2.12.2010 | 13:02
Kvikmynd Gunnars Sigurðssonar um Hrunið var geysilega góð og hlýtur að hafa hrisst upp í mörgum.
Sjónvarpið sýndi mynd Gunnars sunnudagskvöldið síðasta, daginn eftir kosningarnar til Stjórnlagaþings. Ég hefði gjarnan viljað fá þessa mynd á Skjáinn svo sem viku fyrir kosningar. Ég er ekki frá því að það hefði orðið til þess að adrenalínið hefði aukist hjá mörgum, það hefði jafnvel geta orðið til þess að fleiri hefðu komið á kjörstað og kosið til Stjórnlagaþings. Gunnar rekur í mynd sinni vel aðdragandann að Hruninu, þennan aðdraganda sem á einhvern furðulegan hátt hefur tekist að svæfa. Skammtímaminni manna virðist vera með eindæmum lélegt. Grein eftir grein, blogg eftir blogg kemur þetta minnisleysi mjög sterkt fram. Hrunið er skráð á þær Ríkisstjórnir sem sátu við völd þegar Hrunið varð og þær sem hafa barist við afleiðingar þess. Hvergi er minnst á gerendurna.
Miðað við framlag Sjónvarpsins fyrir kosningarnar til Stjórnlagaþings kæmi mér ekki á óvart þó það hafi verið yfirveguð ákvörðun stjórnenda RÚV að sýna ekki mynd Gunnars fyrr en EFTIR kosningarnar. Svo rækilega tók Sjónvarpið sér stöðu við hlið Morgunblaðsins að hundsa kosningarnar og kynna þær í engu.
En aftur að skammtímaminni okkar borgara þessa lands. Það hefur tekist að festa nafnið "Hrunstjórn" við Ríkisstjórn Geir Haarde, Þingvallastjórnina sem tók við stjórnartaumunum á miðju ári 2007. Þetta er stórmerkilegt hvernig tekist hefur að kenna þeim sem voru með stjórnartaumana eftir að skaðinn var skeður en enginn svo mikið sem nefnir þá sem byggðu upp Hrunið. Man enginn lengur eftir spillingunni og sukkinu við sölu ríkisbankanna? Man enginn eftir því að Björgólfsfeðgar fengu Landsbankann á spottprís og með öllu því listasafni sem þar var innanstokks, það "gleymdist" víst að minnast á þau verðmæti! Það "gleymdist" víst einnig að aflétta ríkisábyrgð af fjárskuldbindingum sem fóru frá ríkisbanka til einkabanka. Hefur fólk ekki tekið eftir því að nú er Ríkisjóður að blæða tvöfaldri þeirri upphæð sem feðgarnir borguðu fyrir bankann , tæplega 12 milljarðar, nú skal Ríkissjóður standa skil á 24 milljörðum vegna ábyrgða.
Ætlar einhver að segja að þarna hafi ekki verið á ferðinni sukk og spilling?
Búnaðarbankinn fór til alikálfa Framsóknarflokksins Finns Ingólfssonar, Ólafs i Samskipum og fleiri. Og með hverju borguðu þeir bankann? Með fjármunum sem þeir höfðu komist yfir frá Samvinnutryggingum sem reyndar áttu að renna til viðskiptavina félagsins í hlutfalli við fyrri viðskipti.
Ætlar einhver að segja að þarna hafi ekki verið á ferðinni sukk og spilling?
Hvers vegna vildi ég að Sjónvarpið hefði sýnt mynd Gunnars viku fyrir en ekki daginn eftir kosninga?
Vegna þess að þá hefðu eflaust margir risið upp úr hægindi sínu og sagt: Ég kýs til Stjórnlagaþings því þar byrjum við að leggja grundvöllinn að nýju Íslandi, við getum ekki leyft að spilltir stjórnmálamenn eins og Davíð Oddsson og Halldór Ingólfsson, arkitektar Hrunsins mikla, fái aftur að leika lausum hala og eyðileggja okkar þjóðfélag. Okkur ber skylda til þess að vernda börnin okkar fyrir spilltum stjórnmálamönnum sem ekki aðeins eyðilögðu þjóðfélagið, innleiddu siðleysi á hæsta stigi heldur skuldbundu þeir Ísland til að fylgja ofstækisfullum og yfirrugluðum forseta Bandaríkjanna í verst glæp síðari ára, Íraksstríðið.
Mér hefur að framan orðið tíðrætt um sölu bankanna og þá spillingu sem þar ríkti. Sala bankanna er hluti af því sem Hruninu olli, þar kom vissuleg margt fleira til en bankasalan var þar mikill áhrifavaldur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Lífstíll, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða greinar núverandi stjórnarskrár hafa gert tilteknum stjórnmálamönnum kleift að setja Bear Stearns og Lehmann Brothers á hausinn - og í framhaldi af því íslensku bankana? Hvaða greinar núverandi stjórnarskrár hafa leitt til þess að Búnaðarbankinn var seldur mönnum sem lugu til um bakhjarla í fjármögnun? Hvaða grein núverandi stjórnarskrár getur komið í veg fyrir að ráðherrar eyði tugum eða hundruðum milljóna í vonlaus dekurverkefni eins og keppnin um sæti í Öryggisráðinu var?
Hvers vegna í ósköpunum vakna menn ekki upp af þessum Þyrnirósarsvefni og viðurkenna það sem öllu ætti að vera augljóst: stjórnmálamenn, Alþingi og ríkisstjórn eru ekki endilega Alfa og Ómega í valdastrúktúr þessa lands
Flosi Kristjánsson, 2.12.2010 kl. 17:57
Mynd Gunnars Sigurðssonar var ágæt en of löng. Ég missti áhugann þegar myndin var hálfnuð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 21:42
Flosi. engar greinar í núverandi Stjórnarskrá hefðu getað komið í veg fyrir allt það sukk sem viðgekkst við sölu bankanna (hvað bandarísku bankana áhrærir þá hafði Stjórnarskrá Íslands ekkert með þá að gera). Engar greinar núverandi Stjórnarskrár hefðu komið í veg fyrir að dekurverkefnið að sækja um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Nákvæmlega þess vegna bauð ég mig fram til Stjórnmálaþings vegna þeirrar eindregnu skoðunar minnar, eftir að hafa farið rækilega yfir núverandi Stjórnarskrá, að Íslandi þyrfti að skapa nýjan ramma fyrir stjórnsýsluna og þar ætti að byrja á grundvellinum, Stjórnarskránni. Ég hef einmitt í aðdraganda kosninganna skrifað hér á blogginu þó nokkrar greinar, eina um það hvaða varnir við getum sett við því að misvitrir stjórnmálamenn geti anað út í arfa vitlausar framkvæmdir og benti þar sérstaklega á að Ögmundur samgönguráðherra hefur samþykkt að leggja 180 milljónir króna til að reyna að halda þeirri vonlausu framkvæmd, Landeyjahöfn, opinni til vorsins. En vissulega hefði ég getað nefnt það sem þú bendir á, umsóknina um sæti í Öryggisráðinu.
Við eigum tvímælalaust að nota hina bitru reynslu af Hruninu í okt. 2008 til að læra af því og byggja upp nýtt, agaðra og betra þjóðfélag, þar byrjum við á grundvellinum, Stjórnarskránni. En n hana verðum við að fella greinar um ábyrgð og mögulega sakfellingu stjórnmálamann, hvort sem það eru Alþingismenn eða ráðherrar og einnig þá embættismenn sem bera ábyrgð á framkvæmdavaldinu að hluta. Þú segir; stjórnmálamenn, Alþingi og ríkisstjórn eru ekki endilega Alfa og Ómega í valdastrúktúr þessa lands. Ég skil ekki hvað þú ert að fara þar, ég fæ ekki séð annað en að einhverjar valdastofnanir verði að vera í þjóðfélaginu, en hingað til hefur vantað agann, eftirlitið og möguleikann á að láta menn sæta ábyrgð.
Það þýðir ekki að gefast upp, endurreisnin er hafin með Stjórnlagaþinginu sem sterk öfl í þjóðfélaginu haf gert allt sem í þeirra valdi stóð til að rakka niður, einmitt þau öfl sem mesta ábyrgð bera á Hruninu mikla.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.