26.2.2011 | 13:00
UPPKOSNING, hverskonar orðskrípi er þetta?
Það er með ólíkindum hvernig orðskrípi og orðaleppar allskonar eiga auðvelt með að ná útbreiðslu með leifturhraða. Þeir sem þar vinna að útbreiðslunni eru í fyrsta lagi fjölmiðlamenn og á eftir þeim skríða stjórnmálamenn. Sú mikla umræða sem orðið hefur um hinn fráleit úrskurð Hæstaréttar að kosningarnar til Stjórnlagaþings væru ógildar hafa eðlilega kallað á ýmsar hugmyndir um hvernig við skuli bregðast. Helst var rætt um að Alþingi veldi þá 25 sem kosnir voru að öllu leyti löglegri kosningu til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá. Önnur hugmynd var að endurkjósa, þar yrðu sömu einstaklingar í framboði og við fyrri kosningarnar nema þeir sem hugsanlega mundu draga sig til baka .
En skyndilega var orðið ENDURKOSNING ekki nógu gott og einhver lukkuriddari í útvarpi fór að tuða um þetta sama undir heitinu UPPKOSNING. Og það var ekki að sökum að spyrja frekar en í fjósinu hjá kúnum, þegar einni varð mál þurftu allar að míga.
Og nú "míga" allir fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn orðinu UPPKOSNING út úr sér.
Er þetta orðskrípi til bóta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.