Katrín í Lýsi er Pétursdóttir

Hafa skal það sem sannara reynist og þó Katrín eigi litlum vinsældum að fagna hjá mér þá er sjálfsagt að biðjast afsökunar á því að fara rangt með hennar föðurnafn.

Ég nota þó tækifærið til að skora á þær stöllur, Kolbrúnu Halldórsdóttur umhverfisráðherra og Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis og þar með ýldulyktarverksmiðjunnar hér í bæ, að koma austur í Þorlákshöfn og standa fyrir máli sínu. Við íbúar Þorlákshafnar eigum rétt á því að á okkur sé hlustað.

Ég ætla að bæta örlitu við það sem ég sendi Kolbrúnu ráðherra í gær: Þú hefur talið þig eina fremstu náttúruverndarpersónu landsins. Þú hefur barist gegn virkjunum og stóriðju og ert núna einmitt í baráttu gegn hugsanlegum virkjunum í neðri Þjórsá. En eins og maðurinn sagði "það er fleira matur en feitt kjöt" á sama hátt er fleira náttúruvernd en það sem að framan er talið og þú hefur tileinkað þér sem baráttuvettvang. Það er ekki minni ástæða til að vernda andrúmsloftið sem umlykur okkur og það hefur þú talið í þínum verkahring ef minnsta mengun gæti hugsanlega komið frá álverum og annarri stóriðju. En það virðist ekki vera í þínum verkahring að vernda fólk fyrir mengandi fyrirtækjum ef mengunin kemur frá gömlu og úldnu sjávarfangi eða eru einhverjar aðrar annarlegar ástæður fyrir þínu fráleita starfsleyfi til ýlduverksmiðju Katrínar í Þorlákshöfn? Starfsleyfi til 8 ára hvorki meira né minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Það er einhvers staðar stífla í henni Kolbrúnu. Því miður vekur þessi ákvörðun hennar litla eftirtekt, nú um stundir vegna komandi kosninga. Eitt er á hreinu: VG fær ekki mitt atkvæði og Þorlákshafnarbúar hafa ekki sagt sitt síðasta í þessu máli!!

Himmalingur, 18.4.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband