Það er dapurlegt að Ólafur Ragnar lærði ekkert af hruninu 2008, hann hefur ekki beðið sína heittelskuðu þjóð afsökunar á að hafa flengst með útrásarvíkingum og rússneskum mafíósum um heiminn þveran og endilangan til að færa fram fagnaðarerindið um Ísland sem framtíðarinnar fjármálmiðstöð þar sem London, New York eða Frankfurt mega sín lítils.
Það var dapurlegt að fylgjast með málflutningi Ólags Ragnars á blaðamannfundinum á Bessastöðum þar sem hann tilkynnti að hann mundi vísa samþykktu Icesave frumvarpi til "hins löggjafans", þjóðarinnar. Það var dapurlegt að fylgjast með því að maðurinn sem ég hef stutt til að takast þetta embætti á herðar sér stóð keikur fyrir framan hóp blaðamana, vitandi það að hann var á öllum sjónvarpsskjám landsins, skrumskæla stjórnskipulag Íslanda. Það sem var alvarlegast að hann sem einstaklingur, þó forseti sé, lítilsvirti okkar æðstu valdstofnun, Alþingi, hann lítilsvirti þá samþykkt sem 70% þingmanna stóðu að, hann einn gat tekið ákvörðun sem því miður er réttlætt í Stjórnaskrá lýðveldisins, sýnir enn og aftur að Stjórnarskráin verður að endurskoða.
Ekki er nokkur vafi á að allt þetta brambolt Ólafs Ragnars er fyrsti vísirinn að því að hann ætli að bjóða sig fram til að sitja fimmta kjörtímabilið sem forseti Íslands. Þarna fiskar hann i gruggugu vatni, þar sér hann nýjan meirihluta sér að baki, en það munu líka mjög margir af hans fyrri stuðningsmönnum segja; hingað og ekki lengra.
En Ólafur Ragnar hefur kastað teningnum. Ekki öfunda ég hann af hans nýja baklandi. Þeir sem leiða munu undirbúninginn að kjöri hans til forseta næsta ár eru komnir fram í sviðsljósið. Þar eru Jón Valur, Loftur Altice, Hallur Hallsson, Páll Vilhjálmsson, Frosti Sigurjónsson og úr hópi stjórnmálamanna koma eflaust Sigmundur Davíð og Þór Saari.
Hver veit nema eitt ólíkindatól styðji annað ólíkindatól. Er ekki líklegt að höfuðfjandinn úr fjölmiðlamálinu, Davíð Oddsson, skeiði fram í baráttuna fyrir sínum forna fjandmanni og taki með sér Hannes Hólmstein og Baldur Hermannsson?
Þokkaleg hjörð eða hitt þá heldur!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sjónvarp, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann mun sitja í mínu umboði og allra hinna. Hann er maður ársins og maður sem heldur þjóðinni sama,
Valdimar Samúelsson, 22.2.2011 kl. 15:48
Og hann mun sitja áfram í mínu umboði blessaður, þótt ég hafi ekki stutt hann til þessa embættis upphaflega. Hefur að auki umfram margan, leitast við að bæta fyrir afglöpin sem meðreiðarsveinn gullæðisbjálfanna.
Ólafur stendur sína plikt nú um stundir með sóma og er rökfastur og hefur yfirburða þekkingu á því hvað stjórnarskrá okka í raun þýðir. Það er því miður ekki hægt að segja um margan angurgapann sem reynir að lesa eitthvað annð úr orðanna hljóðan en þar stendur!
Skömmin er hinna, sitjandi stjórnar sem hefur svikið altt sem hún svikið getur.
Kristján H Theódórsson, 22.2.2011 kl. 15:58
Og hann mun sitja áfram í mínu umboði, eini ráða maðurinn sem virti Lýðræðið. Ætli þú hefðir ekki þegið boðið, um að þeytast með Jóni Ásgeiri í þotuni ef þér hefði boðist það, á þeim tíma. Eingin sá hrunið fyrir, og þess vegna voru menn snortnir af velgengninni sem þá virtist vera. En það er alltaf hægt að vera vitur eftirá, og kasta þá skít í menn sem voru að reina að kinna landið umheiminum. En auðvitað hefur þú hafa þína skoðun á málunum eins og aðrir, það er þitt val!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 22.2.2011 kl. 16:35
Já og mínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 16:58
Sigurður þú mátt alveg leika þig kjána mín vegna. Yfir 60% höfnuðu Icesave 2. En stjórnvöld skildu það ekki og því er með Icesave 3. eins og raun ber nú vitni.
Það skiptir akkúrat engu máli hvort þessi samningur er betri eða verri en þeir gömlu, heldur hitt að ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð, sem ætlast til að fyrir henni sé borin virðing, þá borgum við okkar skuldbindingar, en látum aðra um sínar.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2011 kl. 17:04
Ég mun styðja Ólaf Ragnar enn og aftur.
Hefur ekkert með það að gera þó svo að einhverjir hægri menn komi til með að gera það líka og einhverjir svokallaðir vinstri menn ætli að vera í fýlu og ekki styðja hann lengur.
Þó umdeildur sé þá er hann bráðskarpur og réttur maður á réttum stað sem þorir meðan aðrir myndu guggna ! Þannig forseta þurfum við.
Gunnlaugur I., 22.2.2011 kl. 19:36
Það er rétt sem Gunnlaugur segir, hann þorir meðan aðrir gugna.
Ég kaus hann aldrei en er ánægð með hann, held ekki að einhver puntdúkka hefði þorað að gera það sem hann gerði.
Eva Sól (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 20:46
Björn á Löngumýri sagði einhverntíma að ,,vitleysan yrði alltaf ofan á". Og það virðist nú vera orðin alveg viðtekin venja í öllum málum sem blessaður forsetinn okkar kemur að. En eftir skoðanakönnunina sem birtist í gær og eftir að hafa rætt þetta við fjölda af vinum og kunningjum hef ég góða von um að skynsemin verði ofan á núna og samningurinn verði samþykktur með töluverðum atkvæðamun.
Þórir Kjartansson, 22.2.2011 kl. 21:12
Náhirðin er komin tímabundið á bands Ólafs, en undir niðri býr þó hatur og fyrirlitning á honum hjá þeim.
Félagshyggjufólkið hins vegar, hinir raunverulegu stuðningsmenn Ólafs hafa snúið við honum baki fyrir fullt og fast.
hilmar jónsson, 22.2.2011 kl. 22:00
Æ Æ aumt er að vita. Reynið að sætta ykkur við tapað mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 22:19
Hann mun sitja í "mínu umboði".Lifi lýðræðið.
Kári Friðriksson, 22.2.2011 kl. 22:25
Ég vil einfaldlega láta afnema forsetaembættið. Það hefur ekkert með icesave að gera, við höfum ekkert að gera með þetta embætti, bara sóun og sukk að velja sér einhvern súperofuröryrkja og setja hann á einhvern stall og hlusta á hann/hana flytja leiðindaræður.
Auðvitað skrifaði Óli ekki undir, ef hann hefði skrifað undir þá hefði hann skrifað undir að verða hataðasti maður íslandssögunnar. Capisce!
En hey, auðvitað eigum við að fá að kjósa um svona stór mál, þetta sem og önnur stórmál framtíðarinnar.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 22:40
Hilmar" Hefur þú pælt í að fá þér þúnglindislyf?? Seigðu mér hvernig starfar félagshyggjufólk í dag, er hún til félagshyggjan? Ég hélt að það væri félagshyggja að ræða saman um erfið mál. Eða er hún bara á milli Jóhönnu og Steingríms. + Bjarna Ben núna!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2011 kl. 00:07
Sá á lykt sem fyrst finnur og það sama á við um þann, sem veit hvar hatrið er.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2011 kl. 01:09
Jú, forsetinn hefur alveg vinsældir í það að ná kjöri í fimmta sinn.
Heiður sé honum fyrir ákvarðanir hans að gefa þjóðinni úrslitarétt um hennar lífshagsmunamál 5. janúar 2010 og sunnudaginn fagra 20. febrúar 2011.
Svo sannarlega er hann minn óskaframbjóðandi í næstu forsetakosningum.
Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 01:33
Að þú, Sigurður Grétar, hafir ekki þokka á Þór Saari, Baldri Hermannssyni, Sigmundi Davíð og samstöðumönnum öllum gegn Icesave, er nú bara þitt vandamál, ekki meirihluta þjóðarinnar.
PS. Það var ekki forsetinn, sem vildi skrumskæla stjórnskipulag Íslands, heldur æstu fréttamennirnir á Bessastöðum, sem vildu láta hann fara að dönskum reglum, ekki íslenzkum.
Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 01:38
Þú ert óborganlegur. Jæja góðu fréttirnar eru þær að forseti vor losnar við þig, og fær mig í staðinn. Ég kaus hann ekki síðast, en ætla mér svo sannarlega að gera það næst.
Dagga (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 08:26
Hann mun sitja í mínu umboði.
Kalli (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:25
Jóna Valur! Hvað er að frétta af tölvuárásinni á kjosum.is?
Er lögreglan að vinna á fullu í málinu?
núman (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 13:06
Ekki hef ég kosið hann hingað til, en ef þessi ríkisstjórn eða önnur álíka óvilholl okkur Íslendingum verður við völd, þá mun ég kjósa gamla Möðruvellinginn . Þá yrði nauðsinlegt að hafa hann áfram til að einhver sé með puttann á NEI takkanum sem notar hann.
K.H.S., 23.2.2011 kl. 13:11
Ólafur fær mitt atkvæði, virðist vera sá eini sem hefur einhvern áhuga á vilja þjóðarinnar.
Mofi, 23.2.2011 kl. 16:47
Hann fær mitt atkvæði. Ólafur skynjar hjartslátt þjóðar sinnar. Glæpaelítan skelfur.
Númi (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:35
Við horfum fram á veginn, Númi.
Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 19:30
Ég styð Ólaf til áframhaldandi setu á forsetastóli, hann hefur sannarlega unnið fyrir því og sýnt að hann veldur starfinu. Auk þess hefur komið í ljós að við eigum bara þessa sallafínu stjórnarskrá sem ekkert þarf að vera að fikta í.
Áfram Ísland
Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 23:37
Hann í raun bað þjóðina afsökunar með þessum synjunum á þessum svikasamning. Allavega hef ég fyrirgefið honum gamlar syndir því hann virðist vera að bæta fyrir þær á frábærann hátt- með því - að standa mér þjóðinni. - meira en nokkur alþingismaður hefur getað staðið við.
Adeline, 24.2.2011 kl. 14:12
Ég mun styðja Hr. Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2011 kl. 14:43
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.
Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabú Landsbankans. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.
Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.
Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.
Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.
Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.
Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.
Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.
Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.