5.1.2011 | 11:02
Félagsráðgjafi Hjálparstofnunar kirkjunnar sýndi djörfung og raunsæi þegar hún sagði álit sitt á biðröðunum margumtöluðu
Ég hef svo sannlega haft ákveðnar skoðanir á því hörmulega skipulagi á "neyðarhjálp" að fólk komi til hjálparstofnana til að fá matvæli og standi þar tímunum saman í biðröðum. Ekki er nokkur vafi á að þar eru þeir sem af neyð leita eftir hjálp, en það er ekki minni vafi á því að þar slæðast margir með sem ekki eru í neyð. Það er sama hvaða hjálp er boðin, ef hún er jafn stjórnlaus og hún er í dag hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni þá er ekki nokkur vafi á að hjálpin er misnotuð af einhverjum hluta þeirra sem þangað leita. Viðbrögð forstöðukonu Fjölskylduhjálparinnar voru með eindæmum. Í stað þess að viðurkenna að allt þetta starf þyrfti að endurmeta réðst hún að félagsráðgjafa Hjálparstofnunar kirkjunnar og sakaði hana um lítilsvirðingu við þá sem hjálpar leita. Bætti við að sú hugmynd félagsráðgjafans, að upplýsa og hjálpa fólki að fara rétt með það fjármagn sem það hefur, væri fáránleg, fólk sem hefði enga peninga þyrfti ekki á slíkri ráðgjöf að halda. Líklega er ástandið ekki það slæmt að í biðröðunum séu margir sem enga peninga eiga, en það eru eflaust margir sem hafa peninga af skornum skammti, þeim þarf að hjálpa til að forgangsraða.
Það er athyglisvert að Hjálparstofnun kirkjunnar vinnur allt öðru vísi en hinar stofnanirnar. Þar fær hver og einn sem þangað leitar persónulega hjálp, það getur ekki hver sem er komið án þess að gera grein fyrir sér og rogast burt með poka með matvælum. Svo virðast sem a. m. k. Fjölskylduhjálpin vilji halda í óbreytt ástand og þá hlýtur maður að spyrja: Er hjálpin farin að nærast á því að geta aflað sem mestra gæða hjá framleiðendum og verslunum til að úthluta til Péturs og Páls án þess að kanna á nokkurn hátt þörf hvers einstaklings. Vill Fjölskylduhjálpin hafa biðraðirnar og óbreytt ástand til að forstöðukonan geti síðan baðað sig í fjölmiðlum og barið sér þar á brjóst og sagt; Sjá hér er ég, miskunnsami Samverjinn.
Sveitarfélögin verða að taka sér tak og kortleggja þörfina. Neyðarhjálp á ekki að vera úthlutun matarpoka til fólks í biðröðum, biðraðirnar eiga að hverfa.
Mér sýnist að sú skarpa sýn sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur á vandamálinu geti orðið leiðandi í því starfi að kortleggja vandann, skilgreina hverjir þurfa neyðarhjálp og hverjir þurfa framfærslu. Sveitarfélögin virðast vera steinsofandi og ekki gera sér grein fyrir skyldum sínum. En hver veit nema þau fari að rumska, þarna verða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að rumska fyrst og taka hraustlega á vandamálinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki ástandið eins og það er einmitt vegna þess að yfirvaldið gefur þetta frá sér til meintra hjálparstofnana... Standa þær kannski í vegi þess(Per se) að ríkið taki af skarið og úthluti matarkortum... eða hvað.
Annars fannst mér þessi dama hjá kirkjunni frekar kaldranaleg. Get ekki að því gert; Að auki finnst mér eins og þetta meinta hjálparstarf sé orðið að einskonar business.
doctore (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 12:49
Ég ætlaði að fara í nákvæmlega það sama og þú og skrifa það sama.
Ég fyllltist reiði í gær þegar ég sá fréttirnar ,með konunni frá fjölskylduhjálp. Þetta á ekki að geta miskilið á nokkurn hátt frá kirkjunni og ekkert nema sanngjarnt og rétt sé farið að því að fólk sanni sitt mál að það sé þurfi hjálp.
Takk fyrir pistilinn, flottur!
Guðfinna Árnadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 13:06
Það eiga engar biðraðir að vera eftir mat- það á að skaffa fólki á bótum mannsæmandi kjör svo það þurfi ekki að betla.
þetta er þvílik skömm fyrir Ríkisstjórnina sem virðist hafa nóga peninga fyrir einhver sukkverkefni sem mega alveg bíða.
Og ráðgjöf í peningamálum fyrir þá sem eiga enga peninga er heimskuþvættingur- það er ekki hægt að forgangsraða því sem ekki er til !
Erla Magna (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 13:19
Ég er sammála þér, Sigurður Grétar, að fá verður upplýsingar um tekjur og helztu útgjöld hjá þeim sem sækja um neyðarhjálp. Þær uppl. eiga svo að duga næsta hálfa eða heila árið. Í slíkri skoðun upplýsinga er engin móðgun fólgin. En sannarlega hafa sveitarfélögin skyldum að gegna í framfærslumálum og gætu kannski séð um þessa skráningu á hverjum úthlutunarstað.
Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 13:23
Það er rétt sem þú segir Jón Valur að það er engin móðgun falin í því að fá upplýsingar um hagi þeirra sem æskja hjálpar. Við sem komin erum á aldur ellilífeyris verðum um hver áramót að gefa nákvæma skýrslu til Tryggingarstofnunar um öll okkar fjármál, ég hef aldrei haft hugmyndflug til að móðgast þess vegna.
Eva Magna, þetta vandamál er fyrst og fremst verkefni sveitarfélaganna að leysa, hversu áköf sem þú ert að koma höggi á Ríkisstjórnina þá er þetta samt staðreynd, þetta er verkefni sveitarfélaganna. Þar ættu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman (þar er öll pólitíska flóran, líka þínir kæru stjórnarandstæðingar). Líklega væri best fyrir sveitarfélögin að fá Hjálparstofnun kisrkjunnar til að hafa á hendi samræmdar aðgerðir.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að í biðröðunum eru margir sem hafa þó nokkur fjárráð en kunna ekki með peninga að fara og þurfa sárlega á leiðsögn að halda. Annað mættir þú Erla Magna hafa í huga. Þeir sem læða sér inn í biðraðirnar án þess að þurfa þess bráðnauðsynlega eru að krafsa til sín gæðum sem eru þar með tekin frá þeim sem eru sannarlegri í neyð og þeir eru allt of margir.
Getur þú engan veginn tekið á nokkru máli án þess að gera það pólitískt? Getur þú engan veginn rætt mál af yfirvegun og með rökum Erla Magna?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.1.2011 kl. 13:49
Sniðugast og best af öllu er að taka þá peninga sem fara til þjóðkirkju og eyrnamerkja þá í hjálparstarf; Í byrjun hérna heima, síðar þegar koma betri tímar þá má þessi skattur alveg halda sér, nota hann til að hjálpa erlendis.
Það er ekkert vit í að sóa 5-6þúsund milljónum á ári í áhugamál fólks á göldrum og galdrakarli; Ef við bara horfum á þessa staðreynd, og svo tal þessarar konu frá ríkiskirkju... þá fellur allt hennar tal um þeirra eigin útrásarjesúlingastarf.
Það er nefnilega zero vit í að halda þessu trúarstússi uppi, púra peningasóun
doctore (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 14:37
Til hvers þarf gervidoktorinn að kríta liðugt, þegar hann talar um útgjöld til Þjóðkirkjunnar? Af hverju smyr hann ofan á raunverulegar tölur? Þarf hann í "rökum" sínum á lyginni að halda?
Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 16:42
Hvað segir þú JVJ.. var eitthvað smá skorið niður til þessara boðbera galdra og kukls?
Þetta sem ég nefndi er alveg örugglega nærri lagi.. .með þessum þúsundum milljóna væri hægt að útrýma biðröðum + margt annað gott fyrir fólk í þörf.
Allt er betra en að henda fé í hjátrú og vitleysu.. Hér ganga um prestar með milljón á mánuði, einkasskrifstofuhallir þeirra á hverju strái... þetta er mjög sorglegt fyrir alla.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 17:39
Hjartanlega sammála þér Sigurður
Krisitnn M Jonsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:21
Nei, gervidoktor, þú ert með vitlausar tölur.
Til tilbreytingar gætirðu kynnt þér málið.
Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 18:50
Ég er sammála því að núverandi system hlaði undir aumingjaskap og leysi lítinn vanda og fulltrí Hj. St. kirkjunnar hafði lög að mæla. Kirkjan stendur sig vel í þessum efnum.
Auðvitað hópast fólk saman þar sem ókeypis matarpakka er að fá og biðraðirnar segja nákvæmlega ekkert um hið raunverulega ástand.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 02:04
Komdu nú með réttar tölur JVJ, þú ert víst með þetta á hreinu: Hvað fara mörg þúsund milljónir í Galdraklúbb ríkisins á ári?
Við erum að tala um nokkra tugi manna sem fá þessar þúsundir milljóna, þessir sömu menn koma svo fram og segjast vera kærleiksríkir og trúaðir; Hvers vegna gera þeir ekki eins og biblían segir; Selja allt sem þeir eiga og gefa fátækum; Aðeins þannig geta menn orðið alvöru Jesú fanboys.
Svo sníkja þessir sömu menn peninga frá almenning, fara svo í úthlutanir og eigna sér og Gudda heiðurinn af hjálpinni..
Mér finnst bara fáránlegt að starfsmaður þessarar kirkju komi fram og gagnrýni eymd fólks, yfirheyri það... svo fær kirkjan þessar þusundir milljóna, sóar þeim í gullhallir og sjálfa sig.
Hræsnarar dauðans.
doctore (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 08:55
Ég ætla ekki að auka leti þína, gervidoktor. Rannsakaðu málið sjálfur, eða síðan hvenær tekurðu mín orð trúanleg?
Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.