29.12.2010 | 20:46
Ævisaga Gunnars Thoroddsen er merkileg heimild um pólitíkina á síðustu öld
Ég var svo heppinn að fá Ævisögu Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing í jólagjöf. Bókin er engin smásmíði, 580 bls. með stuttum eftirmála. Ég er að verða búinn að lesa verkið, ríkisstjórnin sem Gunnar myndaði með Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og flokksbroti úr Sjálfstæðisflokknum er komin að fótum fram og pólitískur feril Gunnars á enda. Ekki get ég neitað því að stundum fannst mér, sérstaklega í upphafi, að Guðni dveldi of lengi við einstök mál,hann segir sögu Gunnars frá frumbernsku og hvaða stofnar stóðu að honum. Hins vegar þegar fram í sótti fannst mér vanta frekar í textann heldur en að hann ætti að stytta. Það sem mér finnst vanta er að rekja betur hverjir sátu sem ráðherrar á hinni löngu ævi Gunnars. Guðni nefnir flestar ríkisstjórnir þessa langa tímabils en þar sem ég hef langa ævi að baki og hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðmálum þá held ég að ég sé nokkuð vel heima í pólitískri sögu Íslands allt frá því að það hlaut fullveldi 1. des. árið 1918. En stundum eru gloppur, sem dæmi get ég nefnt að undanarinn að stjórnarmyndum Gunnars í árbyrjun 1980. Hvaða ríkistjórn sat þá að völdum? Það er aðeins sagt örfáum árum að þá hafi minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Benedikts Gröndal sagt af sér. Gjarnan hefði mátt hafa betri samfellu í því hvað gerðist áður en Gunnar myndaði sína stjórn, hvers vegna sat minnihlutastjórn að völdum næst á undan? Þetta segi ég því ég sé fyrir mér að þegar fram líða stundir verður Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson merkileg heimild um þennan sögulega tíma, megnið af 20. öldinni með fullveldi og lýðveldisstofnun m.a. Síðar meir verður þessi saga ekki aðeins lesin sem ævisaga merks stjórnmálamanns heldur ekki síður sem heimild um stjórnarfarið og þá sem þar um véluðu, stjórnmálamenn 20. aldarinnar. Þess vegna sakna ég þess að ekki sé farið rækilegar í pólitíska sögu aldarinnar og gerð grein fyrir þeim sem þar þrefuðu um stjórnarmyndanir á hverjum tíma og hverjir sátu í ráðherraembættum. Vissulega eru margir nefndir en það er ekki nógu ítarlegt.
En hver eru dýpstu áhrifin af lestri Ævisögu Gunnars Thoroddsen?
Auðvitað efst á blaði merkilegur ferill eins glæsilegasta stjórnmálamanns 20. aldarinnar á Íslandi sem þó alla tíð var barn síns tíma og varð að spila eftir leikreglum aldarinnar. En það segir ekki litla sögu um manninn Gunnar Thoroddsen hvað hann kom víða við og öll þau embætti sem honum hlotnuðust. Ég held að þar hafi hann náð tindinum sem Borgarstjóri í Reykjavík. Stundum ætlaðist hann til of mikils svo sem þegar hann taldi sig eiga greiða leið í Forsetaembættið.
En það sem situr þó eftir er hversu gróflega íslensk stjórnmálastétt var spillt á 20. öldinni, hrossakaupin og hyglun fylgismann, vina, ættingja og flokksfélaga var með eindæmum. Það sem slær mig þá mest er að verða vitni að því að við nær allar stjórnarmyndanir, við myndanir Ríkistjórna Íslands var það ekki þjóðarhagur sem réði ferðinni. Pólitísku flokkarnir voru miklu framar þjóðarhag og þar með klíkuskapur og að halda sjálfum sér á floti. Vissulega má skynja að þarna var mannamunur en það gat enginn leyft sér að gleyma hag FLOKKSINS, HANN var efstur í hagsmunaflokkun. Þess vegna má segja að stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen hafi ekki verið eftir mynstrinu en að sjálfsögðu var Gunnar, þá kominn á efri ár, knúinn af metnaðinum að ná æðstu metorðum. Næstum allar stjórnamyndanir voru karp og undirferli þar sem þjóðarhagur var langt frá því að vera mönnum efst í huga.
Höfum við eitthvað lært?
Tæplega ef tekið er mið af öllu því fádæma bulli sem sett er fram á blogginu þar sem æðsta markmiðið virðist vera að níða aðra, þar skeyta margir ekki um skömm né heiður
Satt best að segja hugsa ég alvarlega um það hvort verandi sé í þeim félagsskap.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega flott skrifað hjá þér Sigurður Grétar. Þarf endilega að komast yfir þessa bók.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 20:59
"En það sem situr þó eftir er hversu gróflega íslensk stjórnmálastétt var spillt á 20. öldinni, hrossakaupin og hyglun fylgismann, vina, ættingja og flokksfélaga var með eindæmum. Það sem slær mig þá mest er að verða vitni að því að við nær allar stjórnarmyndanir, við myndanir Ríkistjórna Íslands var það ekki þjóðarhagur sem réði ferðinni. Pólitísku flokkarnir voru miklu framar þjóðarhag og þar með klíkuskapur og að halda sjálfum sér á floti."
Semsagt, flest er við það sama á þessu sviði leikhúss fáránleikans.
Georg P Sveinbjörnsson, 29.12.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.