2.2.2011 | 13:19
Það er mjög margt jákvætt að gerast i okkar þjóðfélagi
Það er óvenjulega margt jákvætt í fjölmiðlum á þessum degi. Ég leyfi mér að fullyrða að almenningur er orðinn hundleiður á svartagallsrausi og svívirðingum um þá sem vinna baki brotnu við að endurreisa okkar þjóðfélag eftir þá sem steyptu okkur í Hrunið mikla haustið 2008.
Ég ætla ekki að hafa um það fleiri orð frá eigin brjósti en læt fylgja með hluta af frétt Seðlabankans þegar tilkynnt var að stýrivextir væru lækkaðir um 0,25 prósentustig niður í 4,25 %. Fyrir tveimur árum, þegar Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við, voru stýrivextir Seðlabankans 18%, er þetta ekki dágóður árangur?
Úr yfirlýsingu peningastefnunefndar 2. febrúar 2011:
"Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti
bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum
innlánsstofnana lækka í 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum
lækka í 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 4,25% og
daglánavextir lækka í 5,25%.
Áfram dró úr verðbólgu í desember og janúar. Tólf mánaða verðbólga var
1,8% í janúar eða 1,6% að áhrifum hærri neysluskatta frátöldum. Hún er
því nokkuð undir 2½% verðbólgumarkmiði bankans. Tilfallandi
verðlækkanir bættust við árstíðarbundna lækkun vísitölu neysluverðs í
janúar. Sem fyrr stuðla hagstæð gengisþróun undanfarið ár, lækkandi
verðbólguvæntingar og slaki í þjóðarbúskapnum að lítilli og stöðugri
verðbólgu.
Samkvæmt spánni sem birt er í Peningamálum í dag, verður
efnahagsbatinn heldur meiri í ár en Seðlabankinn spáði í nóvember.
Spáð er 2,8% hagvexti í ár og liðlega 3% vexti á árunum 2012 og 2013.
Verðbólga hefur verið heldur minni en fólst í nóvemberspánni, aðallega
vegna einskiptisáhrifa breytinga á opinberum gjöldum, og er því spáð
að hún verði eitthvað undir verðbólgumarkmiðinu nánast til loka
spátímans."
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Okkar bíður fátæktin ein með tilheyrandi skiptingu á skorti ef þið kommarnir fáið að halda áfram við hagstjórnina. Þá endum við eins og þið gerðuð í falli óskalandsins ykkar í Sovét-hagkerfunum. Þar hefur frjálshyggjan allstaðar verið kölluð til og lífskjörin hafa batna hægt og sígandi. Nú stefnum við sjálfir í þveröfuga átt undir forsæti þinna manna.
Hagvaxtarsár ykkar byggjast allar á erlendri fjárfestingu sem þið berjist svo gegn með öllum ráðum. Veit ekki hvernig þið ætlið að forðast hana þegar þið verðið búnir að koma okkur í EU, sem þið berjist svo djarflega fyrir undir öruggri forystu Steingríms J. með undirleik Ásmundar Daða og "Lilju Mós" eins og Jóhanna forsætiss kallar hana.
Verðbólgan verður engin hérna ef ekki mínus í því alkuli sem þið setnið þjóðinni í.
Sovét Ísland, óskalandið. Þú ert komið!
Halldór Jónsson, 2.2.2011 kl. 15:51
Engar áhyggjur Halldór Jónsson. Þótt speni Gunnars Birgissonar gefi núna lítið, hlýtur þú að finna annan hjá Íhaldinu. Hafðu samband við vin þinn Dabba, þú veist hvar hann er til húsa.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 10:04
Hvar sérð þú endurreisn Sigurður??? Ástæða þess að veðbólga hefur hjaðnað og stýrivextir lækkað er vegna þess að hér er ekkert að gerast, hér er engin endurreisn, hér er allt að leggjast í dróma, vegna þess að við höfum handónýta ríkisstjórn og handónýta þingmenn á Alþingi Íslendinga.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.2.2011 kl. 11:09
Halldór, ég verð að kvitta fyrir kveðjuna, kveðjuna þína sem er eins og grafarraust úr kalda stríðinu þegar það var kaldast, það liggur við að maður finni nágustinn. Það eru flestir komnir út úr gömlu kommúnistagrýlunni og ef þú veist það ekki er mörg ár síðan Sovétríkin liðu undir lok, öðru vísi gat það ekki farið. Ég hef aldrei verið að elta ólar við það þó ég sé kallaður kommúnisti, það má hver hafa sínar skoðanir á mér sem vill. Sem ungur maður, aðeins átján ára, tók ég þátt að stofna stjórnmálaflokk, Þjóðvarnarflokk Íslands. Ég var í hópi þeirra sem vorum jafn gagnrýnir á undirlægjuhátt hægri manna fyrir Bandaríkjunum og þeirra sem þá gátu virkilega kallast kommúnistar fyrir Sovétríkjunum. Í kosningunum1953 fengum við tvo menn kjörna á þing, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson. Ég skal segja þér að þeir sem höfðu mest áhrif á mig pólitískt voru Finnbogi Rútur Valdimarsson, Gils Guðmundsson og Lúðvík Jósepsson. Þessi litli flokkur hafði umtalsverð áhrif þó ekki lifði hann lengi. Þínir menn ásamt Framsókn og Krötum opnuðu Keflavíkurflugvöll fyrir Kananum 1951 og leyfði þeim að byggja upp herstöð þar. Hermann úr herstöðinni flæddu um allt í einkennisbúningum og voru á öllum skemmtistöðum, margir mér eldri sögðu að það væri að skapast sama ástand og á stríðsárunum, einkennisklæddir hermenn út um allt. Em Framsóknarmönnum leist ekki á blikuna enda hjó Þjóðvarnarflokkurinn ekki síst inn í þeirra raðir. Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann fékk vin sinn Kristinn Guðmundsson skattstjóra á Akureyri til að taka að sér embætti utanríkisráðherra gagngert til að koma einhverjum skikk á hið nýja hernám og það tókst Kristni, hermenn þurftu sérstök leyfi til að fara út af herstöðinni og þá aðeins borgaralega klæddir.
En þíð Sjálfstæðismenn voruð tilbúnir til að liggja hundflatir fyrir Kananum og jafnvel æðstu valdamenn ykkar sóttu öll boð í herstöðina til að súpa wisky og spila bingó.
Og einn daginn sat foringi ykkar Davíð Oddsson kjökrandi á sínum kontór þegar Rumsfeld varnarmálaráðherra kallaði alla dátana heim. Hafði Davíð þó gert sér ferðir vestur um hafa til að flaðra upp um Bush forseta til að grátbiðja hann að láta dátana vera á Miðnesheiði og eitthvað af morðtólum líka, gott hvort hann vildi ekki fá hjálm og byssu til að fara til Íraks og reyna að blaffa á Saddam Hussein!
En allt kom fyrir ekki, Kanarnir fóru.
Þetta er nú stutt upprifjun á því andrúmslofti sem skapaði þínar afturhaldskoðanir. Og eins og sönnum Sjálfstæðismanni sæmir þá voru allir sem ekki lágu hundflatir fyrir Könunum kallaðir kommúnistar, vertu ekkert að breyta því héðan af Halldór, ekki sakar það mig hvað grafarraust þín reynir að kalla fram úr þoku fortíðarinnar.
En þú ert grjóthissa á því að Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafi ekki þegar kippt öllu í liðinn á tveimur árum eftir óstjórn hverra? Það fór fremstur átrúnaðargoð þitt, Davíð Oddsson. sem nú rembist eins og rjúpan við staurinn við að halda áhrifum sínum með fúllyndisskrifum sínum í Mogganum. Vissulega var hann dyggilega studdur af Halldóri Ásgrímssyni sem nú er geymdur í Kaupmannahöfn, lifir þar á kostnað norrænna skattgreiðenda. Voru það ekki þeir sem einkavæddu bankana og hleyptu úlfahjörð siðlausra manna lausum í bönkunum? Hver var viðskilnaður þessara tveggja manna eftir áralanga stjórnarsetu? Ykkur hefur tekist ótrúlega vel að breiða yfir afglöp þessara manna og djöflist nú á þeim sem vinna hörðum höndum að því að endurreisa okkar þjóðfélag sem er svo sannarlega ekki auðvelt verk. Engin Ríkistjórn á Íslandi hefur tekið við jafn skelfilegu búi og ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms, hörmulegu búi sem þeir Davíð og Halldór báru ábyrgð á öðrum fremur. Viltu að ég rifji upp feril Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra. Þar nægir að nefna "ástarbréfin" svonefndu sem hann sagði stoltur að hann hefði skapað, þar var Seðlabankinn þurrausin svo rækilega að hann var gjaldþrota þegar loksins tókst að ýta Davíð út úr bankanum.
Ég er ansi hræddur um það að þú hefðir haft mörg illyrði um þau Jóhönnu og Steingrím ef þau hefðu gert allar þær yfirþyrmandi vitleysur og þeir Davíð og Halldór afrekuðu.
Flokksforingi þinn, Bjarni Benediktsson er að reka af sér slyðruorðið og er að brjótast undan ofríki Davíðs Oddssonar enda heyrðist mér honum ekki vandaðar kveðjurnar í leiðara Davíðs í Mogganum í dag. Hver lagði grundvöllinn af því svívirðilega athæfi sem Icesave innlánreikningarnir í Hollandi og Bretlandi voru? Vissulega er smiðurinn Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans eflaust með dyggum stuðningi Björgólfsfeðga. En hverjir lögðu þeim Sigurjóni & Co til verkstæðið og verkfærin til að valsa um og smíða bankareikninga til að mergsjúga saklausan almenning í öðrum löndum? Þeir smiðir heita Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Það er því mannsbragur að gjörðum Bjarna Benedikssonar og flokkssystkina hans á Alþingi, þau vita hverjir bera ábyrgð á Icesave skrímslinu og vita einnig að það skrímsli verður að kveða niður, fyrr getum við ekki hafið endurreisn íslensks þjóðfélags að fullu.
Það er gömul míta að vinstri menn geti ekki stýrt þjóðfélagi eða sveitafélögum fjárhagslega og vissulega er hægt að benda á dæmi þess. En það virðist nokkuð sama hvort menn eru flokkaðir eftir þessari gömlu úreltu formúlu vinstri/hægri enda eru hæg heimatökin að benda á óráðsíu hægri mann. Komdu með í ferðalag til Reykjanesbæjar og taktu leppinn frá heilbrigða auganu.
En Halldór, líttu þér nær. Þið Sjálfstæðismenn eruð að ljúka tuttugu ára samfelldri meirihlutastjórn í Kópavogi í samstarfi við Framsókn. Og þar réði Gunnar Birgisson öllu sem hann vildi ráða(og hann vildi ráða öllu og tókst það). Hvernig er viðskilnaður hans við fjárhag Kópavogs? Ég veit að þú ert miklu fróðari um þann skuldabagga sem Gunnar skildi eftir á herðum Kópavogsbúa, kannski þú segir okkur eitthvað nánar um það?
En kannski fáum við okkur steikarbita saman við tækifæri, til er ég með kærri kveðju.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.2.2011 kl. 11:11
Góð grein Sigurður Grétar. Takk fyrir.
Halldór er einn af þessum vonlausu afturhaldsseggjum, sem hakka í sama farinu, frekur og kjaftfor.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.