Íbúar í Landeyjum eiga tæpast undankomuleið ef Kötluhlaup kemur vestur af Mýrdalsjökli

Það er samdóma álit þeirra sem gerst þekkja að það sé ekki spurning um að Katla gjósi, spurningin sé miklu fremur hvenær. Flestir búast við stórhlaupi niður Mýrdalssand, þannig var það í síðasta gosi 1918. En það er ekki útilokað að stórhlaup verði vestur af Mýrdalsjökli  og leggist þá einkum í farveg Markarfljóts sem ekki annar slíku hamfarafljóti heldur muni það leggjast yfir miklu stærra svæði. Svo gæti hlaupið verið öflugt að það færði Landeyjar í kaf, ef svo hörmuleg vildi til þá er fjöldi manns í bráðri lífshættu

Héraðsblaðið "Dagskráin" sem gefin er út á Selfossi birtir ákall frá íbúum Vestur-Landeyja sem við slíkar hamfarir yrðu innikróaðir, þeirra undankomuleið er sú að fara á móti flóðinu og komast yfir brúna á Þverá sunnan Hvolsvallar. Það hljóta allir að sjá að undankomuleið undar holskeflu stórhlaups er að hörfa undan því en ekki öfugt.

Kötluhlaup.jpgMeðfylgjandi kort af , sem fengið er úr "Dagskránni", sýnir hvað þarf að gera til að til að skapa undankomuleið fyrir Vestur-Landeyinga. Við ármót Ytri-Rangá, Hólsár og Þverár verður að byggja brú yfir Hólsá við Djúpós, en Djúpós er sá staður nefndur þar sem Þykkbæingar á sinni tíð hlóðu fyrir vatnsflaum Þverár og Ytri-Rangár sem þá byltist vestur í Þjórsá og Þykkvibær var á rauninni stór hólmi umflotinn vatnselg á alla vegu.

Hugsanleg brú yfir Hólsá er merkt með hring á myndinni.

Með þessari brú er opin og greið leið til vesturs undan hugsanlegri flóðbylgju, þá er komin tenging við Þykkvabæjarlveg og sem liggur upp með Ytri-Rangá að vestan upp að Ægisíðu (gengt Hellu). Önnur mynd úr "Dagskránni" sýnir enn betur hvar hugsanleg leið til vesturs úr Vestur Landeyjum skal koma og þar sést fyrrnefnd ármót þriggja fljótanna

Djúpós.jpg Eflaust vefst þetta fyrir þeim sem ekki eru staðkunnugir en ef áhugi er á að kynna sér þetta betur þá er hægt að taka fram kortið af Mið-Suðurlandi og fá stærri mynd af svæðinu.

En með byggingu brúar yfir Hólsá við Djúpós opnast fleiri möguleikar, þessi brú getur opnað algerleg nýjan veg og orðið hluti af Suðurstrandarvegi sem nú er langt komin með bundnu slitlagi milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Hólsárbrúin tengist beint inn á Þykkvabæjarveg sem er með bundnu slitlagi alla leið í gegnum Þykkvabæ og vestur að Háfi sem stendur á bökkum Þjórsár. Með fyllingu yfir eyrarnar í Þjórsá og brú yfir höfuðálinn vestan Traustholtshólma er komið inn á Flóaveg og þar vantar aðeins að leggja bundið slitlag á 10 km spotta til að tengjast Gauðverjabæjarvegi sem er með bundnu slitlagi. Ef síðan þjóðvegurinn er færður norður fyrir Stokkseyri á sama hátt og hann liggur nú fyrir norðan Eyrabakka er komin nýr þjóðvegur frá Hólsárbrú til Grindavíkur. Síðan má láta gamminn geysa og hugsa sér að Þverárvegur frá Hólsárbrú að Þverárbrú á Suðurlandsvegi verði byggður upp og klæddur bundu slitlagi.

Þetta sýnir að bygging brúar yfir Hólsá við Djúpós er ekki aðeins öryggistenging fyrir íbúa Vestur-Landeyja við hugsanlegar hamfarið, heldur fyrst sporið í áttina að Suðurstrandarvegi frá Grindavík með tenginu í Austur-Landeyjum við Suðurlandsveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef horft er suður Landeyjar sést vel að allir bæirnir þar eru byggðir á hæðum eða hólum.. svona hefur það verið frá alda öðli.. og sennilega ekki af ástæðulausu. Sennilega best ef fólkið sé heima á bæ ef svona hlaup hefst en ekki vera að þvælast úti á vegi.. ;)

Óskar Þorkelsson, 21.1.2011 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband