29.12.2010 | 12:09
Dapurleg framganga Róberts Marshall í verkfræðiklúðrinu mikla, Landeyjahöfn
Róbert Marshall þingmaður í Suðurkjördæmi og Vestmanneyingur er einn af þeim sem þunga ábyrgð bera á því að sandhöfnin Landeyjahöfn var byggð. Verkfræðimenntaðir menn hjá Siglingastofnun og víðar lét starfsheiður sinn lönd og leið, létu undan pólitískum þrýstingi og "hönnuðu" þessa höfn sem allir staðkunnugir vissu að gæti aldrei orðið nothæft samgöngumannvirki.
Ástæða þess að ég beini orðum mínum að Róbert Marshall, sem vissulega er á mína ábyrgð sem Alþingismaður, hefur látið þann boðskap frá sérfara að það sem nú vanti til að Landeyjahöfn sé brúkleg sé enn frekari pólitísk afskipti að þessu klúðri öllu, einmitt það sem hefur leitt til 4 milljarða taps ofan í sandinn. Í gömlum fjársjóðaævintýrum var leitað að földum fjársjóðum, ekki síst á sandströndum. Þessum ævintýrum hafa Íslendingar snúið algjörlega við með því að grafa fjármuni í sand á ströndu sem er á stöðugri hreyfingu og víst er að sá fjársjóður mun hverfa og tapast með öllu.
Róbert Marshall gekk algjörlega fram af mér þegar hann lét Sjónvarpið hafa viðtal við sig í þessu algjöra hneykslismáli. Hann krafðist þess að pólitíkusar tækju að sér ákvarðanir í stað embættismanna og þar með að sanddæluskip yrði í stöðugri vinnu við að dæla sandi úr Landeyjahöfn. Einhversstaðar sá ég að ætla mætti að kostnaður við sanddæluskip yrði 360 milljónir á ári, eftir 10 ár yrði búið að henda í þetta vonlausa verkefni ekki lægri upphæð en fleygt var í stofnkostnaðinn við byggingu hafnarinnar.
Við höfum mikið rætt um það undanfarið að skapa þurfi skarpari skil milli löggjafarvalds annarsvegar og framkvæmdavalds hinsvegar. En um hvað er Róbert Marskall að biðja? Hann er að krefjast þess að Alþingismenn taki ákvarðanir um framkvæmdir og rekstur mannvirkis sem Alþingismen eiga ekki að skipta sér af á nokkurn hátt.Róbert Marshall má reyndar vera ánægður með að koma hvergi nærri þeirri vonlausu baráttu við að halda því í nothæfu ástandi, hans ábyrgð er þegar orðin næg, ábyrgð sem hann rís tæplega undir.
Hvað hefði nýr Herjólfur kostað? Nýr Herjólfur sem hefði farið milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á innan við 2 klst? Flestir eru Vestmannaeyingar á leið til Reykjavíkur. Með nýjum Herjólfi til Þorlákshafnar hefði tekið þá um 2 tíma og 40 mín, að fara gömlu leiðina eða álíka og það tekur að fara um Landeyjahöfn þá sjaldan að færi gefst til þess.
Ætlar Róbert Marshall virkilega að gera þá kröfu að sanddæluskip verði að störfum árið um kring í Landeyjahöfn?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Samgöngur | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður og gleðilega hátíð, ég er mikið sammála þér varðandi þessa blessuðu Landeyjahöfn og hef sagt að ég hafi áhyggjur af að þarna eigi eftir að verða ægileg slys og tekið sem dæmi að einn daginn fari skipið þvert inn í höfnina vegna þess að óþolnimóðir yfirgangsmenn koma því svo fyrir að skipstjórinn lækki "aðgátsþröskuldinn" eða að smábátar fari að fara yfirfullir af fólki þarn upp í verri veðrum en menn eiga að vera á ferðinni í, nú það munaði litlu um daginn að skipið færi þvert og ekki var vont veður þá.
Hvað varðar þessar yfirlýsingar í fjölmiðlum þá er ég sammála því að einhverstaðar eru mörkin fyrir því hver á að segja hvað og hvar varðandi opinberar stofnanir og velti fyrir mér hvað vakti fyrir starfsmanni Vita og hafnamál þegar hann, með engar upplýsingar fór á annan í jólum að halda því Fram að höfnin yrði lokuð út janúar, eða var það blaðamaðurinn sem gróf eitthvað upp til að reyna að finna höggstað á einhverjum.
Varðandi metnaðarleysi menntamanna sem virðast gleyma öllum metnaði og allri skynsemi þegar þeir útskrifast og eða ráða sig inn á opinberar stofnanir eins og verkfræðingar nokkrir og að ekki sé talað um lögfræðinga sem eru tæpann áratug í laganámi og gerast svo bara rukkarar, en þetta var nú smá út úr dúr.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2010 kl. 14:31
Sæll Högni og þakka þér fyrir ágætan póst sem þú sendir mér í "kosningabaráttunni" fyrir Stjórnlagaþingskosningarnar. Ég reyndi að svara með "reply" en hvernig sem ég reyndi var því ætíð hafnað. Vil nota þetta tækifæri til að láta þig vita að ég reyndi að svara,
kveðjur,
Sigurður Grétar
Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.12.2010 kl. 16:05
:) það var nú allt í góðu, en versta var að enginn af þeim sem ég gaf atkvæði fór inn, en það verður spennandi að fylgjsat með hvað kemur svo út úr stjórnlagaþingi og eða Landeyjahöfn.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2010 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.