Það vantar almanna og hlutlausa umræðu um loftslagsmál

Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna heitir Intergovernmental Panel on Climate Change, skammstafað IPCC. Flestir stjórnmálamenn heimsins styðjast við niðurstöður hennar til að mynda sér skoðun í loftslagsmálum.
Það er ógnvekjandi hve sáralítil þekking er á hugtökum og efnum sem helst eru nefnd í umræðu um þetta mikilvæga mál. Það er sífellt verið að nefna gróðurhúsalofttegundir, gróðurhúsahjálm og koltvísýring CO2. Það er engin furða þó það sé orðin útbreidd skoðun, eða jafnvel trú, að þetta þrennt sé einungis af hinu illa,  eitthvað nýtilkomið sem ógni framtíð okkar hér á jörðu.
Eigum við að skoða þessi þrjú hugtök aðeins nánar?

Gróðurhúsalofttegundir
Fjórir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni voru nýlega spurðir hvað væri ríkjandi gas eða efni í hinum svonefnda gróðurhúsahjálmi. Einn svaraði ekki, hinir þrír voru ekki í vafa; það væri að sjálfsögðu koltvísýringur CO2.
Er það svo?
Fjarri því, það efni sem er þar ríkjandi er vatnsgufa, hún er 95% af gróðurhúsahjálminum, önnur efni má nefna svo sem metan og óson. En hvað þá um CO2, er það ekki þarna einnig og alltaf að aukast?
Koltvísýringur CO2 er aðeins 0,039% af því sem nefnist gróðurhúsalofttegundir í gufuhvolfi jarðar, þetta gas hefur aukist nokkuð frá því mælingar á því hófust árið 1958. Síðan geta menn deilt um það hvort þessi litla aukning sé af manna völdum eða ekki. Eitt er víst; magn þessa gass hefur oft verið miklu meira fyrr á árum og öldum og það meira að segja áður en maðurinn fór að ganga uppréttur. Slíkar upplýsingar hafa fengist úr borkjörnum á Grænlandsjökli og Suðurskautinu og ekki síður úr setlögum á botni Atlantshafs.
Svo geta menn dregið sínar ályktanir af því hvað áhrif svona örstærð, 0,039%, getur haft á veðurfar heimsins.

Gróðurhúsahjálmur
Það eru margir farnir að líta á þetta náttúrufyrirbrigði sem óvin lífs á jörðinni, jafnvel að grípa þurfi til aðgerða. Með orðinu gróðurhúsahjálmur er átt við það sem á ensku nefnist”greenhouse effect” sem er samansafn efna í gufuhvolfinu sem hafa þann eiginleika að halda á okkur hita. Sólargeislarnir eru svo sterkir að þeir fara auðveldlega í gegnum þessi efni og til jarðar sem betur fer. En við vitum að eftir sólríkan dag og með heiðan himinn töpum við miklum varma aftur til baka. En þá vinnur gróðurhúsahjálmurinn sitt verk; hann hamlar miklu af þessu varmaútstreymi og þar er komin enn ein forsenda þess að það er líf á jörðinni.
Það er erfitt að meta hver er meðalhiti á jörðinni en hann er talinn nálægt +14°C. Ef enginn gróðurhúsahjálmur væri til og ekkert hindraði þar með endurkast varma frá jörðinni væri meðalhiti á jörðinni ekki +14°C heldur -18°C, með öðrum orðum það væri hér 18 stiga frost sem meðalhiti.
Það þarf víst ekki að fara mörgum orðum um það að þá væri lífið erfitt á jarðkúlunni eða jafnvel útilokað.




Koltvísýringur CO2
Því miður virðast fjölmargir vera komnir með þann skilning að koltvísýringur CO2 sé hættulegasta mengun heimsins í dag og það er farið að verja gífurlegum fjárhæðum í að binda þetta gas og loka það niður í berglögum svo það vinni ekki meintan skaða. Meira að segja er Orkuveita Reykjavíkur farin að föndra við það á Hellisheiði. En eru menn að gleyma því að koltvísýringur CO2 er ein af undirstöðum lífs á jörðinni? Það er einn helsti og nauðsynlegasti vaxtarhvati allra jurta og við þá vinnslu verður súrefnið eins konar aukaafurð, lofttegundin sem flestar dýrategundir, ekki aðeins maðurinn, verða að hafa til að lifa. Það er velþekkt hjá garðyrkjubændum að auka vaxtarhraða gróðurs með því að fá koltvísýring CO2 á tönkum og auka magn hans inni í gróðurhúsum. Þær raddir hafa heyrst að CO2 í andrúmslofti mætti gjarnan vera þrisvar sinnum meira en er staðreynd til að tryggja öruggan vöxt jarðargróðurs sem víðast.
Það má því halda því fram með fullum rökum að með því að berjast gegn og hefta myndun koltvísýrings CO2 sé unnið skemmdarverk gegn náttúrunni, gegn gróðrinum. Allir þekkja þetta gas í kolsýrðum drykkjum og þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós svo sem að ekki er hægt að kolsýra vökva nema hann sé undir +5°C.
Þetta gas er bundið í miklu magni í höfunum og það þarf ekki mikla hækkun sjávarhita til að losun koltvísýrings CO2 aukist. Er aukning CO2 í andrúmslofti kannski alleiðing af hækkandi sjávarhita en ekki orsök hitnunar? Hvað er eggið og hvað er hænan?
Okkur er sagt að yfirborð sjávar sé að hækka vegna bráðnunar íss, látum það liggja milli hluta. En það er eðli flestra vökva að rúmmál þeirra eykst ef hitastig þeirra hækkar, að sjálfsögðu gerist það í höfunum einnig. Það er mögulegt að sjávarborð hækki þó enginn ís sé að bráðna umfram það sem gerist árlega.
Skemmtileg spurning; hvað mundi yfirborð sjávar hækka ef allur ís á Norðurskautinu bráðnaði?
Svari nú hver fyrir sig.
Vegna þess hve einhliða fréttir í fjölmiðlum um meinta hlýnun jarðar er og að hún sé af manna völdum er rétt að benda á slóðina sem Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur heldur úti, þar er samankominn mikill fróðleikur, settur fram á skiljanlegu máli og af hlutleysi.
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/#entry-787046+

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 114097

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband