Mikill skellur fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Satt best að segja trúði ég vart mínum eigin augum þegar fyrst fregnir  úr þjóðaratkvæðinu birtust í gærkvöldi. Ég hélt að ofurvald Sjálfstæðisflokksins á sínum fylgismönnum og félögum væri slíkt að þeir mundu flykkjast á á kjörstaði og greiða NEI við öllu á kjörseðlinum nema auðvitað um þjókirkjuna.

En annað kom í ljós.

Það var áhugavert að fylgjast með  beygðum Bjarna Benedikssyni í Silfri Egils í dag, honum var sannarlega brugðið. Sjálfstæðisflokkurinn lét fyrst það boð út ganga hans fólk skyldi hundsa kosningarar en sá svo sit óvænna; skipti um gír og skipaði sínu fólki að mæta á kjörstað og krossa við NEI (nema að sjáldsögðu við spurnningunni um þjóðkirkjuna.

Ég horfði líka á þá sem komu til Egils á eftir stjórnmálaforingjunum. Þar gekk Jón Magnússon fram af mér, hann fullyrti að ALLIR fjölmiðlar hefðu rekið einhliða áróður fyrir því að kjósendur styddu tillögur Stjórnmálaráðs og koms upp með þann málflutning, hvorki Egill né aðrir þátttakendur gerðu athugasemd við þennan fráleita málflutning. Ég sé Morgunblaðið sjaldan en ef svo ber undir þá sé ég einhliða málflutning Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og bendi ég þar á greinar eftir Ólöfu Nordal og Einar Guðfinnsson. Í einni geininnu stóð "Ríkisstjórnin mun senda þjóðina aftur í myrkur 18. aldar verði þessar tillögur smþykktar"  og "Afnema kristni sem opinbera trú á Íslandi". 

Og nú er lögfræðingurinn Jon Magnússon búinn að reikna út hér á blogginu að tillögur Stjórnlagaráðs hafi verið kofelldar í kosningunum í gær!!!

Það vantar ekki neitt upp á skaulegan málflutning fylgsmanna Sjálfstæðisflokksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hvaða andskotans bull er þetta í þér. Sjálfstæðisflokkurinn er meira en einn maður.Ég þekki fjölda sjálfstæðismanna sem fór og merkti við já í mörgum af þessum spurningum.Öfugt við samfylkinguna má fólk í Sjálfstæðisflokknum vera ósammála formanninum.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.10.2012 kl. 17:26

2 identicon

Þetta er rétt hjá þér félagi.

Hitti fyrrv. þingmann áðan. Hann sagði mér að Bjarni Ben væri eins og "fegurðardrottning í fýlu"

Ég hef fyllgt sjálfstæðisflokknum s.l. áratugi en ekki meir.....aldrei meir

Kristinn J (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 18:08

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er enginn skellur í mínum flokki,við erum bara í stöðugri sókn og ekkert annað!!! við bara spyrjum að leikslokum í vor!!!vonandi ber okkur gæfa til að fara í framfarir en ekki aftuhald,það í raun er meinsemdin!!!!

Haraldur Haraldsson, 21.10.2012 kl. 18:34

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verður kosið um breytingar á stjórnarskrá í apríl 2013, í Alþingiskosningum.Það eru úrslitin í Alþingiskosningunum sem skipta máli ,annað er aukaatriði.Næsta þing verður að samþykkja breytingar á stjórnarskrá sem verða á þessu þingi.Þetta er samkvæmt þeirri stjórnarskrá sem nú er í gildi.Ef einhverjum dettur í hug að reyna að fara fram hjá því þá er það landráð.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2012 kl. 20:34

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Staðreyndin er sú Sigurður G. Að auðvita var kjörsókn léleg enda var þetta bara leikþáttur handa Jóhönnu. 

Samfylkingar atkvæðin sanna það. Hvað sögðu menn. Dýr skoðanakönnun? Ekki bindandi að nokkru leiti.  Tilhvers að vera að flækja talninguna með atkvæði?

Jóhanna sagði líka að það skipti engu máli hver niðurstaðan yrði, stjórnarskránni yrð breitt hvernig sem færi. Þessi kosning var ekki bindandi fyrir nokkurn mann.

En dýr flumbrugangur eða mont þess sem má eiða fé almennings. .

Hrólfur Þ Hraundal, 22.10.2012 kl. 00:24

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Almennings! gleymdirðu IPA styrkjum í hvað voru þeir notaðir.

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2012 kl. 03:39

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef margsagt það áður að ekki má draga samasemmerki milli flokksforystu Sjálfstæðisflokksins og almennra stuðningsmanna sjálfstæðisstefnunnar. Þetta er hefur margsannast.

Dæmi: 2002 reyndist stærsti flokkspólitíski hópurinn að höfðatölu, sem var andvígur Kárahnjúkavirjun, vera stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki stuðningsmenn VG eða Samfylkingar.

Síðastliðið haust var í skoðanankönnun stærsti flokkspólitíski hópurinn, sem vildi friðun miðhálendisins, stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins.

Þess vegna verður það hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef úrslitaniðurstaðan varðandi þingmenn hans fæst beint í kjörklefanum með persónukjöri. Forystan þarf að fara að taka mið af þessum stóra og góða hóp sjálfstæðismanna.

Ómar Ragnarsson, 22.10.2012 kl. 08:28

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er  í raun rannsóknarefni hvers vegnar sumir geta ekki tekið þátt í heilbrigðri þjóðmálaumræðau nema vera alltaf jafnframt með lágkúrulegar athugasemdir um Sjálfstæðisflokkinn.

Samkvæmt orðabók menningarsjóðs er lágkúra komið úr dönsku og merkir "smudsig skiden" og í merkingunni að vera "smáskítlegur".

Það hlýtur að vera hægt að skiptast á skoðunum nema vera alltaf samtímis veifandi einhverju smáskílegu í meðlæti.

Sigurður Líndal og margir af færustu lögmönnum landsins hafa gert vel grein fyrir alvarlegum gögllum við þessa skoðanakönnun sem var framkvæmd í gær.

Svo er oftúlkun  á hvað skoðanakönnunin merki - enn meiri barnaskapur.

Sannleikurinn er sá, að stjórnarskrá er sett til verndar borgunum landsins, gegn ofríki valdsins.  Það hlutverk stjórnarskrár hefur gengið nokkuð  vel. t.d. gat forsetinn vísað Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem dæmi, sá "öryggisventill" virkaði vel - tvisvar - af hverju þarf þá að breyta því.

Hvað í núverandi stjórnaskrá - hefur vikað illa? Hvað? Það er fyrsta spurning.  Mér sýnist felst hafa virkað vel - frá 1944, nema við höfum ekki farið eftir stjórnarskránni´með nægilegri festu - t.s. fjármálaákvæðum 40. og 41. gr.  Ef við hefðum virt fjármálaákvæðin stíft - væri mjög lítil verðbólga sem dæmi.

Kristinn Pétursson, 22.10.2012 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband