7.11.2012 | 17:23
Hún verslaði sér nærbrækur
Fyrir nokkru hlustaði ég á unga konu, að ég held á Rás 2, sem þar var kynnt sem pistlahöfundur sem mundi flytja reglulega pistla í útvarpið.
Vissulega var konan lífleg og flutti sinn pistil vel, en þar lagði hún út af eigin nærbrókum eða öllu heldur; skorti á þeim nauðsynlegu flíkum.
Pistilinn endaði hún á því að segja að þessum skorti yrði hún að útrýma.
Og hvað gerði hún?
Hún fór í búð og verslaði sér nærbrækur.
Er nokkuð við þetta að athuga, verður ekki hver að bjarga sér? Að sjálfsögðu, en þessi eflaust ágæti pistlahöfundur er greinilega sýktur af þeim sem ráða málþróun hér á landi því fyrir aðeins nokkrum árum hefði hún eflaust sagt að hún hefði keypt sér nærbrækur.
Sama heyrðist frá bóndanum sem kynnti nýtt greiðslukort, sem mig minnir að heiti fjárkort eða eitthvað álíka. Kostirnir við þetta nýja kort voru margir t. d. auðveldar það handhöfum þess að versla sér hótel þegar farið er í ferðalag að sögn bóndans.
Ætlar maðurinn virkilega að fá sér heilt hótel til að dvelja í nokkrar nætur?
Örugglega ekki; hann ætlaði að kaupa sér gistingu, nema hvað.
Á örstuttum tíma er búið að útrýma öllu vinsælu fólki hér á landi en það er ekki hægt að þverfóta fyrir ástsælu fólki. Nú má heyra bílainnflytjendur auglýsa ástsæla bíla svo til að verða ástsæll þarf ekki að vera persóna með sláandi hjarta og sjálfstæða hugsun í kolli.
Ég man vel eftir því þegar ég fór í það mikla ævintýri að fara til útlanda í fyrsta sinni.
En nú fer enginn til útlanda þó það sé miklu auðveldara og ódýrara en fyrir meira en hálfri öld.
Eru þá allir hættir að ferðast?
Ekki aldeilis. En nú fer fólk í stórum hópum erlendis, það dvelur erlendis og flestir koma aftur erlendis frá.
Eitt orð virðist ómissandi í alla texta. Það er þetta hvimleiða orð staðsett.
Ég ætla að biðja lesendur sem rekast á þetta innskotsorð næst í texta að strika yfir það og lesa textann án þess. Er það ekki til bóta?
Hverjir ráða þróun íslensks máls nú?
Fjölmiðlafólk og textasmiðir auglýsinga, þarna eru þeir sem ráða ferðinni. Kemur þeim aldrei til hugar að nota sjálfstæða hugsun eða finnst þeim þægilegra að fljóta með straumnum?
Höfundur er vatnsvirkjameistari & orkuráðgjafi, búsettur í Þorlákshöfn
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var góður pistill :)
Sigurður (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 22:36
Takk fyrir góðan pistil. Eitt las ég dögunum þar sem maður hafði ránshendi í verslun. Kannski við að versla sér nærbuxur!
Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 11:07
Takk!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.