17.4.2009 | 16:45
Kolbrún umhverfisráðherra er hræsnari
Mér varð óglatt þegar ég sá Kolbrúnu umhverfisráðherra kyssa hreindýrskálfinn austur á landi og nánast lofa honum eilífu lífi. Þetta gerði hún si svona eftir "dagsverkið" eða eigum við að segja í aukavinnu.
En hvert var "dagsverkið"?
Það var sú svívirða að gefa drulluverksmiðju Katrínar Ólafsdóttur í Þorlákshöfn starfsleyfi til 8 ára!!!
Ég ætla segja kolbrúnu Þetta. Ég flutti fyrir sex og hálfu ári til Þorlákshafnar eftir 55 ára búsetu í Kópavogi. Þegar við Helga kona mín festum okkur hús í þessu ágæta byggðarlagi vissum við ekki um vágestinn sem hér liggur í leyni, lá í leyni þá fyrir okkur nýfluttum á staðinn. Ég hélt satt að segja að það hefði orðið alvarleg bilun í einhverri fiskvinnslunni hér þegar skyndilega gaus upp megn ýldufýla sem lagði um allt þorpið. En þeir sem höfðu átt lengur heima í Þorlákshöfn en við Helga gátu upplýst okkur um að þetta væri "stöðug bilun" ýldufýlan kæmi frá fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að vera næstum því heilsustofnun, fyrirtækinu Lýsi sem stýrt er af margverðlaunuðum kvenmanni að nafni Katrín ólafsdóttir, þykir mikill skörungur í fyrirtækjarekstri. Ég hélt í einfeldni minni að það hlyti að vera hægt að stræka á þetta fyrirtæki og stöðva þessa svívirðilegu mengun en svo var nú aldeilis ekki. Í öll mín sex ár hér hefur þetta fyrirtæki vaðið með viðbjóðslegum yfirgangi yfir íbúana, sama hvað bæjarstjórn, embættismenn okkar og vil sjálf berjumst, alltaf fær þetta mengunarfyrirtæki að vera í friði. Það hefur Heilbrigðisnefnd Suðurlands og starfsmenn þar í vasanum og satt best að segja hefur sá grunur vaknað, að minnsta kosti hjá mér, að þar sé ekki allt með felldu, langt frá því. Men saka aðra um mútuþægni á Alþingi svo það ætla ég að gera líka.
Hvað hefur þessi Heilbrigðisnefnd og starfmann hennar fengið í sinn hlut fyrir að vernda Katrínu og hennar sóðalega fyrirtæki?
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra er æðsti verndari náttúrunnar, lengi sjálfskipuð, en nú með umboð Alþingis hvorki meira né minna. Hún hefur haft skoðun á öllu sem nefnast má mengun og er í krossferð gegn öllu slíki. Eða það hélt ég þangað til í gær.
Þá varð hún sér til skammar með því að veita leyfi fyrir áframhaldandi mengun í Þorlákshöfn og ekki aðeins til nokkurra daga heldur til 8 ára!!! Hvar er nú öll náttúru- og umhverfisnefndin? Er einn hreindýrskálfur á Austurlandi meira virði en lífskilyrði allra íbúa Þorlákshafnar? Ég veit ekki til að Kolbrún hafi haft fyrir því að kynna sér málið, ekki kynnt sér hve alvarlegt málið er. Þeir sem næst búa og vinna nálægt "Ýlduverksmiðjunni" verða hvert kvöld að setja allan þann fatnað, sem þeir hafa notað yfir daginn, í þvottavélina. En það þýðir lítið að hengja út á snúru, þá er ýldufýlan þegar komin aftur í fatnaðinn. Ef gluggar eru hafðir opnir er ýldan inn um alt hús. Ýldan sest í áklæði á bílum og það er engin leið að losna við hana.
Ég get sagt Kolbrúnu umhverfisráðherra það að ef við Helga hefðum verið búin að finna þessa viðbjóðslegu ýldufýlu frá Katrínu og komist að því að hún er "vernduð" af yfirvöldum hefðum við ekki fest kaup á húsi hér í þorpinu og flust hingað. Þú skalt vita það að þetta stendur uppbyggingu hér fyrir þrifum auk þess að angra íbúana dag og nótt.
Ef þú værir einhver bógur kæmirðu hingað austur í Þorlákshöfn og stæðir fyrir máli þínu. En til þess hefurðu örugglaga ekki kjark, þú munt enn nokkra daga sitja í ráðherrastólnum. Vonandi áttu þangað ekki afturkvæmt eftir Alþingiskosningarnar 25 apríl nk.
Sigurður Grétar Guðmundsson
Lýsuberg 6
815 Þorlákshöfn
s. 554 0506 / 895 5672
Netfang: siggigretar@internet.is
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúi því vel að fnykurinn frá lýsisverkjsmiðjunni lykti ekki vel,sennilega er fyrirtækjaeigandinn að Lýsi rétt tengd í samfélaginu.Hverslags liðleskju bæjarstjóra eruð þið með.Katrín þessi sem er eigandi að Lýsi er Pétursdóttir en ekki Ólafsdóttir. Takið til ykkar ráða í Þorlákshöfn og það róttækra ráða,það er til allskonar hreinsibúnaður sem ætti að skylda eigendur til að setja upp. GERIÐ EITTHVAÐ.
Númi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.