Dapurlegt að hlusta á Ragnar Arnalds

Já, svo sannarlega var það dapurlegt að hlusta á minn gamla flokksbróður (eða skoðana- og vopnabróður áður fyrr) Ragnar Arnalds í Kastljósi í gær. Það sem alltaf vantar í umræðuna um hugsamlega inngöngu í Evrópusambandið er; hver verður framtíð Íslenskrar þjóðar ef við göngum ekki í Evrópusambandið og verðum þar með háð gömlu íslensku krónunni um ókomin ár og áratugi. Þessu hefur raunar viðmælandi Ragnars í gærkvöldi, Benedikt Jóhannesson, svarað manna best.

Eitt er víst; við getum ekki tekið upp nokkra aðra mynt en íslensku krónuna ef við göngum ekki í Evrópusambandið, einhliða upptaka annarrar myntar kemur ekki til greina, það skulum við viðurkenna undanbragðalaust.

Ragnar, það er ótrúleg íhaldssemi að telja það útilokað að lyfta lokinu og sjá hvað getur komið út úr umsókn um aðild að ES og þeim viðræðum sem þá fara fram, auðvitað verða niðurstöðurnar lagðar í dóm þjóðarinnar.  Ég verð að segja það eins og það er (þó mér finnist það sárt) að þú fórst með tómt rugl og fleipur þegar þú talar um könnunarviðræður við ES án umsóknar, við vitum það báðir, og það ætti alþjóða vita, að slíkar viðræður standa einfaldlega ekki til boða.

Innganga í ES tekur sinn tíma og það líða jafnvel nokkur ár þar til við gætur tekið upp evru sem mynt í stað íslensu krónunnar. En það eitt að sækja um aðild og hefja sem fyrst aðildarviðræður getur gjörbreytt stöðu Íslands meðal þjóða, aukið traust, skapað aukinn stöðugleika í gengi krónunnar, stuðlað að lækkun vaxta hraðar en annars og losað okkur fyrr en annars út úr hinum skelfilegu gjaldeyrishöftum.

Ég nú svo gamall sem á grönum má sjá (lítið á myndina) og ég man glögglega eftirstríðsárin með sínum gjaldeyrishöftum, skömmtunum á allri vöru, biðraðirnar þar sem menn lágu á gangstéttum með teppi og kaffibrúsa næturlangt og ekki síst þá skelfilegu spillingu og klíkuskap sem þessu fylgdi. Ég vil ekki að börn mín og barnabörn þurfi að upplifa slíka tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband