27.4.2009 | 13:13
Klíkuskapur í fjölmiðlum er staðreynd
Það er æði margt sem rík löngun er til að skrifa um eftir kosningarnar, en hrossaskíturinn bíður þess að verða blandað við moldina og að kartöflurnar verði settar niður, enda er veðrið til þess að m. k. hér í Þorlákshöfn.
En það sem Steingrímur sagði í gærkvöldi og hinn margreyndi fréttamaður Ómar Valdimarsson tekur undir í blogginu í dag er mér efst í huga. Sá óheyrilegi klíkuskapur sem ríkt hefur hjá fjölmiðlum, þar sem sömu persónurnar koma aftur og aftur á skjáinn eða síðurnar er með öllu óþolandi. Þþetta á bæði við um prentmiðla sem ljósvakamiðla og er áberandi í Kastljóri, Íslandi í dag, Silfri Egils og ekki síður í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Steingrímur J. nefndi þennan klíkuskap að vísu "elítu" en er ekkert annað en rakinn klíkuskapur. Þessi klíkuskapur birtist ekki aðeins í vali á viðmælendum heldur eru ákveðin sjónarmið útilokuð. Ég verð meira að segja að Ástþór Magnússon hefur talsvert til síns máls um mismunun í Ríkisútvarpinu.
Hverjir sátu sitt til hvorrar handar Agli á sjónvarpsskjánum á kosningakvöld, það voru þau Pétur Gunnarsson og Agnes Bragadóttir. Hafa ekki allir séð þau áður í Silfrinu hjá Agli? Og hver var kominn um hádegisbiliðá kjördag enn hjá Agli. Var það ekki Gunnar Smári Egilsson? Einhvernvegin finnst mér ég hafa séð hann áður. Hvað oft fékk Bjarni Harðarson að koma í Kastljós, hvað oft hefur Agnes Bragadóttir verið þar einnig eða Óli Björn Kárason? Svona mætti lengi telja.
Ég skora á þann vandaða fræðimann Stefán Ólafsson sem stýrir Félagsvísindastofnun HÍ ( vona ég fari rétt með heitið) að gera könnun á því hverjir hafa komið fram í fjölmiðlum sl. 10 ár. Þetta gæti verið þroskandi verkefni fyrir nemendur í félagsvísindum og raunar mjög þörf. Það þarf að sýna fram á þann ótrúlega klíkuskap sem hefur viðgengist í fjölmiðlum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.