá að vara frambjóðendur á flokkslistum?
Er það gerlegt að einstaklingar geti einnig boðið sig fram til Alþingis í þessu stóra kjördæmi. Íslandi öllu?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll nafni. Langar að benda þér á hugmynd sem þú sérð á mínu bloggi en hún er sú að skipta landinu í næstum jafnmannmörg kjördæmi. Annars vegar Reykjavík ásamt Mosfellsbæ og Norðvestur kjördæmi. Hins vegar Kragakjördæmið ( að undanskildum Mosfellsbæ ) Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Það kjördæmi sem hefði fleiri kjósendur hlyti oddamanninn. Stökkið í eitt kjördæmi yrði og mikið. Gaman væri að heyra þitt álit á þessu.
Sigurður Ingólfsson, 9.11.2010 kl. 14:42
Sæll aftur nafni. Ég leit inn til en það var of seint að koma með athugasemd. Mér fannst því gráupplagt að afrita hugmynd þína um kjördæmaskipan, ég fagna öllum slíkum hugmyndum, mér finnst of margir vera farnir að falla gagnrýnislaust fyrir hugmyndinni um eitt kjördæmi, ég vil skoða málin betur.
Ég hef alltaf verið svolítið hrifinn af einmenningskjördæmum þar sem hver frambjóðandi verður að stand eða falla einn, en geri mér fyllilega grein fyrir að þau hafa mikla ókosti svo tæplega verður sú leið farin við endurskoðun kjördæmaskipunar.
Ég ætla því að leyf mér að birta þina hugmynd um tvö kjördæmi, langar til að skoða hana betur:
Stjórnlagaþing og kjördæmaskipan
Það stefnir í stjórnlagaþing og þá kemur ekki til með að vanta hugmyndir frá okkur bloggurum. Fjallháir staflar af tillögum eru efalaust þegar til frá þjóðfundum undanfarinna missera og margar þeirra efalaust góðar. Ekki veit ég hvort þessi tillaga mín um nýja kjördæmaskipun er þar inni en ég má til með að láta hana flakka, ekki síst til að losna við hana, og það er svo annarra að huga að því hvort hún er nýtileg.
Kjördæmaskipan verður efalaust á dagskrá, allt frá því að hafa landið eitt kjördæmi og upp í óbreytt ástand. Varla verður kjördæmum fjölgað frá því sem nú er. Tillaga mín er að landið verði tvö kjördæmi og þá sem næst því að vera jafn mannmörg. Þetta næst með því að Reykjavíkurkjördæmin tvö ásamt Mosfellsbæ og Norðvesturkjördæmi verði að einu kjördæmi. Hitt kjördæmið verði þá gert úr núverandi Suðvestur- ( án Mosfellsbæjar ) Suður- og Norðausturkjördæmi. Hvort kjördæmi hefði þá um 95.000 kjósendur svo jafnara gæti það ekki orðið. Til að hafa oddatölu þingmanna yrði það að ráðast hvort kjördæmið hefði einum þingmanni fleira og það yrði það kjördæmi sem hefði fleiri greidd atkvæði. Það er of mikil breyting í einu stökki að gera landið að einu kjördæmi.Með þessu fyrirkomulagi tel ég að koma megi í veg fyrir frekara kjördæmapot og kosningaloforð sem með öðru eru langt komin með að setja þjóðina á hausinn.
Ég fagna öllum tillögum um kjördæmaskipun landsins og annað það sem Stjórnlagaþing á að fjalla um.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.11.2010 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.