2.5.2009 | 10:33
Svínaflensan er ekkert annað er svínaríis blekking
Fyrir það fyrsta kemur þessi flensa svínum ekkert við. Það er líklega of seint að koma þeim skilaboðum til Egypta, þeir eru víst þegar búnir að slátra sínum svínastofni, 300.000 dýrum, líklega hafa þau verið brennd.
Þeir sem yngri eru muna víst ekki hvað gerðist árið 1976. Þá kom upp "svínaflensa" með tilheyrandi "hysteríu" svipaðri og í dag. Þetta fjaraði að mestu út eins og er að koma á daginn með núverandi "svínaflensu". Þegar eru farnar að berast fréttir frá Mexíkó sem segja að þetta sé ekki eins alvarlegt og einhlýtt og af var látið í byrjun. Þetta er búið að skaða stórlega þjóðarbú Mexíkó en það eru aðrir púkar sem fitna. Það sama er að koma í ljós og árið 1976 að þessir púkar eru lyfjaframleiðendur. Þeir eru búnir að setja allt í gang til að framleiða bóluefni og þeir sem framleiða önnur flensulyf rokselja sína framleiðslu og ekki má gleyma öllum grímunum sem selst hafa.
Og að sjálfsögðu taka hinar einföldu sálir á fjölmiðlunum þátt í leiknum, fréttafólk sem er stöðugt í vandræðum með að verða sér út um krassandi fréttir, hér komust þeir í feitt. Allir fréttatímar í ljósvakamiðlum og prentmiðlum stútfullir af æsifréttum um þessa ómerkilegu flensu, toppar fréttanna eru auðvitað ef hægt er að segja frá að einhverjir hafi dottið niður dauðir af hennar völdum.
Það er dapurlegt að "upplýstir" Íslendingar skuli láta draga sig á asnaeyrunum og kaupa og kaupa eins og þeir eigi lífið að leysa alls kyns óþarfa út af einhverri flensu sem er ekkert verri né hættulegri en flensur eru yfirleitt. Á ári hverju deyja margir víðs vegar um heiminn úr inflúensu, það er nú einu sinni gangur lífsins.
Eitt sinn skal hver deyja!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 114094
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.