Hvernig er innivistin á þínu heimili?

Íslendingar búa flestir í góðum húsum, með góðum hitakerfum og flestir á svæðum þar sem hitaorkan er frekar ódýr. Það má fullyrða það jafnvel eftir síðustu hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur og svo virðist sem Hitaveitur víðar ætli að sigla í kjölfarið. Einhversstaðar sá ég að Hitaveita Árborgar ætli að hækka heita vatnið hressilega.

En þetta er nógu langur inngangur því það tók sig upp gömul árátta, sú að koma með svolítinn pistil um góðar hitavenjur sem Íslendingar á hitaveitusvæðum hafa ekki vanið sig á vegna þess hve heita vatnið hefur verið ódýrt.

Tvennt er nauðsynlegt að hafa í huga til að manni líði vel innandyra og það er ekki vanþörf á að fara nokkrum orðum um það þegar kuldaboli er farin að sýna klærnar. 

a) Það er jafn slæmt að búa við og of mikinn hita eins og of lítinn. Æskilegur  innihiti er 20 -21°C, það finnst líklega flestum of lágt, en er ekki betra að halda lægra hitastigi og fara þá bara í peysu? Algengt hitastig á hitaveitusvæðum er 23 - 25°C. Við slíkan stöðugan hita líður engum vel og eftir að heita vatnið hækkaði í verði er rétt að benda húseigendum á að hann lækkar hitareikninginn um 5% fyrir hverja hitagráðu (°C) honum tekst að lækka hitann stöðugt.

b) Rakastig innanhúss er nokkuð sem nánast enginn hirðir um eða gerir sér ekki grein fyrir að sé eitthvað sem er mikilægt. Núna þegar frost er farið að sýna sig má búast við að rakastigið falli innanhúss. Rakastigið á ekki að vera lægra en 40%, mætti vera 50%, en víða er það um 30% og þaðan af lægra.

Tvennt ætti að vera til á hverju heimili 1) hitamælir 2) rakamælir. Ef þessi mælar sýna þér að hitinn er 25°C og rakstigið 28% þá má ætla að þér líði ekki nógu vel. Ef hitinn er 21°C og rakastigið 40% þá er öruggt að þér líður mun betur.

En hvernig á að halda stöðugu hitastigi og æskilega miklum raka?

Hitastillar á hitakerfinu (ofnakerfi/gólfhiti) eiga að sjá um rétt hitastig en þá verða hitakerfin að sjálfsögðu að vera rétt stillt. Það er ekki nóg að stilla hita á hitastilli (termóstati), það þarf einnig að stilla rennslið um kerfið.

Sértu með ofnakerfi og villt auka rakan á einfaldan hátt þá er gamla húsráðið að setja ílát með vatni á heita ofnana, það er einnig hægt sérstaklega í opnum eldhúsum, að sjóða vatn í potti. En öruggast er auðvitað að kaupa rakatæki, þau geta haldið rakanum hæfilegum og jöfnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Sigurður.  Ég hef lengst af búið á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki, en í verslunum og íbúðum í Reykjavík finnst mér að jafnaði alltof heitt.  Þar hef ég líka komið þar sem svo var að sjá sem gluggarnir og svalahurðir væru notaðir sem hitastillar.  En raka tækið ætla ég að fá mér.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.11.2010 kl. 11:39

2 identicon

Kristín Ólafsdóttir læknir skrifaði, að í húskynnum fólks væri "hæfilegur herbergishiti 14°-18°, eftir því hver vinna er unnin" (Heilsufræði handa húsmæðrum, bls. 73n, 2. útgáfa, Reykjavík 1945). Þetta hef ég alltaf haft bak við eyrað, og mér finnst það þægilegur hiti. Í olíukreppunni fyrir mörgum árum, þegar hitaveitur voru óþekktar utan Reykjavíkur, gat munað miklu fyrir budduna að hafa lesið Kristínu. Ef fólk er vant hærra hitastigi, þarf það að ætla sér dálítinn tíma til að aðlagast slíkri breytingu. Ég fékk einu sinni upplýsingar á viðgerðarstofu Landsbókasafns, að bækur uni sér líka vel í þessum hita. Eins og mannfólki, líður þeim víst bezt, ef rakastig eru nálægt 50. Hitinn og rakinn hanga saman, eins og sjá má á svokölluðum Mollierlínuritum fyrir rakt loft. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:26

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þakka ykkur Hrólfur og Sigurður fyrir ykkar innlegg. Hrólfur bendir á ótrúlegan ósið, sem ég kalla svo, það eru vissulega margir sem stýra hitanum með svaladyrum og opnanlegum gluggum. Þetta er til komið frá þeim tíma þegar við notuðum nær eingöngu retúrkrana á ofna en þeir taka nær ekkert tillit til innihitans heldur stýra eftir hitastigi vatnsins sem út af ofnunum rennur. Þá nenntu menn ekki að vera að hækka eða lækka stillinguna á retúrkrönunum en opnuðu einfaldlega alla opnanlega glugga; þeir keyptu varma og hentu honum út um gluggann.

Loftræsing hýbýla er nokkuð sem menn beita almennt  röngum aðferðum við. Ef ekið er um þéttbýli má sjá að yfirleitt eru allir gluggar opnir daglangt þó enginn sé heima. Þennan ósið ættu menn að leggja niður eftir að heita vatnið hækkar víðast hvar. Þó allir gluggar séu lokaðir daglangt tekur skamma stund að loftræsa þegar heim er komið en þá er þörf á rækilegri loftræsingu sem skiptir algerlega um loft í íbúðinni.

En ég játa; ég gæti aldrei sofið í herbergi nema hafa glugga aðeins opinn næturlangt en sáralítinn hita á ofni.

Sigurður, þetta eru skemmtilegar ábendingar sem þú kemur með. Líklega setur hroll að flestum ef þeir ættu að búa við innihita 14 - 18°C en eins og Kristín Ólafsdóttir læknir segir "þá fer það eftir því hver vinna er unnin". Ég get alveg tekið undir það að ekki væri verra ef rakastig innandyra væri 50% ekki síst fyrir pappír og bækur. Ef hiti er og hár og rakastig of lágt má búast við að pappír ofþorni og skemmist.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.11.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband