Hef hvorki "verslað" mér spritt eða grímu

Ég var að æsa upp einn ágætan fjölmiðlamann á netinu í dag, nefni engin nöfn. Vil þó endurtaka nokkuð sem ég sagði þar að það er greinilega mismunandi hvernig tala má um eða skamma ýmsar stéttir. Það þykir sjálfsagt að skamma stjórnmálamenn og iðnaðarmenn, stundum ekki að ástæðulausu. En sú stétt sem telur sig hafa veiðileyfi á alla aðra, fjölmiðlafólk, tekur því æði óstinnt upp ef við því er blakað.

Ég hef að sjálfsögðu stritað við að sitja í kvöld og horft og hlustað, fréttir á Stöð 2 og RÚV og síðan Kastljós. Allstaðar kom gusan um svínaflensuna og satt best að segja held ég að svínaflensan sé orðin núll og nix samanborið við hysteríuflensuna sem svo rækilega er kynt undir í öllum fjölmiðlum. Við skjóta því inn í að Helga kona mín ætlar að matreiða ljúffengar svínahnakkasneiðar annað kvöld, við ætlum bæði að sleppa grímum og spritti, ef eitthvað í ætt við spritt kemur á okkar borð þá verður það ilmandi rautt úr flösku.En allir fjölmiðlarnir sögðu skilmerkilega frá því að fólk verslaði sér grímur, það verslaði sér spritt og vildi gjarnan versla sér ýmis flensulyf en því miður hafa hinir voldugu lyfjaframleiðendur ekki enn þá látið sér detta í hug að framleiða lyf við hysteríuflensu. Þar er stór markaður og margir sem þyrftu nauðsynlega að versla sér slíkan kínlífselixír. 

En í þessum texta sem ég var að skrifa fylgi ég vandlega forskrift fjölmiðlafólksins. Mér dettur ekki í að ætla nokkrum manni að "kaupa" eitt eða annað. Samkvæmt einhverri óskilgreindri hljóðlátri fyrirskipun var sögnin "að kaupa" nánast gerð útlæg úr íslensku máli. Allir sem vilja telja sig menn með mönnum kaupa ekki lengur, þeir "versla" sér bíla, þeir "versla" sér mat og þeir jafnvel "versla sér" íbúðir. Enginn fer til útlanda lengur, það er ekki fínt, það fara allir "erlendis", aðallega munu það vera "ástsælir" einstaklingar því öllum vinsælum var útrýmt á einu bretti. Og svo orðið ómissandi, veiðihúsið er ekki á bakka Rangár, það er "staðsett" á bakka Rangár. 

Nú vil ég beina því til allra sem lesa einhvern texta þar sem orðið "staðsett" kemur fyrir að lesa textann aftur of sleppa þessu óþarfasta orði nútímans. Það er ekki ólíklegt að allir, sem á annað borð hafa enn einhverja tilfinningu fyrir móðurmálinu finni hve textinn batnar til muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Þú verslar þér ekki nammi með 50 prósentustiga lækkun á laugardögum? 

Búin að sækja um "bloggvináttu" þína af því að mér sýnist þú ætla að láta íslenskt mál til þín taka : )  

Eygló, 9.5.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband