Hvað skal gera eftir hinn fráleita úrskurð Hæstaréttar?

Það er mikil ólga víða í þjóðfélaginu eftir úrskurð Hæstaréttar; að ógilda kosningarnar til Stjórnlagaþings og það ríkir mikil Þórðargleði í sumum slotum. Mörum finnst það harður dómur hjá mér að segja fullum fetum að úrskurður Hæstaréttar sé pólitískur. En á er mér spurn, hvers vegna kætast svo geysilega frammámenn og fylgjendur eins stjórnmálaflokks, Sjálfstæðisflokksins, öðrum fremur?

En hvað er til ráða, kosningarnar ógildar, það stendur. Aðallega er rætt um þrjár leiðir eftir úrskurðinn: a) hætta við Stjórnlagaþing, þá situr stjórnarskrármálið í sömu hjólförunum og sl. 56 ár b) endurtaka kosningarnar c) Alþingi samþykki að áður kjörnir fulltrúar á Stjórnlagaþing fái umboð til að starfa á Stjórnlagaþingi og semja uppkast að nýrri stjórnarskrá og ég leyfi mér að bæta við; uppkastið verði lagt fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu ÁÐUR en Alþingi fær það til endanlegrar lagalegra afgreiðslu. Það á við jafnt þó að kjörnir yrðu nýir (eða gamlir) fulltrúar á Stjórnlagaþing.

Og hvað finnst mér sjálfum skynsamlegast að gera?

Það kemur ekki til greina að gefast upp og hætta við allt saman. Þá fer allt í gömlu hjólförin, málið komið til Alþingis án þess að nokkrir fulltrúar þjóðarinnar fái að fjalla um það beint. Þá hef ég afgreitt lið a).

Efna til nýrra kosninga? Það mun kosta vænan skilding en er þó réttlætanlegt ef almennt er talið að um þær kosningar verði sæmilegur friður. En því miður, um þær kosningar verður enginn friður, þau sterku öfl sem eyðilögðu kosningarnar sem Hæstiréttur úrskurðaði ógildar munu fara hamförum til að eyðileggja kosningarnar. Það þarf ekki annað en vitna í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Silfri Egils í dag þar sem hún áréttaði með þunga andstöðu Sjálfstæðisflokksins við þessa málsmeðferð; að kjósa fulltrúa og halda Stjórnlagaþing. Það má búast við að margir af þeim sem kusu í góðri trú telji sig svikna og mæti ekki aftur á kjörstað. Margir af frambjóðendum munu jafnvel neita að taka þátt aftur og þá óttast ég að það verði ýmsir sem fengur er að sem frambjóðendum, frekar að þeir sem minna erindi áttu sitji sem fastast. Hættan er sú að nýjar kosningar til Sjórnlagaþings verði dæmdar til að mistakast, kosningaþáttaka hrapi og þeir sem þar verða kjörnir sitji með mjög vafasamt umboð.

Alþingi veiti þegar kjörnum fulltrúum fullt umboð til að sitja á Stjórnlagþingi sem til þess kjörnir af Alþingi. Þetta er eina færa leiðin, verður vissulega mjög umdeild en er þó miklu vænlegri til árangurs en að efna til nýrra kosninga.

Það sem þarf að gerast á Alþingi er að þetta þarf að fá meira fylgi en fylgi stjórnarflokkanna (sem að sumu leyti er vafasamt). Í Silfri Egils í dag áréttaði Eygló Harðardóttir þingmaður Framsónarflokksins þá afstöðu síns flokks að hann hefði í rauninni átt upphafið að hugmyndinni að Stjórnlagaþingi. Ég tek mark á því sem Eygló segir, því mér finnst hun vera vaxandi þingmaður sem ræðir oftast málefnalega.

Ef það tækist að meirihlutaflokkarnir með tilstyrk Framsóknarflokksins og jafnvel Hreyfingarinnar stæðu að því að veita kjörnum fulltrúum á Stjórnlagaþings lögformlegt umboð til starfa á Stjórnlagaþingi yrði það mikill sigur fyrir lýðræðið í landinu.

Einu skulum við ekki gleyma, einu sem mér finnst að hafi alveg gleymst í umræðunni eftir hinn fráleyta úrskurð Hæstaréttar.

Það er réttur þeirra sem kjörnir voru á Stjórnlagaþing. Þeir hafa eflasut allir búið sig rækilega undir störf á þiginu, þeir eiga skilið að Alþingi sýni þeim þann trúnað og virðingu að þeir fái að taka að sér þá ábyrgð og störf sem þeir voru réttilega kjörnir til.

Þannig getur Alþingi leiðrétt þann óréttláta úrskurð sem Hæstiréttur kvað upp og verður honum til ævarandi minnkunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Voru þeyr réttilega kosnir? Var þetta heiðarleg kosning? Ég hefði nú viljað sjá fólk af landsbyggðinni þarna inni líka. Rétt á að vera rétt!! En hvað dóminn varðar ætla ég ekki að tjá mig um, tel mig ekki hafa vit þess.

Eyjólfur G Svavarsson, 31.1.2011 kl. 11:42

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þú hefðir viljað sjá fólk af landsbyggðinni í hópi þeirra sem kjörnir voru á Stjórnlagaþing, það hefði ég einnig viljað, ég var einn af landsbyggðarmönnunum sem bauð mig fram til setu á Stjórnlagaþingi.

Hversvegna voru svona fáir kjörnir af landsbyggðinni?

Vegna þess að það var nánast sama upp á teningnum hvarvetna á landsbyggðinni, of margir kjósendur þar nenntu ekki að setja sig inn í málið og tóku ekki þátt í kosningunum.

Kjörsókn í Reykjavík var mun betri á landsbyggðinni, hjá okkur í Þorláshöfn náði hún ekki 30% þegar hún var yfir 40% í Reykjavík.

Landsbyggðarmenn geta því sjálfum sér um kennt að svo fáir úr þeirra röðum náðu kjöri.

Ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur notar til réttlætingar sínum pólitíska úrskurði reynir hann að nota til að halda því fram að kosningarnar hafi á nokkurn hátt verið hlutdrægar eða að nokkuð hafi verið gert rangt sem hallaði á nokkurn frambjóðanda, hvorki þá sem náðu kjöri eða hina sem ekki náðu því.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 31.1.2011 kl. 16:43

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Stjórnlaga þing verður ekki stjórnlaga þing þjóðarinnar nema meirihluti atkvæðis bærra manna samþykki það.  Mikill meiri hluti vildi ekkert með þetta stjórnlaga þing hafa,  og kom þar leti hvergi við sögu.

Hæsti réttur á að dæma samkvæmt lögum og það gerði hann en siðferðis þátturinn í þessu öllu saman er þó mun alvarlegra mál.  Þú segir að ekki komi til greina að gefast upp.  60% þjóðarinnar sagði nei við Icesave en Jóhanna og hækjan hennar gera ekki meira með það en þó það væri flugnaskítur. 

Svona eru aðferðir komunista og hafa alltaf verið, svona er virðing þeirra fyrir alþíðunni.  Þú ætlar semsagt ekki að gefast upp fyrir þjóðinni, því það er hún sem vill ekkert með þetta gæluverk Jóhönnu hafa.

Verður gerð bylting útaf þessu máli eða ætlið þið að láta skynsemina ráða og veita peningum í arðbærar framkvæmdir í stað þess að vera sífellt að friða Jóhönnu með gæludýrum?   Ögmundur segir að kassinn sé tómur en það er ljóslega ekki satt því það eru alltaf til peningar í gæluverkefni  Jóhönnu og hirðar hennar.

  

Hrólfur Þ Hraundal, 31.1.2011 kl. 18:59

4 identicon

Var einhver lágmarksþátttaka í þessari kosningu til að vera gild. Um sumum löndum er kosningaþátttaka kringum 20% og eru samt tekin gild. Ekki minnist hæstiréttur á lágmarks kosningaþátttöku.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband