4.1.2011 | 11:25
Þar kom að því, Siv lætur í sér heyra
Ég endurtek það einu sinni enn; enginn maður fékk jafn gullið tækifæri á að hefja sig yfir lágkúrulega pólitíkina og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar hann varð formaður Framsóknarflokksins. Hann fékk það tækifæri einnig að hefja flokk sinn upp úr pyttinum sem hann var grafinn í á formannstíð Halldórs Ásgrímssonar.
En hvorugt gerði Sigmundur Davíð, hann sökkti sér á bólakaf í innihaldslaust argaþras pólitísku umræðunnar, fór þar meira að segja oft fremstur í flokki og á nú aðeins einn jafningja í Framsóknarflokknum á þingi; Vigdísi Hauksdóttur.
Þögn Sivjar Friðleifsdóttur er fyrir löngu orðið þannig að eftir var tekið, sama má segja um Guðmund Steingrímsson og fleiri mætti nefna í hópi þingmanna Framsóknarflokksins.
En nú hefur Siv látið í sér heyra. Hún styður ekki Sigmund Davíð, formann flokksins, í hans helstu stefnumálum. Hún styður hvorki myndun þjóðastjórnar né að efnt verði bráðlega til kosninga. Sagði réttilega að kosningar væri það sem þjóðin þyrfti síst á að halda núna.
Nokkur umræða hefur verið undanfarið um að Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms væri að bera víurnar í Framsókn um að koma til liðs við Ríkisstjórnina. Ekki finnst mér það ólíklegt að einhverjar þreifingar eigi sér stað. Það hljóta alir að sjá, ekki síst Steingrímur J. Sigfússon, að þingflokkur Vinstri grænna er ekki lengur með þann styrk að geta veitt Ríkisstjórninni nauðsynlegar stuðning. Að stjórnin hafi aðeins eins atkvæðis meirihluta á Alþingi gengur ekki.
Ég held að Siv komi fram af þessum mikla þunga nú vegna þess að hún skynjar pólitíska ástandið á Alþingi hárrétt. Ríkisstjórnin getur ekki reitt sig framvegis á stuðning þeirra Lilju, Ásmundar Einars og Atla. Það er ekki endalaust hægt að standa í "kattasmölun", leyfum "köttunum" að fara sín einstigi, þeirra tími er liðinn sem jákvætt afl á Alþingi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Siv styður Evrópustórríkið, það hið sama sem myndi þá taka af okkur æðstu löggjafarréttindi hér í landinu. Sofandi er hún í sjálfstæðismálum okkar. Hún tekur ekki frekar en þú afstöðu með þjóðhollri stefnu Sigmundar Davíðs, Vigdísar og Höskuldar.
Segðu mér annars, ertu kannski hæstánægður með það, að atkvæðavægi stærstu ESB-ríkjanna í hinu afar volduga ráðherraráði eykst gríðarlega árið 2014 – t.d. Þýzkalands úr 8,41% í 16,41% allra atkvæða, Frakklands úr 8,41% í 12,88% og Bretlands úr 8,41% í 12,33% – á meðan vægi átta smæstu ríkjanna minnkar margfaldlega, t.d. Möltu (hins smæsta, með 406.000 íbúa) úr 0,87% í 0,08% – já, það minnkar um rúmlega TÍFALT! – nánar tiltekið er atkvæðavægis-minnkunin þar 98,8%. (Sjá HÉR!).
Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi. Og ertu nú ánægður, Sigurður Grétar?
Jón Valur Jensson, 4.1.2011 kl. 22:50
Nafni, við höfum nú þegar með því að vera í efnahafsvæði ESB tekið upp 80% af lögum og reglugerðum ESB en þar höfum við engin áhrif. Ekki veit ég hvort þessar upplýsingar þínar eru réttar en sýna þó að við förum að vinna á öllum sviðum ESB ef við gerumst aðilar sem enginn veit hvort verður.
Á sumum sviðum hafa aðildarríkin jafnan atkvæðisrétt. En þið sem hafið Bjart í Sumarhúsum sem ykkar leiðtoga viljið heldur hokra með handónýa krónu með stöðugum gengisfellingum eins og verið hefur alla tíð frá því við fengum fullveldið heldur en að fá betri lífskjör og öruggari með aðild að ESB. Látum aðildarviðræðunum ljúka og sjáum hvað í boði er. Við verðum ekki síður fullvald ríki þó við göngum í ESB.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.1.2011 kl. 13:28
Við VÆRUM EKKI fullvalda ríki, ef við gengjum í ESB.
meira seinna.
Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.