1.2.2011 | 10:51
Ástráður Haraldsson var geysilega rökfastur í Kastljósi í gærkvöldi
Eins og venjulega setur Helgi Seljan sig í stellingar saksóknara (svona eins og við sjáum þá í Bandarískum hasarmyndum) þegar hann heldur að nú sé fórnarlamb komið á sakabekkinn. En Ástráður Haraldsson fráfarandi formaður Landskjörstjórnar tók forystuna í þeirra átökum fyrir "réttinum" og satt að segja varð ég mjög með að þrautreyndur lögmaður flutti af sannfæringu þau rök sem ég hef áður sett fram um að Hæstiréttur hafi með úrskurði sínum túlkað lögin eftir strangasta bókstaf en algjörlega horft framhjá anda laganna og þar höfðaði Ástráður til þeirra laga og hefða sem hérlendis hafa gilt um kosningar almennt. Enn og aftur vil ég leiðrétta sjálfan mig og fjölmarga aðra; Hæstiréttur kvað ekki upp dóm heldur úrskurð og það bar honum að gera samkvæmt lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings, honum hafði verið falið það illu heilli. Þarna tókust ekki á sækjendur né verjendur, sexmenningarnir hlustuðu ekki á neina nema hver á annan og nú skilaði Jón Steinar ekki sératkvæði enda var enginn í sakleysi sínu að opna útidyr með haglabyssu af því hann vildi endilega ná tali af húsráðanda.
En fullvissan um að Hæstiréttur hafi alltaf rétt fyrir sér birtist víða. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fer mikinn á vísi.is en þar er hann fastur pistlahöfundur. Ég rakst á pistil hans og þar segir hann m. a:
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Lífstíll | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér er ekki sjálfrátt!!!!!
Á ekki að virða lög og reglur? Algjörlega óviðkomandi sjálfstæðisflokknum.
Óskar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 13:53
Tek undir með Óskari. Vesalings Ástráður Haraldsson. Ætli hann eigi eftir að bera sitt barr eftir þá gagnrýni kollega sinna, sem hann bauð heim með sinni fáheyrðu afstööu í þættinum?
Meira seinna!
Jón Valur Jensson, 1.2.2011 kl. 17:23
Hvernig í ósköpunum getur þú sagt að lögfræðingur sem segir fyrir framan alþjóð að það sé bara í góðu lagi að fara á svig við lögin, sé rökfastur. Ekki nóg með það, hann er formaður Landskjörstjórnar!!! og bera ábyrgð að að kosningar séu útfærðar eftir bókstafnum svo enginn vafi geti leikið um gildi þeirra. Öllu þessu klúðrar hann og kostar þar með þjóðina hundruðir milljóna og segir svo að hans skilningur á kosningalögunum sé að það sé í lagi að gera hlutina öðruvísi en lögin segja til um.
Skil ekki heldur þessa setningu þína: "Kosningarnar voru engan veginn "dæmdar" ógildar heldur "úrskurðaðar" ógildar og á þessu er reginmunur". Það er eins gott að hæstiréttur átti sig á því að á þessu sé reginmunur, því hingað til hefur hann úrskurðað og á grunni úrskurðarinns dæmt í málum. Hann hefur áreiðanlega gert þetta kolvitlaust hingað til, alveg eins og allar kosningar hingað til hafa verið í raun ógildar ef trúa skal Ástráði Haraldssyni og þér.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 18:36
Hér kúrir stjórnlagaþingsframbjóðandinn JVJ enn í skotgröfunum, hvar hann hefur dvalið síðan hann, sjálfum sér að óvörum, náði ekki kjöri til stjórnlagþingsins, og skýtur föstum skotum á allt og alla sem hann telur að hafi hindrað hann í að öðlast þessa eðlilegu og sér ætlaða vegtyllu.
Þetta gerir manngarmurinn þrátt fyrir að hafa sjálfur verið svo vanþroskaður (ekki má nota orðið heimskur, það gæti valdið sárindum) að kjósa sjálfan sig í annað sætið á sínum lista, sæti sem í raun engu máli skipti - og flestir vissu.
Svo er að venju meira boðað seinna, sem sjaldan kemur!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2011 kl. 01:02
Axel! Ef þú vissir það ekki hefur J.V.J. skotið á þessa Icesave stjórn frá tilurð hennar,engu breytt þótt hann næði ekki kjöri. Síðan get ég frætt ykkur um það að Helgi Seljan hefur alltaf spurt svona,hver sem í hlut hefur átt. Það er hans aðferð,eru þeir ekki lærðir og eiga að rekja garnirnar úr viðmælendum,um tiltekið mál.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2011 kl. 02:12
Ef þú lest innlegg mitt ögn betur Helga, ættir þú að átta þig á að ég er ekki að fjalla um þá fæð sem JVJ leggur á ríkisstjórn landsins. Ég var að fjalla um gagnrýni hans og vindmyllubardaga gegn stjórnlagaþingskosningunum, sem þá fyrst hófst eftir að hann náði ekki því stjórnlagaþingsæti sem hann fyrirfram taldi í hendi og honum ætlað. Skrítið að hann skuli ekki eiga þetta við sinn Guð, í stað þess að fjargviðrast út í allt og alla. Hann hlýtur að vera illa gramur karlinn, því hann hefur tapað allri sáttfýsi, týnt umburðarlyndinu, glatað samkenndinni og glutrað niður náungakærleiknum á leið sinni um eyðimörkina. Það hlýtur að vera íþyngjandi að vera svona alla daga, það þarf sterkari bein en mín til að bera slík ósköp.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2011 kl. 02:54
Þú ert kannski sá eini í norðurhéruðum landsins, Axel Jóhann, sem hefur ekki frétt af því, að þessi stjórnlagaþingskosning var ÓGILT, og ekki var það mér að kenna. Þér að segja hygg ég að þeir báðir, Ögmundur og Ástráður hafi haft eitthvað mikið með það að gera! Þeir höfðu meira að segja samráð um eitthvað af vitleysunni – en hvað það var, vill Ástráður ekki tjá sig um! Vesalings maðurinn, sá lendir í hakkavélinni í Úlfljóti og Tímariti lögfræðinga, gott ef ekki í Dansk juridisk Tidsskrift, Recherches Louvainaises du loi nordeuropéen og Berliner Jura-Studien, Sonderausgabe.
Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 03:30
Berð þú landa þína almennt fyrir brjósti? Geta menn ekki átt eitt og annað við sinn guð,án þess að láta niður baráttu sína eða tjáningu um hvað eina. Þú þakkar þá kanski guði fyrir að vera ekki eins og aðrir menn: Ég er sáttfús,eg er umburðarlyndur,hef mikla samkennd,hef ríkan náungakærleika,þess vegna er ég alltaf glaður,hef sterk bein. Axel það er upp á þér typpið!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2011 kl. 03:38
Jón Valur, þú hefur löngum verið mér ráðgáta. Ég er, eins og ég hef fyrr, laus við að trúa á það sem í Biblíu kristinna manna stendur en ég veit að þú gefur þig út fyrir að vera heittrúaður kristinn maður og hefur fullan rétt til þess. En þó ég hafi snúið baki við þessum trúarbrögðum, sem og öðrum, þá var ég látinn læra ýmislegt um þau í barnaskóla og svo hjá prestinum sem fermdi mig, á þeim tíma hefði engum dottið í hug að neita slíkum trakteringum. Frá því man ég eftir því að ég skildi inntak kristinnar trúan sem umburðarlindi og kærleika. Mér hefur fundist lítið fara fyrir því í þínum málflutningi á blogginu, þínar ær og kýr er að reka illvígan áróður gegn þeim sem eru nú í Ríkisstjórn og hamast við að moka flórinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, og foringja þessara flokka þá, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.
En að hinum fráleita úrskurði Hæstaréttar. Þú ferð mikinn gegn Ástráði Haraldssyni fyrrum formanni Landskjörstjórnar og spáir honum öllu því versta af því hann kom í Kastljósi og gagnrýndi úrskurð Hæstaréttar, þú ert greinilega einn af þeim sem telur að gjörðir Hæstaréttar megi ekki gagnrýna. En þú mátt bæta um betur því fleiri lögmenn hafa komið fram og gagnrýnt úrskurðinn. Það eru þeir Eiríkur Tómasson, Gunnar Eydal og Ragnar Aðalsteinsson. Það var slæmt að álit þessara lögmanna var ekki komið fram áður en viðtal Þórhalls Gunnarssonar í Návígi við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara var tekið upp, hann gat aðeins gagnrýnt Ástráð, álit hinna hefði betur verið orðið opinbert, þá hefði Jón Steinar þurft að sperra sig meira til að réttlæta sinn fráleita úrskurð og sinna starfsbræðra.
Sveinn Úlfarsson, það er dapurlegt hve lítið þú botnar í þessu klúðurmáli Hæstaréttar, þú segir:
Skil ekki heldur þessa setningu þína: "Kosningarnar voru engan veginn "dæmdar" ógildar heldur "úrskurðaðar" ógildar og á þessu er reginmunur. (tilv. í minn texta lýkur)
Þetta er staðreynd á þessu er reginmunur, það dregur enginn í efa ekki einu sinnu Hæstaréttardómarar. Þarna var ekki mál sem vísað var til Hæstaréttar frá lægra dómstigi, þarna var mál ekki varið né sótt. Þarna voru menn að afgreiða mál sem þeim var falið að úrskurða um í lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings. Þarna var um svokallaða "stjórnvaldsákvörðun" að ræða, ekki "dóm" og á þessu er geysimikill munur. Ég vona Sveinn að þú kynnir þér betur mál sem þú vilt fjalla um, betur áður en þú lætur nokkuð frá þér fara.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 11:27
Það er fráleitt af þér að segja, að Hæstiréttur hafi dæmt "gegn anda laganna," Sigurður Grétar. Þegar Jóhanna og Ögmundur, rammhlutdræg bæði tvö, rembast svo við að beina spjótum síns framkvæmda(áhrifa)valds að dómsvaldinu, þá geturðu ekki ætlazt til þess, að þau auki enn við orðstír þessarar ríkisstjórnar, sem hefur 1) ömurlegasta feril að baki allra ríkisstjórna, sem ég man eftir, og að á aðeins tveimur árum, auk þess að 2) vera sú óvinsælasta: komst nýlega niður í 25% fylgi. Og þú heldur kannski að það sé ekkert samband milli 2) og 1) ?!
Þú getur ekki ætlazt til þess að ég hlífi ríkisstjórn, sem ræðst á sína eigin þjóð. 4 milljarða samdráttur í heilbrigðismálum (áætlun hennar í vetur) átti að kosta yfir 900 manns vinnuna, en nú vill Icesave-óstjórnin leggja 26 milljarða fram hjá fjárlögum á bök vinnandi fólks og það vegna ólögvarinnar lygaskuldar! Með Icesave-III er ríkisstjírnin að taka áhættu á því að hin ólögvarða krafa endi í 233 milljarða álögum á þjóðina (Þór Saari) eða jafnvel hátt í tvöfalt meira, segja sumir útreikningar. Þessi ríkisstjórn ætti að hætta sinni Bretavinnu strax, fyrr hætti ég ekki að gagnrýna hana harðlega!
Þú ættir endilega að lesa beinskeytta árás formanns Framsóknarflokksins á Icesave-III-samninginn í dag: Icesave – Áhættan er enn til staðar eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (Mbl. 2.2. 2011). Þar blasir það við, að ég og mínir samherjar, Þjóðarheiðri – samtök [80 manna] gegn Icesave höfum rétt fyrir okkur. (Sbr. einnig grein mína: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (a.m.k. fjórfalt færari en fjármálaráðherrann) um óheyrilegan yfirgang brezkra stjórnvalda
ESB-umsóknin er samt enn verra brot þessarar stjórnar gegn þjóð sinni að mínu mati og margra annarra.
Svo ert þú öldungis á öðru máli um fyrrgreint mál en einn okkar færasti lögspekingur, þú virðist hafa farið á mis við frétt af áliti Sigurðar Líndal prófessors: Ákvörðun Hæstaréttar endanleg, þar sem segir m.a.:
Ennfremur segir þar frá því áliti hans, "að úr því að sú skipan var höfð á málum að fela Hæstarétti þetta hlutverk, hljóti það eðli málsins samkvæmt að vera endanleg ákvörðun. „Önnur skipan mála væri að mínum dómi fjarstæðukennd, því ég fæ ekki séð hvaða aðili ætti að vera settur yfir Hæstarétt til þess að taka ákvörðun um slíka kæru," segir Sigurður."
Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 15:34
Afsakið ásláttar-flýtisgalla á þessu, en inntakið stend ég 100% við.
Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 15:37
Jæja Jón Valur, er Bjarni Benediktsson að slíta sig undan ægivaldi Davíðs Oddssonar, ég held að ég verði að fara á morgun út í Bókasafn og fá að kíkja í Moggann og sjá hvernig Davíð bregst við tíðindunum. Eða er það ekki rétt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætli að greiða atkvæði með Icesave samningum.
Þetta eru stórtíðindi!
Jón Valur, þú segir að ofan:
Það er fráleitt af þér að segja, að Hæstiréttur hafi dæmt "gegn anda laganna," Sigurður Grétar.
Ég hef aldrei sagt að Hæstiréttur hafi "dæmt" gegn anda laganna því hann hefur ekki kveðið upp neinn dóm til ógildingar kosningunum til Stjórnlagaþings. Hæstiréttur úrskurðaði, það var stjórnvaldsákvörðun. Og þar sem þú vitnar í Sigurð Líndal þá heyrði ég að hann undirstrikaði þetta sem ég hef sagt. Hann sagði ennfremur að það hefði eins verið hægt að fela þetta ýmsum öðrum s.s. sérkjörinni nefnd sem Alþingi hefði valið.
Þú segir að Sigmundur Davíð sé a. m. k. fjórfalt hæfari en fjármálaráðherrann. Hvað mælikvarða beitirðu til að meta þetta, aldrei hefur SD verið fjármálaráðherra?
En ég fagna því að Sjálfstæðisflokkurin er að breyta um starfshætti og leggur inn á braut ábyrgðar og skynsemi.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.