28.4.2009 | 13:08
Kolbrún vill vill áfram vera umhverfisráðherra!!!
Þetta er ekki brandari, Kolbrún sagði þetta í hádegisfréttum RÚV. Það er sannarlega kominn tími til að það setjist persóna í stól umhverfisráðherra sem ekki er haldin ofstæki í umhverfismálum. Það er nóg að hafa haft Kolbrúnu þennan stutta tíma en gleymum því ekki að þar áður gegndi Þórunn Sveinbjarnardóttir embættinu og nú er komið nóg. Hvað næst? Árni Finnsson eða Hjörleifur Guttormsson? Áður fyrr sátu menn í þessum stóli sem voru ekki valdir vegna ofstækisfullra skoðana, þar nefni ég Eið Guðnason og Össur Skarphéðinsson. Síðasta verk Kolbrúnar Halldórsdóttur sem umverfisráðherra var að veita Katrínu Pétursdóttur í Lýsi leyfi til 8 ára til að gubba ýldufýlu yfir okkur Þorlákshafnarbúa. Þórunn hafði ekki manndóm þar áður til að stöðva þennan ósóma en hafði heldur ekki þor til að veita leyfið. En það hafði yfirpostuli Vinstri grænna í umhverfismálum, Kolbrún Halldórsdóttir, hún hafði þor til að ganga erinda Katrínar í Lýsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var steinhissa þegar Kolbrún talaði gegn olíuundirbúningi á drekasvæðinu.Undirbúningur er til alls fyrst sama hvernig framhaldið verður.Skil vel að Kolbrún tali gegn nýjum álverum,því mörgum finnst nógu mörg álegg í körfunni,er Kolbrún ekki ein um það.En steininn tók úr hjá henni útaf Drekasvæðinu ,þetta var allaveganna vonarpeningur margra.Ég hrökk í kút.
hordurhalldorsson.. (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:24
Þetta er nokkuð gott hjá Kolbrúnu ekki satt,??blessuð konan skilur ekki kosningar,hún hlustar ekki á annað fólk,hún skilur ekki orðið NEI NEI við viljum ekki fá þig inn á þing,okkur líkar ekki öfgakendar skoðanir þínar Kolbrún,svo einfalt er nú málið,þjóðinni vantar atvinnuskapandi störf sem fyrst,10% þjóðarinn er atvinnulaust og fer versnandi,þú ert á móti álveri í Helguvík,þú ert á móti álveri á Bakka,þú ert á móti olíuvinslu á Drekasvæðinu,???halló halló,ertu ekki á sama landi og ég,??þarna eru nokkuð þúsund störf,og þú segir bara NEI NEI,umhverfið hefur forgang,skítt með þessa 20.000 mans sem eru atvinnulausir,já nú skil ég ekki,allavega koma engar lausnir á móti,en Steingrímur getur gert Kolbrúnu að ráðherra,þótt þjóðin hafi hafna henni,maður þarf ekki að vera þingmaður,því miður,en Steingrímur ég er með lausn,varðandi Kolbrúnu,senda han vestur í Dali,á fjárbú,nýr þingmaður Ásmundur þarf að mæta á þing og þar er nú sauðburður,hvernin væri að Kolbrún myndi nú aðeins skíta út sínar hendur og leysa Ásmund af á meðan sauðburður er,nokkuð góð lausn,ekki satt,??En Sigurður,afhverju eru þið Þorláksbúar svona á móti Kötu í Lýsi,???hún er og hefur verið með fullt af atvinnu fyrir ykkur,??þó það komi einhver smá skítalygt,hvað með það,afhverju ekki frekar að setja meingunarbúnað upp,og vinna í sátt og samlyndi,mér skilds að þetta skapi ykkur þí nokkuðr störf + pening í kassan hjá ykkur,???smá forvitni,Gleðilegt sumar.
Jóhannes Guðnason, 28.4.2009 kl. 13:40
Hún þarf að læra að nei þýðir nei
Björn I (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.